Vill eignast lið í hverri heimsálfu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 23:31 Michele Kang á Ólympíuleikunum í sumar. Andrea Vilchez/ISI/Getty Images Michele Kang á sem stendur þrjú knattspyrnufélög í tveimur heimsálfum en hún vill ólm eignast félag í hverri heimsálfu. Kang komst í heimsfréttirnar þegar hún keypti meirihluta í franska stórveldinu Lyon, það er kvenna liði félagsins sem hefur unnið fjöldann allan af titlum á undanförnum árum. Þá á hún Washington Spirit í Bandaríkjunum og London City Lionesses í Englandi, bæði eru eingöngu kvennalið. Hún ætlar að fjárfesta 50 milljónir Bandaríkjadala, tæpa sjö milljarða íslenskra króna, í heilsu knattspyrnukvenna þar sem nær öll gögn sem til eru miða við karlkyns leikmenn. Þá fjárfesti hún fjórar milljónir Bandaríkjadala í kvennalandslið Bandaríkjanna í rúgbí eftir að liðið vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í París. Vonast Kang til að fjárfestingin hjálpi liðinu að vinna gull á leikunum sem fram fara í Los Angeles eftir fjögur ár. „Það var dýr leikur fyrir mig,“ segir Kang í gríni við The Guardian eftir að hafa séð Bandaríkin vinna til bronsverðlauna. Það kom henni hins vegar á óvart að engin/n hefði fjárfest í liðinu á undan henni. „Ég vil sýna og sanna að kvennaíþróttir séu góð ávöxtun fjárhagslega. Munurinn á hvar þær eru og hvað þær geta orðið er gríðarlegur, ég á ekki orð yfir að enginn hafi séð það,“ bætti hún við. "This is not charity. I’m on a mission to prove that women’s sports is good business."I sat down with Michele Kang for an exclusive @guardian_sport interview to discuss Kynisca, her recent $50m investment and why she wants to own clubs on every continenthttps://t.co/kHNSkSbHYQ— Tom Garry (@TomJGarry) August 18, 2024 Í viðtali við The Guardian tekur Kang fram að ekki sé um góðgerðarstarf að ræða heldur ígrundaða fjárfestingu. Bendir hún á að lið Angel City í NWSL-deildinni sé metið á 250 milljónir Bandaríkjadala, tæpa 35 milljarða króna, en ekki er langt síðan lið deildarinnar voru metin aðeins á tvær til fimm milljónir Bandaríkjadala. Kang viðurkennir þó að markmið hennar sé að hluta til að bæta líf ungra íþróttakvenna. Hún hafi upphaflega ekki ætlað að færa sig yfir í íþróttir en nú vill hún gjarnan eiga knattspyrnulið í hverri heimsálfu. „Ég veit ekki hversu mörg lið ég vil eiga en ég vil án efa eiga lið í hverri heimsálfu.“ Fótbolti Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Kang komst í heimsfréttirnar þegar hún keypti meirihluta í franska stórveldinu Lyon, það er kvenna liði félagsins sem hefur unnið fjöldann allan af titlum á undanförnum árum. Þá á hún Washington Spirit í Bandaríkjunum og London City Lionesses í Englandi, bæði eru eingöngu kvennalið. Hún ætlar að fjárfesta 50 milljónir Bandaríkjadala, tæpa sjö milljarða íslenskra króna, í heilsu knattspyrnukvenna þar sem nær öll gögn sem til eru miða við karlkyns leikmenn. Þá fjárfesti hún fjórar milljónir Bandaríkjadala í kvennalandslið Bandaríkjanna í rúgbí eftir að liðið vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í París. Vonast Kang til að fjárfestingin hjálpi liðinu að vinna gull á leikunum sem fram fara í Los Angeles eftir fjögur ár. „Það var dýr leikur fyrir mig,“ segir Kang í gríni við The Guardian eftir að hafa séð Bandaríkin vinna til bronsverðlauna. Það kom henni hins vegar á óvart að engin/n hefði fjárfest í liðinu á undan henni. „Ég vil sýna og sanna að kvennaíþróttir séu góð ávöxtun fjárhagslega. Munurinn á hvar þær eru og hvað þær geta orðið er gríðarlegur, ég á ekki orð yfir að enginn hafi séð það,“ bætti hún við. "This is not charity. I’m on a mission to prove that women’s sports is good business."I sat down with Michele Kang for an exclusive @guardian_sport interview to discuss Kynisca, her recent $50m investment and why she wants to own clubs on every continenthttps://t.co/kHNSkSbHYQ— Tom Garry (@TomJGarry) August 18, 2024 Í viðtali við The Guardian tekur Kang fram að ekki sé um góðgerðarstarf að ræða heldur ígrundaða fjárfestingu. Bendir hún á að lið Angel City í NWSL-deildinni sé metið á 250 milljónir Bandaríkjadala, tæpa 35 milljarða króna, en ekki er langt síðan lið deildarinnar voru metin aðeins á tvær til fimm milljónir Bandaríkjadala. Kang viðurkennir þó að markmið hennar sé að hluta til að bæta líf ungra íþróttakvenna. Hún hafi upphaflega ekki ætlað að færa sig yfir í íþróttir en nú vill hún gjarnan eiga knattspyrnulið í hverri heimsálfu. „Ég veit ekki hversu mörg lið ég vil eiga en ég vil án efa eiga lið í hverri heimsálfu.“
Fótbolti Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira