Vönduð eða vindasöm vinnubrögð í aðdraganda vindorkuvers Haraldur Þór Jónsson skrifar 17. ágúst 2024 15:33 Ekki ætla ég að efast um að vinnubrögð Landsvirkjunar í málinu eru vandasöm. Starfsfólk Landsvirkjunar stendur sig vel í sínum störfum og leggur sig fram um að vanda vinnubrögð. En markmið vönduðu vinnubragðanna er að byggja virkjun og markmiðinu skal náð! Mikilvægt er því að fara yfir hina hliðina á sama málinu, þ.e.a.s. vindasöm vinnubrögð í aðdraganda vindorkuvers. Landsvirkjun hóf undirbúning Búrfellslundar árið 2013 og skilað inn í umfjöllun í rammaáætlun 200 MW vindorkuveri. Þá var niðurstaða verkefnastjórnar Rammaáætlunar að Búrfellslundur væri slæmur orkunýtingarkostur sökum þess hversu slæm áhrif á ferðaþjónustu og útvist hann muni hafa með sjónrænt áhrifasvæði á hálendi Íslands sem er í kringum 1.000 ferkílómetrar. Verkefnastjórnin lagði til að Búrfellslundur yrði í biðflokki og alþingi staðfesti þá ákvörðun. Landsvirkjun tók sig til og minnkaði umfang vindorkuversins niður í 120 MW til að minnka umhverfisáhrifin og taka tillit til athugasemdanna. Eftir umfjöllun rammaáætlunar árið 2020 var niðurstaða verkefnisstjórnarinnar að þrátt fyrir breytta útfærslu væru áhrifin af vindorkuverinu enn verri en fyrri útgáfa þar sem vægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugrein hefði tvöfaldast á þessu 5 ára tímabili. Verkefnastjórnin lagði því til að Búrfellslundur yrði áfram í biðflokki. Það má því skrifa afgreiðslu alþingis á óvönduð vinnubrögð þar sem alþingi tók pólitíska ákvörðun um að setja Búrfellslund í nýtingarflokk gegn faglegu rökum verkefnastjórnarinnar. Áhugavert væri að kalla eftir faglegu forsendum sem lágu til grundvallar ákvörðunar alþingis á þeim tíma, ef þau eru til! Síðan 2022 hefur Umhverfis- orku- og loftlagsráðherra unnið stefnu í vindorkumálum sem lögð var fram á þingi í vor. Í stefnunni er sérstaklega tekið fram að ekki eigi að byggja vindorkuver innan miðhálendislínunnar. Verja skuli hálendi Íslands. Þarna fer ekki hljóð og mynd saman, því Búrfellslundur er á hálendi Íslands. Það var jú alþingi sem sett Búrfellslund í nýtingarflokk, gegn faglegri ráðleggingu verkefnastjórnar rammaáætlunar. Til að redda málinu, þá var bætt inn í komandi vindorkustefnu að hún gildi ekki aftur í tímann svo Landsvirkjun geti reist Búrfellslund því okkur liggur svo á, það er komið að skuldardögum eins og ráðherrann hefur sagt. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps nýtti sér heimild í lögum um rammaáætlun að fara fram á frestun á að innleiða Búrfellslund í skipulag í júní 2023. Í faglega umhverfismati Landsvirkjunar kemur skýrt fram að framkvæmdasvæði Búrfellslundar og áhrifasvæði væri bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Rangárþingi Ytra. Í þeirri útgáfu af Búrfellslundi sem stendur til að reisa, þá eru vindmyllurnar aðeins í Rangárþingi Ytra á sveitarfélagamörkunum. Það breytir ekki þeirri staðreynd að áhrifasvæði vindorkuversins er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Landsvirkjun hefur ekki sótt um að vindorkuverið fari í skipulag sveitarfélagsins. Bæði skuggavarp og hljóðvist vindorkuversins hefur áhrif í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og takmarkar því landnotkun sveitarfélagsins, en það telst víst ekki til faglegra vinnubragða að eiga samskipti við nágranna sinn ef hægt er að komast hjá því. Búrfellslundur skilar engum tekjur í nærumhverfi sínu sökum undanþágu orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofni sveitarfélaga. Búrfellslundur verður rekinn af erlendum sérfræðingum sem munu koma 1-2svar til landsins á ári að sinna viðhaldi. Hann skilar því engum staðbundnum störfum og þar af leiðandi engum útsvarstekjum til sveitarfélaganna. En það skiptir víst engu máli, það er búið að undirbúa þetta svo faglega og ákvörðun alþingis var svo fagleg. Þann 14. mars á þessu ári gerði Landsvirkjun raforkusamning við Laxey ehf um sölu á endurnýjanlegri raforku til uppbyggingar nýrrar landeldisstöðvar Laxeyjar í Vestmannaeyjum. Í fréttatilkynningu Landsvirkjunar um málið kemur fram að forsenda samningsins sé að Búrfellslundur verði gangsettur í lok árs 2026 og Hvammsvirkjun tveimur árum síðar. Gert er ráð fyrir að verkefnið skapi 100 störf í Vestmannaeyjum, en í fréttinni kemur ekki fram að engin störf skapist þar sem orkan verður til. Hefur íbúum Rangárþings Ytra eða Skeiða- og Gnúpverjahrepps verið faglega kynnt að orkan úr Búrfellslundi fari til Vestmannaeyja en verði ekki nýtt til atvinnuuppbyggingar í nærumhverfi orkuframleiðslunnar ? Ég hvet bæði orkufyrirtækin og alþingismenn að taka upp fagleg vinnubrögð. Vinna þarf með íbúunum sem búa í nærumhverfi og áhrifasvæði orkumannvirkja til að tryggja að boðuð orkuskipti raungerist í náinni framtíð. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki ætla ég að efast um að vinnubrögð Landsvirkjunar í málinu eru vandasöm. Starfsfólk Landsvirkjunar stendur sig vel í sínum störfum og leggur sig fram um að vanda vinnubrögð. En markmið vönduðu vinnubragðanna er að byggja virkjun og markmiðinu skal náð! Mikilvægt er því að fara yfir hina hliðina á sama málinu, þ.e.a.s. vindasöm vinnubrögð í aðdraganda vindorkuvers. Landsvirkjun hóf undirbúning Búrfellslundar árið 2013 og skilað inn í umfjöllun í rammaáætlun 200 MW vindorkuveri. Þá var niðurstaða verkefnastjórnar Rammaáætlunar að Búrfellslundur væri slæmur orkunýtingarkostur sökum þess hversu slæm áhrif á ferðaþjónustu og útvist hann muni hafa með sjónrænt áhrifasvæði á hálendi Íslands sem er í kringum 1.000 ferkílómetrar. Verkefnastjórnin lagði til að Búrfellslundur yrði í biðflokki og alþingi staðfesti þá ákvörðun. Landsvirkjun tók sig til og minnkaði umfang vindorkuversins niður í 120 MW til að minnka umhverfisáhrifin og taka tillit til athugasemdanna. Eftir umfjöllun rammaáætlunar árið 2020 var niðurstaða verkefnisstjórnarinnar að þrátt fyrir breytta útfærslu væru áhrifin af vindorkuverinu enn verri en fyrri útgáfa þar sem vægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugrein hefði tvöfaldast á þessu 5 ára tímabili. Verkefnastjórnin lagði því til að Búrfellslundur yrði áfram í biðflokki. Það má því skrifa afgreiðslu alþingis á óvönduð vinnubrögð þar sem alþingi tók pólitíska ákvörðun um að setja Búrfellslund í nýtingarflokk gegn faglegu rökum verkefnastjórnarinnar. Áhugavert væri að kalla eftir faglegu forsendum sem lágu til grundvallar ákvörðunar alþingis á þeim tíma, ef þau eru til! Síðan 2022 hefur Umhverfis- orku- og loftlagsráðherra unnið stefnu í vindorkumálum sem lögð var fram á þingi í vor. Í stefnunni er sérstaklega tekið fram að ekki eigi að byggja vindorkuver innan miðhálendislínunnar. Verja skuli hálendi Íslands. Þarna fer ekki hljóð og mynd saman, því Búrfellslundur er á hálendi Íslands. Það var jú alþingi sem sett Búrfellslund í nýtingarflokk, gegn faglegri ráðleggingu verkefnastjórnar rammaáætlunar. Til að redda málinu, þá var bætt inn í komandi vindorkustefnu að hún gildi ekki aftur í tímann svo Landsvirkjun geti reist Búrfellslund því okkur liggur svo á, það er komið að skuldardögum eins og ráðherrann hefur sagt. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps nýtti sér heimild í lögum um rammaáætlun að fara fram á frestun á að innleiða Búrfellslund í skipulag í júní 2023. Í faglega umhverfismati Landsvirkjunar kemur skýrt fram að framkvæmdasvæði Búrfellslundar og áhrifasvæði væri bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Rangárþingi Ytra. Í þeirri útgáfu af Búrfellslundi sem stendur til að reisa, þá eru vindmyllurnar aðeins í Rangárþingi Ytra á sveitarfélagamörkunum. Það breytir ekki þeirri staðreynd að áhrifasvæði vindorkuversins er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Landsvirkjun hefur ekki sótt um að vindorkuverið fari í skipulag sveitarfélagsins. Bæði skuggavarp og hljóðvist vindorkuversins hefur áhrif í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og takmarkar því landnotkun sveitarfélagsins, en það telst víst ekki til faglegra vinnubragða að eiga samskipti við nágranna sinn ef hægt er að komast hjá því. Búrfellslundur skilar engum tekjur í nærumhverfi sínu sökum undanþágu orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofni sveitarfélaga. Búrfellslundur verður rekinn af erlendum sérfræðingum sem munu koma 1-2svar til landsins á ári að sinna viðhaldi. Hann skilar því engum staðbundnum störfum og þar af leiðandi engum útsvarstekjum til sveitarfélaganna. En það skiptir víst engu máli, það er búið að undirbúa þetta svo faglega og ákvörðun alþingis var svo fagleg. Þann 14. mars á þessu ári gerði Landsvirkjun raforkusamning við Laxey ehf um sölu á endurnýjanlegri raforku til uppbyggingar nýrrar landeldisstöðvar Laxeyjar í Vestmannaeyjum. Í fréttatilkynningu Landsvirkjunar um málið kemur fram að forsenda samningsins sé að Búrfellslundur verði gangsettur í lok árs 2026 og Hvammsvirkjun tveimur árum síðar. Gert er ráð fyrir að verkefnið skapi 100 störf í Vestmannaeyjum, en í fréttinni kemur ekki fram að engin störf skapist þar sem orkan verður til. Hefur íbúum Rangárþings Ytra eða Skeiða- og Gnúpverjahrepps verið faglega kynnt að orkan úr Búrfellslundi fari til Vestmannaeyja en verði ekki nýtt til atvinnuuppbyggingar í nærumhverfi orkuframleiðslunnar ? Ég hvet bæði orkufyrirtækin og alþingismenn að taka upp fagleg vinnubrögð. Vinna þarf með íbúunum sem búa í nærumhverfi og áhrifasvæði orkumannvirkja til að tryggja að boðuð orkuskipti raungerist í náinni framtíð. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun