Grindavík ekki í hættu ef fer sem horfir Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 22. ágúst 2024 23:50 Kolbeinn Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, í flugskýli Landhelgisgæslunnar eftir að hann flaug yfir gosstöðvarnar í kvöld. Vísir/Sigurjón Ekkert hraunrennsli er í átt að Grindavík og bærinn er ekki í hættu ef gosið heldur áfram með þessum hætti, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, sem flaug yfir gosstöðvarnar í kvöld. Hann áætlar að hraun þeki yfir fimm ferkílómetra. Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni á tíunda tímanum í kvöld virðist svipað að stærð og síðustu gos á þessum slóðum. Magnús Tumi segir að gosi nái að gígum sem voru virkir í síðasta gosi en ekkert suður fyrir þá. Ekkert hraunrennsli sé í átt að Grindavík og aðalþunginn í gosinn sé norðan við Skógfell. Hrauntaumurinn sé töluvert norðan við Svartsengi og Bláa lónið. Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni, segir að ólíkt fyrri gosum sé hraunrennslið norðan við vatnaskil og því stefni það ekki að bænum. Meðan sprungan lengist ekki til suðurs ætti það ekki að gerast. „Ef þetta heldur áfram svona þá er Grindavík ekki í hættu vegna þessa. Við vitum náttúrulega ekki hvað gerist alveg á næstunni en það er líklegt að þetta sé komið í hámark og svo fer að draga úr því eins og hin gosin. Það er að renna hraun dálítið norðar og svona í stóru myndinni er það æskilegra en hitt, þarna er ekki eins mikið af innviðum í hættu,“ segir Magnús Tumi. Magnús Tumi áætlar að gossprungan hafi verið orðin um fjórir kílómetrar að lengd þegar hann og fleiri vísindamenn flugu yfir. Hraunmagnið gæti numið 1.500 til 2.000 rúmmetrum og flatarmál hraunsins um fimm ferkílómetrum. Ósennilegt sé að nýjar sprungur nær byggð opnist úr þessu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni á tíunda tímanum í kvöld virðist svipað að stærð og síðustu gos á þessum slóðum. Magnús Tumi segir að gosi nái að gígum sem voru virkir í síðasta gosi en ekkert suður fyrir þá. Ekkert hraunrennsli sé í átt að Grindavík og aðalþunginn í gosinn sé norðan við Skógfell. Hrauntaumurinn sé töluvert norðan við Svartsengi og Bláa lónið. Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni, segir að ólíkt fyrri gosum sé hraunrennslið norðan við vatnaskil og því stefni það ekki að bænum. Meðan sprungan lengist ekki til suðurs ætti það ekki að gerast. „Ef þetta heldur áfram svona þá er Grindavík ekki í hættu vegna þessa. Við vitum náttúrulega ekki hvað gerist alveg á næstunni en það er líklegt að þetta sé komið í hámark og svo fer að draga úr því eins og hin gosin. Það er að renna hraun dálítið norðar og svona í stóru myndinni er það æskilegra en hitt, þarna er ekki eins mikið af innviðum í hættu,“ segir Magnús Tumi. Magnús Tumi áætlar að gossprungan hafi verið orðin um fjórir kílómetrar að lengd þegar hann og fleiri vísindamenn flugu yfir. Hraunmagnið gæti numið 1.500 til 2.000 rúmmetrum og flatarmál hraunsins um fimm ferkílómetrum. Ósennilegt sé að nýjar sprungur nær byggð opnist úr þessu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27