Jákvætt að aðstoðarþjálfarinn sé ekki á bekknum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. ágúst 2024 14:15 Kjartan Henry, aðstoðarþjálfari FH, var varamaður á bekk FH í síðasta leik. Svo verður ekki í kvöld. Vísir/Arnar Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi leiks liðsins við Val í Bestu deild karla í kvöld. Hann fagnar því að vera ekki til taks sem leikmaður, líkt og í síðasta leik. FH hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir kvöldið en getur hins vegar jafnað Val að stigum í töflunni með sigri þegar liðin eigast við í Kaplakrika klukkan 18:00. FH er með 28 stig í fimmta sæti, jafnt ÍA sem er sæti ofar, þremur frá Val sem er í þriðja sæti með 31 stig. „Við erum að vissu leyti ekki búnir að spila allt of vel upp á síðkastið og tapa tveimur leikjum í röð. Það er ekki ásættanlegt fyrir félag eins og FH. Þannig að við erum búnir að vinna vel í okkar málum og aðeins náð að styrkja okkur frá því síðast,“ segir Kjartan Henry í samtali við íþróttadeild. Algjört neyðarkall Athygli vakti að Kjartan Henry var skráður sem leikmaður á varamannabekk FH í síðasta leik við uppeldisfélag hans, KR, í Vesturbænum. Hann segist blessunarlega ekki þurfa að vera til taks í kvöld. „Aðstoðarþjálfarinn þarf ekki að vera á bekk í kvöld allavega. Það er allavega jákvætt og ég vona að við mætum tilbúnir til leiks frá fyrstu mínútu,“ segir Kjartan Henry. Það er sem sagt jákvætt að þú sért ekki á bekknum? „Ég myndi segja það. Með tilliti til aðstæðna og aldurs. Það var algjört neyðarkall. Við erum búnir að bæta úr því og erum klárir í kvöld.“ Geta tekið stórt skref Hann segir FH-inga ekki hafa leikið vel í síðustu tveimur leikjum, sem töpuðust báðir. Fyrir Víkingi 2-3 og 0-1 fyrir KR. Menn hafi unnið vel í sínum málum fyrir kvöldið. „Það þarf mjög margt að breytast. Sérstaklega hugarfar og hungur. Við sáum í leiknum á móti KR að við byrjuðum vel og spiluðum ágætlega fyrstu 15 mínúturnar. Svo fjaraði það út, þá þurfa menn að stíga upp og rífa menn áfram, saman,“ „Ég held að við séum búnir að fara vel yfir það í vikunni og svo erum við að fá tækifæri til að rífa okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur. Eins og þú sagðir getum við jafnað Val í kvöld og ég held það sjái það allir sem líta á töfluna að þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ segir Kjartan Henry. Er ekki meiri spenna og hvatning fyrir svo mikilvægan leik? „Það er alltaf leiðinlega klisjan með einn leik í einu. En það styttist í skiptinguna og við viljum vera nálægt liðunum fyrir ofan okkur þegar hún á sér stað. Ef við vinnum í kvöld tökum við stórt skref í þá átt,“ segir Kjartan Henry. Leikur FH og Vals er klukkan 18:00 í beinni á Stöð 2 Sport 5. Hin fjögur liðin í efri hluta deildarinnar eru einnig í eldlínunni í kvöld. Leikur Víkings við ÍA er klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Breiðablik og Fram mætast einnig klukkan 19:15, sá leikur í beinni á Stöð 2 Besta deildin. FH Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Valur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
FH hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir kvöldið en getur hins vegar jafnað Val að stigum í töflunni með sigri þegar liðin eigast við í Kaplakrika klukkan 18:00. FH er með 28 stig í fimmta sæti, jafnt ÍA sem er sæti ofar, þremur frá Val sem er í þriðja sæti með 31 stig. „Við erum að vissu leyti ekki búnir að spila allt of vel upp á síðkastið og tapa tveimur leikjum í röð. Það er ekki ásættanlegt fyrir félag eins og FH. Þannig að við erum búnir að vinna vel í okkar málum og aðeins náð að styrkja okkur frá því síðast,“ segir Kjartan Henry í samtali við íþróttadeild. Algjört neyðarkall Athygli vakti að Kjartan Henry var skráður sem leikmaður á varamannabekk FH í síðasta leik við uppeldisfélag hans, KR, í Vesturbænum. Hann segist blessunarlega ekki þurfa að vera til taks í kvöld. „Aðstoðarþjálfarinn þarf ekki að vera á bekk í kvöld allavega. Það er allavega jákvætt og ég vona að við mætum tilbúnir til leiks frá fyrstu mínútu,“ segir Kjartan Henry. Það er sem sagt jákvætt að þú sért ekki á bekknum? „Ég myndi segja það. Með tilliti til aðstæðna og aldurs. Það var algjört neyðarkall. Við erum búnir að bæta úr því og erum klárir í kvöld.“ Geta tekið stórt skref Hann segir FH-inga ekki hafa leikið vel í síðustu tveimur leikjum, sem töpuðust báðir. Fyrir Víkingi 2-3 og 0-1 fyrir KR. Menn hafi unnið vel í sínum málum fyrir kvöldið. „Það þarf mjög margt að breytast. Sérstaklega hugarfar og hungur. Við sáum í leiknum á móti KR að við byrjuðum vel og spiluðum ágætlega fyrstu 15 mínúturnar. Svo fjaraði það út, þá þurfa menn að stíga upp og rífa menn áfram, saman,“ „Ég held að við séum búnir að fara vel yfir það í vikunni og svo erum við að fá tækifæri til að rífa okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur. Eins og þú sagðir getum við jafnað Val í kvöld og ég held það sjái það allir sem líta á töfluna að þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ segir Kjartan Henry. Er ekki meiri spenna og hvatning fyrir svo mikilvægan leik? „Það er alltaf leiðinlega klisjan með einn leik í einu. En það styttist í skiptinguna og við viljum vera nálægt liðunum fyrir ofan okkur þegar hún á sér stað. Ef við vinnum í kvöld tökum við stórt skref í þá átt,“ segir Kjartan Henry. Leikur FH og Vals er klukkan 18:00 í beinni á Stöð 2 Sport 5. Hin fjögur liðin í efri hluta deildarinnar eru einnig í eldlínunni í kvöld. Leikur Víkings við ÍA er klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Breiðablik og Fram mætast einnig klukkan 19:15, sá leikur í beinni á Stöð 2 Besta deildin.
FH Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Valur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira