Braut gegn hundruðum stúlkna í 20 ríkjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2024 08:10 Rasheed var handtekinn eftir ábendingar frá Interpol og yfirvöldum í Bandaríkjunum. Getty Muhammad Zain Ul Abideen Rasheed hefur verið dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að hafa kúgað hundruð stúlkna út um allan heim til þess að sýna sig í kynferðislegum athöfnum á netinu. Ákæruliðirnir gegn Rasheed voru 119 og tengdust 286 þolendum frá 20 ríkjum, þeirra á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Japan. Tveir þriðjuhlutar fórnarlambanna voru yngri en 16 ára. Rasheed myndaði tengsl við fórnarlömb sín með því að þykjast vera ónefnd 15 ára bandarísk YouTube-stjarna. Samtölin urðu kynferðislegri eftir því sem á leið og að lokum hótaði hann því að birta þau og senda á vini og fjölskyldumeðlimi ef stúlkurnar gerðu ekki eins og hann sagði. Hinar kynferðislegum athafnir urðu smám saman meira og meira niðurlægjandi, að því er kemur fram í umfjöllun fjölmiðla, og beindust í sumum tilvikum að öðrum börnum á heimili þolandans eða jafnvel gæludýrum. Dómarinn í málinu komst að sömu niðurstöðu og saksóknarinn; að um væri að ræða fordæmalaust mál og eitt það ógeðfelldasta sem komið hefði upp í Ástralíu. Margar stúlknanna höfðu trúað Rasheed, í dulargervi YouTube-stjörnu, fyrir því að þær ættu við erfiðleika að stríða og væru jafnvel í sjálfsvígshugleiðingum. Dómarinn sagði Rasheed hafa virt þetta að engu og haldið áfram að kúga þær þrátt fyrir augljósa vanlíðan þeirra og ótta. Rasheed er sagður hafa tilheyrt svokölluðu „incel“-samfélagi á netinu og bauð öðrum, allt að 98 í einu, að horfa á ofbeldið með sér. Hann situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar fimm ára dóm fyrir að brjóta gegn 14 ára stúlku í bifreið sinni í almenningsgarði í Perth. Umfjöllun BBC. Ástralía Kynferðisofbeldi Netglæpir Erlend sakamál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Sjá meira
Ákæruliðirnir gegn Rasheed voru 119 og tengdust 286 þolendum frá 20 ríkjum, þeirra á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Japan. Tveir þriðjuhlutar fórnarlambanna voru yngri en 16 ára. Rasheed myndaði tengsl við fórnarlömb sín með því að þykjast vera ónefnd 15 ára bandarísk YouTube-stjarna. Samtölin urðu kynferðislegri eftir því sem á leið og að lokum hótaði hann því að birta þau og senda á vini og fjölskyldumeðlimi ef stúlkurnar gerðu ekki eins og hann sagði. Hinar kynferðislegum athafnir urðu smám saman meira og meira niðurlægjandi, að því er kemur fram í umfjöllun fjölmiðla, og beindust í sumum tilvikum að öðrum börnum á heimili þolandans eða jafnvel gæludýrum. Dómarinn í málinu komst að sömu niðurstöðu og saksóknarinn; að um væri að ræða fordæmalaust mál og eitt það ógeðfelldasta sem komið hefði upp í Ástralíu. Margar stúlknanna höfðu trúað Rasheed, í dulargervi YouTube-stjörnu, fyrir því að þær ættu við erfiðleika að stríða og væru jafnvel í sjálfsvígshugleiðingum. Dómarinn sagði Rasheed hafa virt þetta að engu og haldið áfram að kúga þær þrátt fyrir augljósa vanlíðan þeirra og ótta. Rasheed er sagður hafa tilheyrt svokölluðu „incel“-samfélagi á netinu og bauð öðrum, allt að 98 í einu, að horfa á ofbeldið með sér. Hann situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar fimm ára dóm fyrir að brjóta gegn 14 ára stúlku í bifreið sinni í almenningsgarði í Perth. Umfjöllun BBC.
Ástralía Kynferðisofbeldi Netglæpir Erlend sakamál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Sjá meira