Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2024 20:03 Grímur Grímsson er yfir miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. Í gær var greint frá því að sautján ára stúlkan sem varð fyrir stunguárás á menningarnótt væri látin. Yfirlögregluþjónn segir það breyta rannsókn málsins lítillega. „Það eru ákveðin tímamót í rannsókninni, en það verður ekki mikil breyting á farveginum sem rannsóknin er í,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. - Breytir það rannsókninni að einhverju leyti. „Nú er það þannig að það er lagt fyrir okkur að rannsaka til dæmis ásetning þess sem er grunaður. Þannig að í þessu tilfelli þurfum við að einbeita okkur að því að kanna hver ásetningur hafi verið.“ Ásetningur liggi þó ekki fyrir að svo stöddu. Rannsóknin sé í viðeigandi farvegi. Hnífamál aldrei minniháttar Í morgun greindi lögregla frá því að hnífi hefði verið beitt í líkamsárás á bæjarhátíðinni í Túninu heima í Mosfellsbæ á föstudag. Brotaþoli hafi sloppið við áverka en gerandi væri ófundinn og lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi. Í gær var svo framin stunguárás í gistiskýlinu á Granda, og tveir stungnir. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar þeirra var sendur á slysadeild til aðhlynningar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni en þau virðast nú hafa verið að því leytinu til minni háttar, þar sem ekki voru mikil meiðsl. En í þessum málum, eins og við höfum verið að vara við undanfarin misseri, þá höfum við haft áhyggjur af hnífaburði. Þessi mál, þó að meiðsl séu ekki alvarleg, þá er alltaf alvarlegt þegar hnífi er beitt,“ segir Grímur. Yfirvöld hafa kynnt áform um þjóðarátak gegn ofbeldi og vopnaburði meðal ungmenna. „Við munum taka þátt í því og leggja okkar af mörkum til þess að draga úr því eins og við mögulega getum til þess að draga úr þessu.“ Mikil viðbrögð í samfélaginu Ljóst er að árásin á menningarnótt hefur haft djúpstæð áhrif á þjóðina og stúlkan sem lést ofarlega í hugum margra. Gestir Rauða ljónsins á Seltjarnarnesi risu úr sætum dag og vottuðu henni og fjölskyldu hennar virðingu sína - á sautjándu mínútu knattspyrnuleiksins sem verið var að sýna. Sami háttur var hafður á í leik KR og ÍA í Bestu deild karla í fótbolta nú síðdegis, þar sem leikurinn var stöðvaður á sautjándu mínútu. Þá hefur víða á samfélagsmiðlum mátt sjá ákall um að ungt fólk hætti að ganga með hnífa, sama af hvaða ástæðu það telji sig þurfa að bera þá, og margar þekktar samfélagsmiðlastjörnur kvatt sér hljóðs. Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að sautján ára stúlkan sem varð fyrir stunguárás á menningarnótt væri látin. Yfirlögregluþjónn segir það breyta rannsókn málsins lítillega. „Það eru ákveðin tímamót í rannsókninni, en það verður ekki mikil breyting á farveginum sem rannsóknin er í,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. - Breytir það rannsókninni að einhverju leyti. „Nú er það þannig að það er lagt fyrir okkur að rannsaka til dæmis ásetning þess sem er grunaður. Þannig að í þessu tilfelli þurfum við að einbeita okkur að því að kanna hver ásetningur hafi verið.“ Ásetningur liggi þó ekki fyrir að svo stöddu. Rannsóknin sé í viðeigandi farvegi. Hnífamál aldrei minniháttar Í morgun greindi lögregla frá því að hnífi hefði verið beitt í líkamsárás á bæjarhátíðinni í Túninu heima í Mosfellsbæ á föstudag. Brotaþoli hafi sloppið við áverka en gerandi væri ófundinn og lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi. Í gær var svo framin stunguárás í gistiskýlinu á Granda, og tveir stungnir. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar þeirra var sendur á slysadeild til aðhlynningar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni en þau virðast nú hafa verið að því leytinu til minni háttar, þar sem ekki voru mikil meiðsl. En í þessum málum, eins og við höfum verið að vara við undanfarin misseri, þá höfum við haft áhyggjur af hnífaburði. Þessi mál, þó að meiðsl séu ekki alvarleg, þá er alltaf alvarlegt þegar hnífi er beitt,“ segir Grímur. Yfirvöld hafa kynnt áform um þjóðarátak gegn ofbeldi og vopnaburði meðal ungmenna. „Við munum taka þátt í því og leggja okkar af mörkum til þess að draga úr því eins og við mögulega getum til þess að draga úr þessu.“ Mikil viðbrögð í samfélaginu Ljóst er að árásin á menningarnótt hefur haft djúpstæð áhrif á þjóðina og stúlkan sem lést ofarlega í hugum margra. Gestir Rauða ljónsins á Seltjarnarnesi risu úr sætum dag og vottuðu henni og fjölskyldu hennar virðingu sína - á sautjándu mínútu knattspyrnuleiksins sem verið var að sýna. Sami háttur var hafður á í leik KR og ÍA í Bestu deild karla í fótbolta nú síðdegis, þar sem leikurinn var stöðvaður á sautjándu mínútu. Þá hefur víða á samfélagsmiðlum mátt sjá ákall um að ungt fólk hætti að ganga með hnífa, sama af hvaða ástæðu það telji sig þurfa að bera þá, og margar þekktar samfélagsmiðlastjörnur kvatt sér hljóðs.
Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira