Sögð hafa fundið tvö lík í sokknu snekkjunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 14:19 Kafarateymi hafa reynt að finna lík þeirra sex sem enn er saknað. Getty/Jonathan Brady Kafarar, sem leitað hafa að líkamsleifum sex sem fórust þegar snekkja sökk utan við Sikiley á mánudag, hafa fundið tvö lík inni í snekkjunni. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir heimildamanni. Fram kemur í fréttinni að annað líkanna hafi verið af fullvaxta karlmanni. Bayesian, lystisnekkja breska auðkýfingsins Mike Lynch, hvolfdi og hún sökk á örfáum mínútum við Sikiley á mánudag. Kokkurinn af snekkjunni, Racaldo Tomas, fannst látinn sama dag og fimmtán var bjargað. Leitarteymi hafa keppst við að reyna að endurheimta lík sex, sem hefur verið saknað síðan snekkjan sökk, og talið er að séu föst inni í snekkjunni. Meðal þeirra sex sem var saknað eru Lynch, átján ára gömul dóttir hans og Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley International. Erfiðlega hefur gengið að leita að líkum fólksins. Snekkjan liggur á stjórnborðahliðinni á um fimmtán metra dýpi og húsgögn hindrað leið kafara að brúnni og káetum neðan þilja. Vegna dýpisins geta kafarar aðeins leitað í um tíu mínútur í senn. Ítalska landhelgisgæslan hefur nú notast við fjarstýrða kafbáta til þess að skoða sjávarbotninn og taka myndir og myndbönd. Er þetta liður í gagnaöflun fyrir rannsakendur. Þá hefur gæslan eins tekið skýrslur af þeim sem lifðu slysið af, þar á meðal skipstjórann. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Segja snekkjuna hafa sokkið á örfáum mínútum Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni. 20. ágúst 2024 14:06 Stjórnarformanns Morgan Stanley saknað eftir snekkjuslysið Leit að sex manns sem er enn saknað eftir að lystisnekkja sökk rétt utan við Sikiley í gær hélt áfram í morgun. Á meðal þeirra sem er saknað er stjórnarformaður fjármálarisans Morgan Stanley International og eiginkona hans. 20. ágúst 2024 08:56 Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira
Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir heimildamanni. Fram kemur í fréttinni að annað líkanna hafi verið af fullvaxta karlmanni. Bayesian, lystisnekkja breska auðkýfingsins Mike Lynch, hvolfdi og hún sökk á örfáum mínútum við Sikiley á mánudag. Kokkurinn af snekkjunni, Racaldo Tomas, fannst látinn sama dag og fimmtán var bjargað. Leitarteymi hafa keppst við að reyna að endurheimta lík sex, sem hefur verið saknað síðan snekkjan sökk, og talið er að séu föst inni í snekkjunni. Meðal þeirra sex sem var saknað eru Lynch, átján ára gömul dóttir hans og Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley International. Erfiðlega hefur gengið að leita að líkum fólksins. Snekkjan liggur á stjórnborðahliðinni á um fimmtán metra dýpi og húsgögn hindrað leið kafara að brúnni og káetum neðan þilja. Vegna dýpisins geta kafarar aðeins leitað í um tíu mínútur í senn. Ítalska landhelgisgæslan hefur nú notast við fjarstýrða kafbáta til þess að skoða sjávarbotninn og taka myndir og myndbönd. Er þetta liður í gagnaöflun fyrir rannsakendur. Þá hefur gæslan eins tekið skýrslur af þeim sem lifðu slysið af, þar á meðal skipstjórann.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Segja snekkjuna hafa sokkið á örfáum mínútum Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni. 20. ágúst 2024 14:06 Stjórnarformanns Morgan Stanley saknað eftir snekkjuslysið Leit að sex manns sem er enn saknað eftir að lystisnekkja sökk rétt utan við Sikiley í gær hélt áfram í morgun. Á meðal þeirra sem er saknað er stjórnarformaður fjármálarisans Morgan Stanley International og eiginkona hans. 20. ágúst 2024 08:56 Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira
Segja snekkjuna hafa sokkið á örfáum mínútum Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni. 20. ágúst 2024 14:06
Stjórnarformanns Morgan Stanley saknað eftir snekkjuslysið Leit að sex manns sem er enn saknað eftir að lystisnekkja sökk rétt utan við Sikiley í gær hélt áfram í morgun. Á meðal þeirra sem er saknað er stjórnarformaður fjármálarisans Morgan Stanley International og eiginkona hans. 20. ágúst 2024 08:56
Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13