„Jú þetta eru ágætis skilaboð“ Sverrir Mar Smárason skrifar 25. ágúst 2024 20:04 Höskuldur Gunnlaugsson í baráttunni við Johannes Björn Vall Vísir/Anton Brink Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmark liðsins úr vítaspyrnu á lokamínútu uppbótartíma í 1-2 sigri gegn ÍA á Akranesi í dag. Með sigrinum komu Blikar sér upp fyrir Víkinga í 1. sæti Bestu deildarinnar. „Það var ekki mikið. Ég reyndi bara að tæma hausinn enda mjög stressandi augnablik og stórt. Ég var bara að reyna að halda köldum haus og leyfa innsæinu að taka yfir. Svo bara mikið spennufall þegar það var flautað af og sætur sigur. Torsóttur og erfiður,“ sagði fyrirliðinn aðspurður hvað hafi farið í gegnum hausinn á honum fyrir vítið. Breiðablik lenti 1-0 undir eftir rúmar klukkutíma leik og höfðu fyrir það lítið ógnað að marki ÍA. En við það að lenda undir virtust gestirnir eflast og náðu að snúa sigrinum til sín. „Fyrri hálfleikur var járn í járn. Þeir byrja hrikalega sterkt. Tvö lið á góðri siglingu, þeir með blússandi sjálfstraust eins og við. Þeir eru líkamlegir, með mikinn anda og hlaupagetu eins og við. Ég held þetta hafi bara verið áhugaverður leikir á að horfa og erfiður leikur að spila fyrir bæði lið. Eftir að við fáum markið á okkur sem var alveg verðskuldað þar sem augnablikið var þeirra megin þá fannst mér við ranka við okkur og fórum að vera beinskeyttari. Það skilaði sér. Við tökum alveg yfir leikinn og skorum verðskuldað jöfnunarmark. Við höldum svo áfram að reyna og skiptingarnar sem við gerum sýna að við vildum sækja sigur. Það kom að lokum.“ Breiðablik klifrar upp á topp deildarinnar með sigri kvöldsins með þriggja stiga forskot á Víking. Víkingar eiga þó leik til góða. „Jú þetta eru ágætis skilaboð. Við ætlum að reyna að halda áfram þessu góða skriði sem við erum á og vitum að við gefumst aldrei upp. Þetta er góð leið að brennimerkja það inn í vitundina okkar að við erum öflugir alveg þar til flautað er af. "Late late winner" í dag, það gefur okkur mikið í framhaldinu,“ sagði Höskuldur að lokum. Besta deild karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Víti á síðustu sekúndunum og Blikar á toppinn Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag. 25. ágúst 2024 19:40 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
„Það var ekki mikið. Ég reyndi bara að tæma hausinn enda mjög stressandi augnablik og stórt. Ég var bara að reyna að halda köldum haus og leyfa innsæinu að taka yfir. Svo bara mikið spennufall þegar það var flautað af og sætur sigur. Torsóttur og erfiður,“ sagði fyrirliðinn aðspurður hvað hafi farið í gegnum hausinn á honum fyrir vítið. Breiðablik lenti 1-0 undir eftir rúmar klukkutíma leik og höfðu fyrir það lítið ógnað að marki ÍA. En við það að lenda undir virtust gestirnir eflast og náðu að snúa sigrinum til sín. „Fyrri hálfleikur var járn í járn. Þeir byrja hrikalega sterkt. Tvö lið á góðri siglingu, þeir með blússandi sjálfstraust eins og við. Þeir eru líkamlegir, með mikinn anda og hlaupagetu eins og við. Ég held þetta hafi bara verið áhugaverður leikir á að horfa og erfiður leikur að spila fyrir bæði lið. Eftir að við fáum markið á okkur sem var alveg verðskuldað þar sem augnablikið var þeirra megin þá fannst mér við ranka við okkur og fórum að vera beinskeyttari. Það skilaði sér. Við tökum alveg yfir leikinn og skorum verðskuldað jöfnunarmark. Við höldum svo áfram að reyna og skiptingarnar sem við gerum sýna að við vildum sækja sigur. Það kom að lokum.“ Breiðablik klifrar upp á topp deildarinnar með sigri kvöldsins með þriggja stiga forskot á Víking. Víkingar eiga þó leik til góða. „Jú þetta eru ágætis skilaboð. Við ætlum að reyna að halda áfram þessu góða skriði sem við erum á og vitum að við gefumst aldrei upp. Þetta er góð leið að brennimerkja það inn í vitundina okkar að við erum öflugir alveg þar til flautað er af. "Late late winner" í dag, það gefur okkur mikið í framhaldinu,“ sagði Höskuldur að lokum.
Besta deild karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Víti á síðustu sekúndunum og Blikar á toppinn Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag. 25. ágúst 2024 19:40 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Víti á síðustu sekúndunum og Blikar á toppinn Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag. 25. ágúst 2024 19:40