Made in Germany Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 30. ágúst 2024 10:33 Einhver vissi af mér og kom þeirri hugmynd inn hjá stjórnendum Menntaskólans á Akureyri að ég gæti hugsanlega leyst af í þýskunni þetta árið meðan ein kennaranna færi í fæðingarorlof. Ég var á þessum tíma 27 ára gamall við þýskunám við Kölnarháskóla og var farinn að finna að nú færi að koma nóg af svo góðu; konan mín ólétt af okkar fyrsta barni og tími til kominn að fara að afla sér einhverra tekna. Ég taldi mig bara orðinn býsna góðan í þýskunni og sló því til án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað biði mín. Þetta fyrsta ár mitt við kennslu er einhver sá rosalegasti rússíbani sem ég hef upplifað. Þrátt fyrir að hafa setið megnið af ágústmánuði yfir kennsluefninu fór því fjarri að ég væri undirbúinn fyrir verkefnið. Byrjun skólaársins skall á eins og flóðbylgja og allan veturinn var keyrslan óskapleg. Já og svo hafði víst fyrsta barnið komið í heiminn nokkrum dögum fyrir skólasetninguna, býsna brothætt þótt það væri made in Germany. Það kom mér gríðarlega á óvart hversu mikinn undirbúning maður þurfti fyrir hvern tíma og hvernig alltaf þurfti að vera til plan B, C, D und so weiter. Og hvað þá verkefnahaugurinn, maður lifandi! Hvernig fóru kennararnir mínir gegnum tíðina eiginlega að þessu? Var þetta eitthvað meðfætt gen sem ég bjó ekki yfir? Þetta fyrsta ár hefði ég aldrei komist í gegnum nema fyrir það hvað samkennarar mínir héldu vel utan um mig og leiðbeindu í hvívetna. Það sama má raunar segja um allt starfsfólk skólans. Þegar leið á veturinn fékk ég svo óvænt að vita að aðstæður hefðu skipast þannig að ég ætti góðan möguleika á því að halda áfram við skólann. Til þess að svo yrði þyrfti ég þó að skrá mig í kennsluréttindanám. Ég held ég geti sagt það nú að fernt hafi ráðið algerum úrslitum um það að ég ákvað að afla mér kennararéttinda og helga mig þessu starfi: Í fyrsta lagi verður að nefna mína mögnuðu, fórnfúsusamkennara sem leiddu mig stöðugt og hvöttu áfram. Í öðru lagi upplifði ég mikið traust til kennara innan skólans og almenna virðingu í samfélaginu fyrir störfum þeirra. Í þriðja lagi hafði ég mikla gleði af starfinu með nemendum og að fylgjast með þeim þroskast og mannast. Að lokum skipti sú heppilega staða mjög miklu að við Háskólann á Akureyri var risin öflug kennaradeild. Sú nálægð gerði það mögulegt yfirhöfuð að halda starfinu við skólann, taka kennslufræðina í hæfilegum en snörpum lotum og þannig koma fótunum undir litla fjölskyldu og finna til sín dálítið. Þegar maður horfir svona til baka er sorglegt að hugsa til þess hvernig þeim fækkar sífellt sem sjá sig fyrir sér sem kennara eftir að hafa reynt sig við kennarastörf. Kennarasambandið hefur undanfarið bent á ýmsar hryggilegar staðreyndir og í samhengi við það sem hér fer á undan langar mig sérstaklega að nefna hópinn 39 ára og yngri við kennslu í framhaldsskólum. Á aðeins tíu árum, frá skólaárinu 2011-2012 til skólaársins 2020-2021, fækkaði kennaramenntuðum í þessum aldurshópi um 134 en innan hans störfuðu rúmlega 470 alls við kennslu við upphaf þessa tímabils. Nýtt og efnilegt fólk kom reyndar inn á móti en þau voru aðeins 37. Þetta þýðir að skólaárið 2020-2021 voru alls 42% án kennsluréttinda við kennslu. Miðað við þróun undanfarinna ára verður því miður að teljast ólíklegt að okkur haldist á öllu þessu góða fólki og það hreiðri um sig í þessu mikilvæga og gefandi starfi. Að óbreyttu horfum við fram á áframhaldandi fækkun kennaramenntaðra, aukna starfsmannaveltu og aukinn óstöðugleika. Mórallinn með þessari sögu er kannski sá að kennarar verða ekki til á trjánum. Við verðum að fjölga kennurum með öllum tiltækum ráðum. Það er ekkert kennaragen – jafnvel þótt maður sé made in Germany. Fjárfestum í kennurum. Þannig fjárfestum við líka í framtíð barnanna okkar. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Einhver vissi af mér og kom þeirri hugmynd inn hjá stjórnendum Menntaskólans á Akureyri að ég gæti hugsanlega leyst af í þýskunni þetta árið meðan ein kennaranna færi í fæðingarorlof. Ég var á þessum tíma 27 ára gamall við þýskunám við Kölnarháskóla og var farinn að finna að nú færi að koma nóg af svo góðu; konan mín ólétt af okkar fyrsta barni og tími til kominn að fara að afla sér einhverra tekna. Ég taldi mig bara orðinn býsna góðan í þýskunni og sló því til án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað biði mín. Þetta fyrsta ár mitt við kennslu er einhver sá rosalegasti rússíbani sem ég hef upplifað. Þrátt fyrir að hafa setið megnið af ágústmánuði yfir kennsluefninu fór því fjarri að ég væri undirbúinn fyrir verkefnið. Byrjun skólaársins skall á eins og flóðbylgja og allan veturinn var keyrslan óskapleg. Já og svo hafði víst fyrsta barnið komið í heiminn nokkrum dögum fyrir skólasetninguna, býsna brothætt þótt það væri made in Germany. Það kom mér gríðarlega á óvart hversu mikinn undirbúning maður þurfti fyrir hvern tíma og hvernig alltaf þurfti að vera til plan B, C, D und so weiter. Og hvað þá verkefnahaugurinn, maður lifandi! Hvernig fóru kennararnir mínir gegnum tíðina eiginlega að þessu? Var þetta eitthvað meðfætt gen sem ég bjó ekki yfir? Þetta fyrsta ár hefði ég aldrei komist í gegnum nema fyrir það hvað samkennarar mínir héldu vel utan um mig og leiðbeindu í hvívetna. Það sama má raunar segja um allt starfsfólk skólans. Þegar leið á veturinn fékk ég svo óvænt að vita að aðstæður hefðu skipast þannig að ég ætti góðan möguleika á því að halda áfram við skólann. Til þess að svo yrði þyrfti ég þó að skrá mig í kennsluréttindanám. Ég held ég geti sagt það nú að fernt hafi ráðið algerum úrslitum um það að ég ákvað að afla mér kennararéttinda og helga mig þessu starfi: Í fyrsta lagi verður að nefna mína mögnuðu, fórnfúsusamkennara sem leiddu mig stöðugt og hvöttu áfram. Í öðru lagi upplifði ég mikið traust til kennara innan skólans og almenna virðingu í samfélaginu fyrir störfum þeirra. Í þriðja lagi hafði ég mikla gleði af starfinu með nemendum og að fylgjast með þeim þroskast og mannast. Að lokum skipti sú heppilega staða mjög miklu að við Háskólann á Akureyri var risin öflug kennaradeild. Sú nálægð gerði það mögulegt yfirhöfuð að halda starfinu við skólann, taka kennslufræðina í hæfilegum en snörpum lotum og þannig koma fótunum undir litla fjölskyldu og finna til sín dálítið. Þegar maður horfir svona til baka er sorglegt að hugsa til þess hvernig þeim fækkar sífellt sem sjá sig fyrir sér sem kennara eftir að hafa reynt sig við kennarastörf. Kennarasambandið hefur undanfarið bent á ýmsar hryggilegar staðreyndir og í samhengi við það sem hér fer á undan langar mig sérstaklega að nefna hópinn 39 ára og yngri við kennslu í framhaldsskólum. Á aðeins tíu árum, frá skólaárinu 2011-2012 til skólaársins 2020-2021, fækkaði kennaramenntuðum í þessum aldurshópi um 134 en innan hans störfuðu rúmlega 470 alls við kennslu við upphaf þessa tímabils. Nýtt og efnilegt fólk kom reyndar inn á móti en þau voru aðeins 37. Þetta þýðir að skólaárið 2020-2021 voru alls 42% án kennsluréttinda við kennslu. Miðað við þróun undanfarinna ára verður því miður að teljast ólíklegt að okkur haldist á öllu þessu góða fólki og það hreiðri um sig í þessu mikilvæga og gefandi starfi. Að óbreyttu horfum við fram á áframhaldandi fækkun kennaramenntaðra, aukna starfsmannaveltu og aukinn óstöðugleika. Mórallinn með þessari sögu er kannski sá að kennarar verða ekki til á trjánum. Við verðum að fjölga kennurum með öllum tiltækum ráðum. Það er ekkert kennaragen – jafnvel þótt maður sé made in Germany. Fjárfestum í kennurum. Þannig fjárfestum við líka í framtíð barnanna okkar. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun