Elsti karlmaður landsins fallinn frá Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. september 2024 16:33 Karl Sigurðsson. Vísir/Magnús Hlynur Karl Sigurðsson, elsti íslenski karlmaðurinn, er fallinn frá 106 ára að aldri. Karl fæddist á Ísafirði þann 14. maí 1918 og var skírður 1. desember 1918 á sama degi og Ísland varð fullvalda. Karl lætur eftir sig stóran hóp afkomenda. Karl fæddist í húsi sem kallað var Rómaborg, en var á fyrsta ári þegar fjölskyldan flutti út í Hnífsdal þar sem hann bjó stærstan hluta ævinnar. Hann byrjaði í sjómennsku fimmtán ára og hlaut fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1940. Stefndi á 106 ára aldur Magnús Hlynur, fréttamaður okkar, heimsótti Karl fyrir tveimur árum á hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði þegar að Karl var 104 ára en þá setti hann sér það markmið að ná 106 ára aldri. Hann þakkaði vatninu á Vestfjörðum fyrir langlífi sitt og hve hress hann væri. „Ég kem nú frá fátæku heimili. Það var alltaf nóg að borða en það var fiskur í hverri máltíð nema á sunnudögum þá var kjöt. Ég var skipstjóri í 30 ár, alltaf með sama nafnið en þrír bátar. Það þekktu mig allir sem Kalli á Mímir. Ég hef aldrei eignast vasasíma. Ég átti bara bílasíma á tímabili og svo náttúrulega í heimahúsi,“ sagði Karl í samtali við fréttastofu fyrir tveimur árum. 94 afkomendur „Tvisvar lenti Karl í sjávarháska og þakkaði sundkunnáttu að ekki fór verr. Þegar Karl kom í land vann hann sem vélstjóri í frystihúsi, allt til 78 ára aldurs. Karl og Kristjana Hjartardóttir, sem varð 95 ára, voru í hjónabandi í 71 ár. Þau voru fermingarsystkini, fermd fyrir 92 árum. Börnin voru sex og eru tvö þeirra á lífi, Sigríður Ingibjörg og Halldóra. Afkomendurnir eru orðnir 94,“ segir í Facebook-færslu Langlífis um Karl. Halldóra Karlsdóttir, dóttir Karls, segir í samtali við Vísi að afkomendurnir séu alls 94 með „bónusbörnum“ og vísar þá til þess að afkomendurnir eru það margir ef taldir eru allir sem hafa komið inn í fjölskylduna sem stjúpbörn. Karl Sigurðsson ásamt fjölskyldu.facebook Sigurður Jónasson faðir Karls var úr Dalasýslu og varð 99 ára, en móðir hans, Sigríður Ingibjörg Salómonsdóttir, fæddist í Önundarfirði en var ættuð úr Álftafirði við Djúp. Hún varð 89 ára. Systkini Karls voru þrettán, Sigurður bróðir hans varð 102 ára og sá yngsti er orðinn 94 ára og er einn eftirlifandi af systkinum Karls. Sagt að Karl hafi skorað öll mörkin „Í afmælisgrein á aldarafmælinu kom fram að Karl hefði alla tíð verið vel á sig kominn, verið kattliðugur, stundað glímu og verið liðtækur í knattspyrnu. Á öðrum Sjómannadeginum á Ísafirði, 1939, léku sjómenn við knattspyrnufélagið Vestra á Íþróttavellinum. Sjómenn unnu með þremur mörkum gegn einu. Sagt er að Karl hafi skorað öll þrjú mörkin!“ Frá 104 ára aldri dvaldi Karl á hjúkrunarheimilinu Eyri en aðstandendur hans þakka starfsfólki þar fyrir ómetanlega hlýju og góða umönnun. Karl er næst langlífastur íslenskra karla en Georg Breiðfjörð Ólafsson var sá elsti sem féll frá þegar rúmur mánuður var í 108 ára afmæli hans. Eldri borgarar Ísafjarðarbær Langlífi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Karl fæddist í húsi sem kallað var Rómaborg, en var á fyrsta ári þegar fjölskyldan flutti út í Hnífsdal þar sem hann bjó stærstan hluta ævinnar. Hann byrjaði í sjómennsku fimmtán ára og hlaut fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1940. Stefndi á 106 ára aldur Magnús Hlynur, fréttamaður okkar, heimsótti Karl fyrir tveimur árum á hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði þegar að Karl var 104 ára en þá setti hann sér það markmið að ná 106 ára aldri. Hann þakkaði vatninu á Vestfjörðum fyrir langlífi sitt og hve hress hann væri. „Ég kem nú frá fátæku heimili. Það var alltaf nóg að borða en það var fiskur í hverri máltíð nema á sunnudögum þá var kjöt. Ég var skipstjóri í 30 ár, alltaf með sama nafnið en þrír bátar. Það þekktu mig allir sem Kalli á Mímir. Ég hef aldrei eignast vasasíma. Ég átti bara bílasíma á tímabili og svo náttúrulega í heimahúsi,“ sagði Karl í samtali við fréttastofu fyrir tveimur árum. 94 afkomendur „Tvisvar lenti Karl í sjávarháska og þakkaði sundkunnáttu að ekki fór verr. Þegar Karl kom í land vann hann sem vélstjóri í frystihúsi, allt til 78 ára aldurs. Karl og Kristjana Hjartardóttir, sem varð 95 ára, voru í hjónabandi í 71 ár. Þau voru fermingarsystkini, fermd fyrir 92 árum. Börnin voru sex og eru tvö þeirra á lífi, Sigríður Ingibjörg og Halldóra. Afkomendurnir eru orðnir 94,“ segir í Facebook-færslu Langlífis um Karl. Halldóra Karlsdóttir, dóttir Karls, segir í samtali við Vísi að afkomendurnir séu alls 94 með „bónusbörnum“ og vísar þá til þess að afkomendurnir eru það margir ef taldir eru allir sem hafa komið inn í fjölskylduna sem stjúpbörn. Karl Sigurðsson ásamt fjölskyldu.facebook Sigurður Jónasson faðir Karls var úr Dalasýslu og varð 99 ára, en móðir hans, Sigríður Ingibjörg Salómonsdóttir, fæddist í Önundarfirði en var ættuð úr Álftafirði við Djúp. Hún varð 89 ára. Systkini Karls voru þrettán, Sigurður bróðir hans varð 102 ára og sá yngsti er orðinn 94 ára og er einn eftirlifandi af systkinum Karls. Sagt að Karl hafi skorað öll mörkin „Í afmælisgrein á aldarafmælinu kom fram að Karl hefði alla tíð verið vel á sig kominn, verið kattliðugur, stundað glímu og verið liðtækur í knattspyrnu. Á öðrum Sjómannadeginum á Ísafirði, 1939, léku sjómenn við knattspyrnufélagið Vestra á Íþróttavellinum. Sjómenn unnu með þremur mörkum gegn einu. Sagt er að Karl hafi skorað öll þrjú mörkin!“ Frá 104 ára aldri dvaldi Karl á hjúkrunarheimilinu Eyri en aðstandendur hans þakka starfsfólki þar fyrir ómetanlega hlýju og góða umönnun. Karl er næst langlífastur íslenskra karla en Georg Breiðfjörð Ólafsson var sá elsti sem féll frá þegar rúmur mánuður var í 108 ára afmæli hans.
Eldri borgarar Ísafjarðarbær Langlífi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu