Ekki henda! Eyjólfur Pálsson skrifar 15. ágúst 2024 16:31 Ég hef oft orðið vitni að því þegar stofnanir eða fyrirtæki ákveða að fríska upp á útlitið með því að henda hinu gamla og kaupa allt nýtt inn. Sem kaupmaður ætti ég eflaust að fagna þessari tilhneigingu íslenskra stjórnenda en það geri ég ekki. Ástríða mín og virðing fyrir hönnun og sjálfbærni er meiri en svo. Mér þykir vænt um falleg húsgögn og finnst sorglegt að sjá þeim hent út eins og þau séu einskis virði þegar næsta tískubóla ríður yfir. Góð húsgögn eru byggð til að endast og með þeim er hægt að móta rými sem er ekki aðeins umhverfisvænt heldur einnig ríkt af karakter og sögu. Menningararfleifð fléttuð inn í nútímann Húsmunir tengjast menningararfleifð okkar ekki síður en listmunir. Þeir endurspegla hönnunarstefnur, efni og tækni sem var ríkjandi þegar þeir voru smíðaðir. Oft er hægt að aðlaga húsgögn að breyttum þörfum og tímum með nokkuð einföldum hætti. Sum húsgögn geta fengið nýtt hlutverk, önnur fengið ný klæði með bólstrun eða lökkun og ljós verið endurvíruð til að mæta breyttum kröfum. Þannig er hægt að skapa skemmtilegan og fallegan samruna gamals og nýs. Andi sjálfbærni Á hverju ári er milljónum tonna af húsgögnum hent. Þau fylla upp urðunarstaði og sóa dýrmætum auðlindum. Framleiðsla nýrra húsgagna krefst umtalsverðrar orku, vatns og hráefna sem stuðlar að mengun og umhverfisspjöllum. Með því að velja að endurnota geta fyrirtæki minnkað kolefnisfótspor sitt og stuðlað að aukinni sjálfbærni og umhverfisvernd. Endurnotkun dregur ekki aðeins úr beinum umhverfisáhrifum heldur stuðlar það einnig að menningu ábyrgðar og nýsköpunar. Starfsfólk er stolt af því að starfa á sjálfbærum vinnustað og viðskiptavinir eru líklegri til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem deila umhverfissjónarmiðum þeirra á borði jafnt sem orði. Ráðdeild sem gefur af sér Með því að endurnota vel smíðuð húsgögn og fallegar hönnunarvörur geta fyrirtæki og stofnanir tryggt að fjárfesting þeirra standist tímans tönn. Kostnaður við endurbætur eða lagfæringar er oft mun lægri en að kaupa nýtt, sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að ráðstafa fjármagni á skilvirkari hátt. Endurnotkun húsgagna er einnig kostur sem gefur til baka til samfélagsins því hún styður við og eflir mikilvægar iðngreinar á Íslandi, á borð við húsgagnasmíði og bólstrun. Fyrirtæki og stofnanir sem eru að gera upp hjá sér ættu að byrja á því að meta möguleika hvers hlutar, jafnvel kalla eftir sérfræðingum til skrafs og ráðagerða. Ég hef sjálfur oft verið kallaður til í slíka hugmyndavinnu og hika ekki við að svara kalli ef leitað er til mín. Með því að fjárfesta í gæðum og sögu er bæði hægt að skapa hagnýt og falleg rými og leggja leiðina fyrir sjálfbæra framtíð. Höfundur er stofnandi EPAL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorpa Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Ég hef oft orðið vitni að því þegar stofnanir eða fyrirtæki ákveða að fríska upp á útlitið með því að henda hinu gamla og kaupa allt nýtt inn. Sem kaupmaður ætti ég eflaust að fagna þessari tilhneigingu íslenskra stjórnenda en það geri ég ekki. Ástríða mín og virðing fyrir hönnun og sjálfbærni er meiri en svo. Mér þykir vænt um falleg húsgögn og finnst sorglegt að sjá þeim hent út eins og þau séu einskis virði þegar næsta tískubóla ríður yfir. Góð húsgögn eru byggð til að endast og með þeim er hægt að móta rými sem er ekki aðeins umhverfisvænt heldur einnig ríkt af karakter og sögu. Menningararfleifð fléttuð inn í nútímann Húsmunir tengjast menningararfleifð okkar ekki síður en listmunir. Þeir endurspegla hönnunarstefnur, efni og tækni sem var ríkjandi þegar þeir voru smíðaðir. Oft er hægt að aðlaga húsgögn að breyttum þörfum og tímum með nokkuð einföldum hætti. Sum húsgögn geta fengið nýtt hlutverk, önnur fengið ný klæði með bólstrun eða lökkun og ljós verið endurvíruð til að mæta breyttum kröfum. Þannig er hægt að skapa skemmtilegan og fallegan samruna gamals og nýs. Andi sjálfbærni Á hverju ári er milljónum tonna af húsgögnum hent. Þau fylla upp urðunarstaði og sóa dýrmætum auðlindum. Framleiðsla nýrra húsgagna krefst umtalsverðrar orku, vatns og hráefna sem stuðlar að mengun og umhverfisspjöllum. Með því að velja að endurnota geta fyrirtæki minnkað kolefnisfótspor sitt og stuðlað að aukinni sjálfbærni og umhverfisvernd. Endurnotkun dregur ekki aðeins úr beinum umhverfisáhrifum heldur stuðlar það einnig að menningu ábyrgðar og nýsköpunar. Starfsfólk er stolt af því að starfa á sjálfbærum vinnustað og viðskiptavinir eru líklegri til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem deila umhverfissjónarmiðum þeirra á borði jafnt sem orði. Ráðdeild sem gefur af sér Með því að endurnota vel smíðuð húsgögn og fallegar hönnunarvörur geta fyrirtæki og stofnanir tryggt að fjárfesting þeirra standist tímans tönn. Kostnaður við endurbætur eða lagfæringar er oft mun lægri en að kaupa nýtt, sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að ráðstafa fjármagni á skilvirkari hátt. Endurnotkun húsgagna er einnig kostur sem gefur til baka til samfélagsins því hún styður við og eflir mikilvægar iðngreinar á Íslandi, á borð við húsgagnasmíði og bólstrun. Fyrirtæki og stofnanir sem eru að gera upp hjá sér ættu að byrja á því að meta möguleika hvers hlutar, jafnvel kalla eftir sérfræðingum til skrafs og ráðagerða. Ég hef sjálfur oft verið kallaður til í slíka hugmyndavinnu og hika ekki við að svara kalli ef leitað er til mín. Með því að fjárfesta í gæðum og sögu er bæði hægt að skapa hagnýt og falleg rými og leggja leiðina fyrir sjálfbæra framtíð. Höfundur er stofnandi EPAL.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun