Danir hvattir til að eiga neyðarvistir, mat og lyf til þriggja daga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 12:58 Þrátt fyrir að Danir séu nú hvattir til að vera búnir undir neyðarástand segja stjórnvöld að ekki stafi bein hernaðarógn að landinu og ekki sé tilefni til að hamstra vistir. AP/James Brooks Danir eru hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Um fjórar og hálf milljón Dana sem hafa náð átján ára aldri fá bréf frá stjórnvöldum þess efnis á næstu vikum. Neyðar- og almannavarnastofnun danska ríkisins, sem heyrir undir varnarmálaráðuneytið, og Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra Danmerkur settu á laggirnar svokallað krísuráð fyrr í sumar. Ráðinu var meðal annars falið að útbúa ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir mögulegt neyðarástand, hvort sem það er af völdum veður- eða náttúruhamfara, stríðs, netárása, fjölþáttaógna eða annars sem kunni að skapa neyðarástand í landinu. Fram kemur í frétt TV 2 um málið að þrátt fyrir þetta sé það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi sem beinlínis stafi að Danmörku. Borgarar eru engu að síður hvattir til að vera viðbúnir hvers konar krísuástandi. Troels Lund Poulsen er formaður Venstre og varnarmálaráðherra Danmerkur.Facebook/Troels Lund Poulsen „Það geta skollið á krísur af mismunandi toga. Það getur verið loftslagstengt, eða það gæti verið það sem við köllum fjölþáttaógnir,“ er haft eftir Lailu Reenberg, yfirmanns stofnunarinnar. „Þess vegna er gott að sem flestir séu undir það búnir hvað þarf að gera í slíkum aðstæðum. Þá geta stjórnvöld hjálpað þeim sem eiga erfiðara með að hjálpa sér sjálfir og sínu heimilisfólki.“ Líkt og áður segir eiga allir Danir sem náð hafa átján ára aldri von á bréfi í rafrænum pósti frá stjórnvöldum á næstunni þar sem mælt er með því að borgarar hugi að því að hafa eftirfarandi til ráða sem dugar í minnst þrjá daga ef skellur á með neyðarástandi: Þrátt fyrir að skilaboð um að vera búin undir að komast af í þrjá daga séu send út nú liggur ekkert á að fylla á lagerinn eða hamstra vistir að sögn Reenberg. „Þetta er ekki þannig að maður í örvæntingu eigi að fara út og kaupa alla mögulega hluti. Það mikilvæga er að huga að aðstæðum sínum. Eru börn á heimilinu eða fólk með sérstakar þarfir sem þarf að taka tillit til?,“ er haft eftir Reenberg í frétt TV 2. Af tæknilegum ástæðum verður bréfið ekki sent út til allra í einu, og þeir tæplega þrjú hundruð þúsund Danir sem ekki hafa aðgang að netpóstinum, E-Boks, geta nálgast upplýsingarnar á netinu auk þess sem bæklingum verður dreift á bókasöfn og stofnanir um landið. Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Neyðar- og almannavarnastofnun danska ríkisins, sem heyrir undir varnarmálaráðuneytið, og Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra Danmerkur settu á laggirnar svokallað krísuráð fyrr í sumar. Ráðinu var meðal annars falið að útbúa ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir mögulegt neyðarástand, hvort sem það er af völdum veður- eða náttúruhamfara, stríðs, netárása, fjölþáttaógna eða annars sem kunni að skapa neyðarástand í landinu. Fram kemur í frétt TV 2 um málið að þrátt fyrir þetta sé það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi sem beinlínis stafi að Danmörku. Borgarar eru engu að síður hvattir til að vera viðbúnir hvers konar krísuástandi. Troels Lund Poulsen er formaður Venstre og varnarmálaráðherra Danmerkur.Facebook/Troels Lund Poulsen „Það geta skollið á krísur af mismunandi toga. Það getur verið loftslagstengt, eða það gæti verið það sem við köllum fjölþáttaógnir,“ er haft eftir Lailu Reenberg, yfirmanns stofnunarinnar. „Þess vegna er gott að sem flestir séu undir það búnir hvað þarf að gera í slíkum aðstæðum. Þá geta stjórnvöld hjálpað þeim sem eiga erfiðara með að hjálpa sér sjálfir og sínu heimilisfólki.“ Líkt og áður segir eiga allir Danir sem náð hafa átján ára aldri von á bréfi í rafrænum pósti frá stjórnvöldum á næstunni þar sem mælt er með því að borgarar hugi að því að hafa eftirfarandi til ráða sem dugar í minnst þrjá daga ef skellur á með neyðarástandi: Þrátt fyrir að skilaboð um að vera búin undir að komast af í þrjá daga séu send út nú liggur ekkert á að fylla á lagerinn eða hamstra vistir að sögn Reenberg. „Þetta er ekki þannig að maður í örvæntingu eigi að fara út og kaupa alla mögulega hluti. Það mikilvæga er að huga að aðstæðum sínum. Eru börn á heimilinu eða fólk með sérstakar þarfir sem þarf að taka tillit til?,“ er haft eftir Reenberg í frétt TV 2. Af tæknilegum ástæðum verður bréfið ekki sent út til allra í einu, og þeir tæplega þrjú hundruð þúsund Danir sem ekki hafa aðgang að netpóstinum, E-Boks, geta nálgast upplýsingarnar á netinu auk þess sem bæklingum verður dreift á bókasöfn og stofnanir um landið.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira