Aðstoð eftir afplánun hjálpar fyrrverandi föngum að fóta sig á ný Jakob Smári Magnússon skrifar 30. ágúst 2024 11:03 Árið 2018 fór Rauði krossinn af stað með verkefni sem kallast Aðstoð eftir afplánun. Verkefnið er að norskri og danskri fyrirmynd en í þessum tveimur löndum hafa svona verkefni skilað frábærum árangri við að fækka endurkomum í fangelsin, sem er megintilgangur verkefnisins. Upphaflega var þetta hugsað sem tilraunaverkefni til þriggja ára en fljótlega kom í ljós að þörfin er mikil og því er verkefnið enn í gangi. Áfall að fara í fangelsi og að koma út Það er áfall að fara í fangelsi og það er líka áfall að koma þaðan út. Það eru fá úrræði sem bíða þeirra sem eru að koma úr afplánun og það getur reynst erfitt að fóta sig í lífinu á ný. Það er erfitt að fá atvinnu og húsnæði og margir þeirra sem koma úr afplánun glíma við félagslega einangrun. Þar af leiðandi fer fólk gjarnan aftur þangað sem það finnur sig velkomið og þekkir best til, þ.e.a.s aftur í afbrot og svo aftur í fangelsi. Þarna stígur Rauði krossinn inn með hjálp sjálfboðaliða, því eins og öll verkefni Rauða krossins byggir Aðstoð eftir afplánun á sjálfboðnu starfi. Sjálfboðaliðar sækja um í gegnum vefsíðu Rauða krossins og koma í viðtal í framhaldinu. Að því búnu fara þau á undirbúningsnámskeið sem eru sérútbúin fyrir þetta verkefni, auk þess að sækja almennt skyndihjálparnámskeið og námskeið í sálrænni skyndihjálp sér að kostnaðarlausu. Einnig er boðið uppá handleiðslu með sálfræðingi. Sjálfboðaliðar skuldbinda sig svo til að hitta þátttakanda einu sinni í viku, klukkustund í senn, í eitt ár og byrja að hitta þátttakanda um það bil 3 mánuðum áður en viðkomandi losnar úr fangelsi. Félagslegur og praktískur stuðningur Þátttaka í verkefninu stendur öllum sem eru að koma úr afplánun til boða og líkt og hjá sjálfboðaliðunum hefst þátttakan með viðtali þar sem þörfin á aðstoð er metin. Upplýsingarnar sem fást með þessum viðtölum hjálpa til við að para hvern þátttakanda saman við réttan sjálfboðaliða. Eitt af mörgu sem er fallegt við þetta verkefni er að þarna eru einstaklingar sem koma úr afplánun að hitta manneskju sem er ekki hluti af „kerfinu“ og ekki ættingi, heldur bara manneskja með hjartað á réttum stað sem hefur sóst eftir að taka þátt í verkefninu og hjálpa fyrrum föngum. Sjálfboðaliðinn aðstoðar þátttakandann svo með ýmis praktísk mál eins og t.d. að finna atvinnu eða húsnæði, en oft er þetta fyrst og fremst félagslegur stuðningur. Verkefnið hefur gengið vel og það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með hversu vel gengur að halda þessu sambandi, sem stundum hefur orðið að vináttu tveggja einstaklinga sem lifir áfram eftir að verkefninu lýkur formlega. Langar þig að taka þátt og gerast sjálfboðaliði í verkefninu? Þá getur þú sótt um á heimasíðu Rauða krossins: Aðstoð eftir afplánun - Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is) Höfundur er verkefnastjóri í Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Félagsmál Fangelsismál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 fór Rauði krossinn af stað með verkefni sem kallast Aðstoð eftir afplánun. Verkefnið er að norskri og danskri fyrirmynd en í þessum tveimur löndum hafa svona verkefni skilað frábærum árangri við að fækka endurkomum í fangelsin, sem er megintilgangur verkefnisins. Upphaflega var þetta hugsað sem tilraunaverkefni til þriggja ára en fljótlega kom í ljós að þörfin er mikil og því er verkefnið enn í gangi. Áfall að fara í fangelsi og að koma út Það er áfall að fara í fangelsi og það er líka áfall að koma þaðan út. Það eru fá úrræði sem bíða þeirra sem eru að koma úr afplánun og það getur reynst erfitt að fóta sig í lífinu á ný. Það er erfitt að fá atvinnu og húsnæði og margir þeirra sem koma úr afplánun glíma við félagslega einangrun. Þar af leiðandi fer fólk gjarnan aftur þangað sem það finnur sig velkomið og þekkir best til, þ.e.a.s aftur í afbrot og svo aftur í fangelsi. Þarna stígur Rauði krossinn inn með hjálp sjálfboðaliða, því eins og öll verkefni Rauða krossins byggir Aðstoð eftir afplánun á sjálfboðnu starfi. Sjálfboðaliðar sækja um í gegnum vefsíðu Rauða krossins og koma í viðtal í framhaldinu. Að því búnu fara þau á undirbúningsnámskeið sem eru sérútbúin fyrir þetta verkefni, auk þess að sækja almennt skyndihjálparnámskeið og námskeið í sálrænni skyndihjálp sér að kostnaðarlausu. Einnig er boðið uppá handleiðslu með sálfræðingi. Sjálfboðaliðar skuldbinda sig svo til að hitta þátttakanda einu sinni í viku, klukkustund í senn, í eitt ár og byrja að hitta þátttakanda um það bil 3 mánuðum áður en viðkomandi losnar úr fangelsi. Félagslegur og praktískur stuðningur Þátttaka í verkefninu stendur öllum sem eru að koma úr afplánun til boða og líkt og hjá sjálfboðaliðunum hefst þátttakan með viðtali þar sem þörfin á aðstoð er metin. Upplýsingarnar sem fást með þessum viðtölum hjálpa til við að para hvern þátttakanda saman við réttan sjálfboðaliða. Eitt af mörgu sem er fallegt við þetta verkefni er að þarna eru einstaklingar sem koma úr afplánun að hitta manneskju sem er ekki hluti af „kerfinu“ og ekki ættingi, heldur bara manneskja með hjartað á réttum stað sem hefur sóst eftir að taka þátt í verkefninu og hjálpa fyrrum föngum. Sjálfboðaliðinn aðstoðar þátttakandann svo með ýmis praktísk mál eins og t.d. að finna atvinnu eða húsnæði, en oft er þetta fyrst og fremst félagslegur stuðningur. Verkefnið hefur gengið vel og það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með hversu vel gengur að halda þessu sambandi, sem stundum hefur orðið að vináttu tveggja einstaklinga sem lifir áfram eftir að verkefninu lýkur formlega. Langar þig að taka þátt og gerast sjálfboðaliði í verkefninu? Þá getur þú sótt um á heimasíðu Rauða krossins: Aðstoð eftir afplánun - Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is) Höfundur er verkefnastjóri í Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun