Þetta reddast eða hvað? Marinó G. Njálsson skrifar 15. ágúst 2024 23:30 Frasinn í yfirskrift greinarinnar er ákaflega mikið notaður, meðvitað og ómeðvitað, í íslensku þjóðfélagi og hafa nokkrar greinar birst með sömu eða svipaðri yfirskrift síðustu vikur og mánuði. Ekki er hlustað á varnaðarorð eða ábendingar, vegna þess að þetta kemur ekki frá réttum aðila, telst vera óþarf kvabb, fyrir hendi er skortur á framsýni og víðsýni eða að einhver annar á að borga. Þegar kemur að ógnum og áhættum í umhverfinu, þá hefur mikið verið gert undanfarna áratugi.Snjóflóðavarnir eru loksins fyrir hendi á mörgum stöðum og hafa án vafa bjargað mannslífum. Það var hins vegar ekki fyrr en fjölmargir létust í mjög mannskæðum snjóflóðum á Vestfjörðum. Rúmlega tveimur áratugum fyrr höfðu mannskæð snjóflóð fallið á Neskaupstað, en þau urðu ekki til þess að gripið yrði til aðgerða. Margt hefur breyst frá því þessi snjóflóð féllu, en hve mörg sveitarfélög, þéttbýlisstaðir, mikilvægar stofnanir eða mikilvægir innviðir hafa framkvæmt hjá sér áhættumat til að greina hvað gæti farið úrskeiðis og skilja áfallaþol sitt? Slík vinna fór af stað fyrir nokkrum árum, en miðað við það sem ég hef hlerað, þá vantar mikið upp á að verkinu sé lokið. Í á annan áratug, hef ég dundað mér við að skoða ógnir og áhættur á Íslandi. Bæði af þráhyggju og einskærum áhuga. Byggt á því mat ég t.d. vissa hættu á, að hraun gæti runnið yfir heitavatnslögn milli Svartsengis og Njarðvíkur kæmi til eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni. Birti ég þá aðvörun í grein haustið 2020, þ.e. tæplega þremur og hálfu ári áður en hraunstraumur tók lögnina í sundur, en haustið 2020 leit jafnvel út fyrir að eldgos myndi hefjast þar. Engum ber svo sem skylda til að lesa mín skrif og því virtist þessi aðvörun hafa farið fyrir ofan garð og neðan. Þekking mín á svæðinu byggir hins vegar á áhættumati sem ég gerði fyrir um 20 árum vegna Schengen-upplýsingakerfisins. Þetta dundur mitt hefur skilað sér í nokkuð stóru skjali, þar sem ég hef reynt að meta helstu ógnir og áhættuþætti hjá öllum sveitarfélögum landsins. Skipti ég hverju sveitarfélagi upp í þéttbýliskjarna (geta verið margir innan hvers), dreifbýli og þar sem við á óbyggðir, eitthvað um 130 svæði. Hef ég auk þess skilgreint vel yfir 100 ógnir eða áhættuþætti og loks reynt að meta á skalanum 0 til 5 áhrif sem það hefði á hvert svæði fyrir sig, raungerðust þessar ógnir eða áhættuþættir. Ég þekki hvert svæði misjafnlega vel, eða eigum við frekar að segja, misjafnlega illa, en svo vill til að ég hef unnið einfalt áhættumat fyrir nánast alla grunnskóla og leikskóla á landinu í tengslum við persónuvernd og það er með ólíkindum hve mikið af ógnum og áhættuþáttum sem tengdust því, eiga við sveitarfélögin almennt. En að fyrirsögninni.Það getur vel verið að hlutirnir reddist, en þegar kemur að lífi, limum, velferð og lífsgæðum íbúanna, þá er það ekki nóg. Vegalengd sem íbúar þurfa að ferðast til að komast í lyfjabúð, heilsugæslu eða sjúkrahús skiptir máli. Það getur verið að þetta gangi allt upp yfir sumartímann, en getur verið lífshættulegt yfir vetrartímann. Hvernig bregst sveitarfélag við, ef loka þarf leikskóla eða grunnskóla til lengri tíma?Er húsnæðisskortur að hamla framþróun atvinnulífsins og hefur það verið metið? Hve háð eru sveitarfélögin grunninnviðum? Hver er staða þeirra? Hvert er lengsta þolanlega þjónusturof mikilvægra innviða áður en neyðarástand skapast? Hafi einhverjir sveitastjórnarmenn áhuga á þessum vangaveltum mínum, þá er ég til í að eiga við þá samtal. Höfundur er sérfræðingur í áhættustjórnun, öryggisstjórnun og persónuvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos og jarðhræringar Snjóflóð á Íslandi Marinó G. Njálsson Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Frasinn í yfirskrift greinarinnar er ákaflega mikið notaður, meðvitað og ómeðvitað, í íslensku þjóðfélagi og hafa nokkrar greinar birst með sömu eða svipaðri yfirskrift síðustu vikur og mánuði. Ekki er hlustað á varnaðarorð eða ábendingar, vegna þess að þetta kemur ekki frá réttum aðila, telst vera óþarf kvabb, fyrir hendi er skortur á framsýni og víðsýni eða að einhver annar á að borga. Þegar kemur að ógnum og áhættum í umhverfinu, þá hefur mikið verið gert undanfarna áratugi.Snjóflóðavarnir eru loksins fyrir hendi á mörgum stöðum og hafa án vafa bjargað mannslífum. Það var hins vegar ekki fyrr en fjölmargir létust í mjög mannskæðum snjóflóðum á Vestfjörðum. Rúmlega tveimur áratugum fyrr höfðu mannskæð snjóflóð fallið á Neskaupstað, en þau urðu ekki til þess að gripið yrði til aðgerða. Margt hefur breyst frá því þessi snjóflóð féllu, en hve mörg sveitarfélög, þéttbýlisstaðir, mikilvægar stofnanir eða mikilvægir innviðir hafa framkvæmt hjá sér áhættumat til að greina hvað gæti farið úrskeiðis og skilja áfallaþol sitt? Slík vinna fór af stað fyrir nokkrum árum, en miðað við það sem ég hef hlerað, þá vantar mikið upp á að verkinu sé lokið. Í á annan áratug, hef ég dundað mér við að skoða ógnir og áhættur á Íslandi. Bæði af þráhyggju og einskærum áhuga. Byggt á því mat ég t.d. vissa hættu á, að hraun gæti runnið yfir heitavatnslögn milli Svartsengis og Njarðvíkur kæmi til eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni. Birti ég þá aðvörun í grein haustið 2020, þ.e. tæplega þremur og hálfu ári áður en hraunstraumur tók lögnina í sundur, en haustið 2020 leit jafnvel út fyrir að eldgos myndi hefjast þar. Engum ber svo sem skylda til að lesa mín skrif og því virtist þessi aðvörun hafa farið fyrir ofan garð og neðan. Þekking mín á svæðinu byggir hins vegar á áhættumati sem ég gerði fyrir um 20 árum vegna Schengen-upplýsingakerfisins. Þetta dundur mitt hefur skilað sér í nokkuð stóru skjali, þar sem ég hef reynt að meta helstu ógnir og áhættuþætti hjá öllum sveitarfélögum landsins. Skipti ég hverju sveitarfélagi upp í þéttbýliskjarna (geta verið margir innan hvers), dreifbýli og þar sem við á óbyggðir, eitthvað um 130 svæði. Hef ég auk þess skilgreint vel yfir 100 ógnir eða áhættuþætti og loks reynt að meta á skalanum 0 til 5 áhrif sem það hefði á hvert svæði fyrir sig, raungerðust þessar ógnir eða áhættuþættir. Ég þekki hvert svæði misjafnlega vel, eða eigum við frekar að segja, misjafnlega illa, en svo vill til að ég hef unnið einfalt áhættumat fyrir nánast alla grunnskóla og leikskóla á landinu í tengslum við persónuvernd og það er með ólíkindum hve mikið af ógnum og áhættuþáttum sem tengdust því, eiga við sveitarfélögin almennt. En að fyrirsögninni.Það getur vel verið að hlutirnir reddist, en þegar kemur að lífi, limum, velferð og lífsgæðum íbúanna, þá er það ekki nóg. Vegalengd sem íbúar þurfa að ferðast til að komast í lyfjabúð, heilsugæslu eða sjúkrahús skiptir máli. Það getur verið að þetta gangi allt upp yfir sumartímann, en getur verið lífshættulegt yfir vetrartímann. Hvernig bregst sveitarfélag við, ef loka þarf leikskóla eða grunnskóla til lengri tíma?Er húsnæðisskortur að hamla framþróun atvinnulífsins og hefur það verið metið? Hve háð eru sveitarfélögin grunninnviðum? Hver er staða þeirra? Hvert er lengsta þolanlega þjónusturof mikilvægra innviða áður en neyðarástand skapast? Hafi einhverjir sveitastjórnarmenn áhuga á þessum vangaveltum mínum, þá er ég til í að eiga við þá samtal. Höfundur er sérfræðingur í áhættustjórnun, öryggisstjórnun og persónuvernd.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar