Amazon kóngurinn sagður vilja kaupa NBA meistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2024 07:30 Jeff Bezos, eigandi Amazon og Jason Tatum, lykilmaður Boston Celtics með bikarinn. Getty/Elsa Bandarískir fjölmiðlar fjalla nú um þann þráðláta orðróm að Jeff Bezos, eigandi Amazon, ætli sér að kaupa NBA körfuboltaliðið Boston Celtics. Eigendur Celtics tilkynntu það óvænt fljótlega eftir að liðið vann sinn fyrsta meistaratitil í sextán ár að félagið væri nú til sölu. Þekkir vel til hjá Celtics Íþróttafréttamaðurinn Bill Simmons þekkir vel til hjá Boston Celtics enda mikill stuðningsmaður félagsins. Simmons kom fram í gær og sagðist sannfærður um að það sé mikið til í þessum fréttum. „Á síðustu dögum þá hefur verið réttmætur orðrómur um að Jeff Bezos ætli sér að kaupa Celtics. Ég held að þetta sé rétt og ég held að hann verði einn af þeim sem bjóði í félagið,“ sagði Simmons. Simmons tengir söluna einnig við hugsanlega stækkun NBA deildarinnar um tvö félög sem verða væntanlega í Seattle og Las Vegas. 827 milljarða verðmiði Hann segir að það sé krafa um að kaupverðið á Celtics verði að lágmarki sex milljarðar dollara eða 827 milljarðar íslenskra króna. Bezos ætti að hafa efni á slíku enda næstríkasti maður heims. Hann bæði stofnaði og þróaði Amazon og gerði það að stærsta netsölufyrirtæki heims. „NBA deildin vill fá sex milljarða dala fyrir félagið þótt að það eigi ekki sína eigin íþróttahöll. Þetta er klikkuð upphæð en þeir vilja fá þessa stóru upphæð af því að þeir vilja líka bæta liðum við í Seattle og Vegas og jafnvel Mexico City. Ef þeir fá sex milljarða fyrir tvö viðbótarlið þá fá allir eigendur NBA liðanna ávísun upp á fjögur hundruð milljónir dala,“ sagði Simmons. Fjögur hundruð milljónir Bandaríkjadala eru 55 milljarðar króna. Það má sjá Simmons tjá sig hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by The Ringer (@ringer) NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira
Eigendur Celtics tilkynntu það óvænt fljótlega eftir að liðið vann sinn fyrsta meistaratitil í sextán ár að félagið væri nú til sölu. Þekkir vel til hjá Celtics Íþróttafréttamaðurinn Bill Simmons þekkir vel til hjá Boston Celtics enda mikill stuðningsmaður félagsins. Simmons kom fram í gær og sagðist sannfærður um að það sé mikið til í þessum fréttum. „Á síðustu dögum þá hefur verið réttmætur orðrómur um að Jeff Bezos ætli sér að kaupa Celtics. Ég held að þetta sé rétt og ég held að hann verði einn af þeim sem bjóði í félagið,“ sagði Simmons. Simmons tengir söluna einnig við hugsanlega stækkun NBA deildarinnar um tvö félög sem verða væntanlega í Seattle og Las Vegas. 827 milljarða verðmiði Hann segir að það sé krafa um að kaupverðið á Celtics verði að lágmarki sex milljarðar dollara eða 827 milljarðar íslenskra króna. Bezos ætti að hafa efni á slíku enda næstríkasti maður heims. Hann bæði stofnaði og þróaði Amazon og gerði það að stærsta netsölufyrirtæki heims. „NBA deildin vill fá sex milljarða dala fyrir félagið þótt að það eigi ekki sína eigin íþróttahöll. Þetta er klikkuð upphæð en þeir vilja fá þessa stóru upphæð af því að þeir vilja líka bæta liðum við í Seattle og Vegas og jafnvel Mexico City. Ef þeir fá sex milljarða fyrir tvö viðbótarlið þá fá allir eigendur NBA liðanna ávísun upp á fjögur hundruð milljónir dala,“ sagði Simmons. Fjögur hundruð milljónir Bandaríkjadala eru 55 milljarðar króna. Það má sjá Simmons tjá sig hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by The Ringer (@ringer)
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira