„Walz þjálfari“ hvatti Demókrata til dáða Ólafur Björn Sverrisson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 22. ágúst 2024 08:30 Tim Walz varaforsetaefni Demókrata. getty Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. Walz hélt aðalræðu kvöldsins á landsþingi Demókrata þar sem hann hvatti fólk til að fylkja sér á bak við Harris og nota næstu vikur til þess að fara hús úr húsi og fá fólk til að kjósa hana. Walz, sem er gamall ruðningsþjálfari notaði líkingar úr íþrótt sinni og sagði að nú væri kominn tími til að sækja hart fram, tommu fyrir tommu og sjá til þess að Kamala Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna. „Við munum skilja allt eftir á vellinum,“ sagði Tim Walz á sviðinu í Chicago í nótt og fékk salinn til að hrópa með sér, þegar við berjumst, þá vinnum við. Hann ræddi ár sín í hernum, sem ríkisstjóri og sýn hans á rétt til fóstureyðinga og byssulöggjafar. Óvæntur gestur gærvöldsins var síðan stórstjarnan Oprah Winfrey sem mætti á svðið og hélt kröftuga ræðu þar sem hún skaut á Donald Trump og varaforsetaefni hans, JD Vance. Hún hvatti alla Bandaríkjamenn sem skilgreina sig sem óháða og utan flokka, eins og hún sjálf gerir, til þess að kjósa Kamölu, sem hún segir að beri hag allra fyrir brjósti, í stað Donalds Trump sem hugsi aðeins um sjálfan sig. „Veljum sannleikann, veljum heiðurinn og veljum gleðina,“ sagði Ophra Winfrey. Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti mætti einnig og hélt tölu. Orðinn 78 ára, eins og hann minntist sjálfur á. „Og það eina sem ég vil monta mig á hér er að ég er samt yngri en Donald Trump,“ sagði Clinton. „Árið 2024 eigum við skýra valkosti: „Við fólkið“ gegn „Ég, um mig, frá mér, til mín“. Ég veit alveg hvort mér hugnast betur fyrir mína þjóð“. Demókratar hafa verið á miklu flugi í skoðanakönnunum síðustu vikur frá því að Harris tók við tilnefningu flokksins. Hún mælist nú með meira fylgi en Trump. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja hins vegar sumir að tvíeykið Harris og Walz gæti verið að toppa of snemma. Donald Trump muni á komandi vikum átta sig betur á veikleikum þeirra og nýta sér þá. Baráttan muni harðna umtalsvert um leið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Walz hélt aðalræðu kvöldsins á landsþingi Demókrata þar sem hann hvatti fólk til að fylkja sér á bak við Harris og nota næstu vikur til þess að fara hús úr húsi og fá fólk til að kjósa hana. Walz, sem er gamall ruðningsþjálfari notaði líkingar úr íþrótt sinni og sagði að nú væri kominn tími til að sækja hart fram, tommu fyrir tommu og sjá til þess að Kamala Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna. „Við munum skilja allt eftir á vellinum,“ sagði Tim Walz á sviðinu í Chicago í nótt og fékk salinn til að hrópa með sér, þegar við berjumst, þá vinnum við. Hann ræddi ár sín í hernum, sem ríkisstjóri og sýn hans á rétt til fóstureyðinga og byssulöggjafar. Óvæntur gestur gærvöldsins var síðan stórstjarnan Oprah Winfrey sem mætti á svðið og hélt kröftuga ræðu þar sem hún skaut á Donald Trump og varaforsetaefni hans, JD Vance. Hún hvatti alla Bandaríkjamenn sem skilgreina sig sem óháða og utan flokka, eins og hún sjálf gerir, til þess að kjósa Kamölu, sem hún segir að beri hag allra fyrir brjósti, í stað Donalds Trump sem hugsi aðeins um sjálfan sig. „Veljum sannleikann, veljum heiðurinn og veljum gleðina,“ sagði Ophra Winfrey. Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti mætti einnig og hélt tölu. Orðinn 78 ára, eins og hann minntist sjálfur á. „Og það eina sem ég vil monta mig á hér er að ég er samt yngri en Donald Trump,“ sagði Clinton. „Árið 2024 eigum við skýra valkosti: „Við fólkið“ gegn „Ég, um mig, frá mér, til mín“. Ég veit alveg hvort mér hugnast betur fyrir mína þjóð“. Demókratar hafa verið á miklu flugi í skoðanakönnunum síðustu vikur frá því að Harris tók við tilnefningu flokksins. Hún mælist nú með meira fylgi en Trump. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja hins vegar sumir að tvíeykið Harris og Walz gæti verið að toppa of snemma. Donald Trump muni á komandi vikum átta sig betur á veikleikum þeirra og nýta sér þá. Baráttan muni harðna umtalsvert um leið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira