Upp með sokkana Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 3. september 2024 08:02 Ég er þeirrar skoðunar að uppeldið móti mann. Kannski er það helsta sem ég tek með mér frá mínu æskuheimili þessi setning: „Eyjólfur, upp með sokkana“. Heima snerist umræðan helst um tækifæri. Tækifærin gátu verið af ýmsum toga en eitt þeirra var að skapa sína eigin framtíð. Þó ég heiti ekki beint Eyjólfur, hefur mér alltaf fundist gott að komast í hlýja sokka og ganga minn veg. Ég lærði snemma að það gengur enginn götuna fyrir mann en oft getur maður verið samferða öðrum. Það er þetta með að ganga götuna. Það er svo fallegt. Ef hún er ótroðin, þá er maður brautryðjandi og getur rutt leiðina fyrir þá sem á eftir koma. Það getur kostað mikið þrek en mikilvægast er þó að vita hvert maður ætlar og hvort leiðin sé öllum til góðs. Sem samfélag höfum við tekið stefnuna í átt að orkuskiptum. Leiðin er fær en hún er torveld og erfið yfirferðar. Hún krefst mikillar samstöðu og hvatningar en einnig fórnar. Þegar á reynir er oft gott að fara með orðin, “Eyjólfur, upp með sokkana“ og tosa þá hátt upp. Veganestið eru þeir möguleikar sem við stöndum frammi fyrir en allir snúa þeir að því að nýta náttúruna á sjálfbæran hátt. Við þurfum bara að fara að leggja af stað aftur kæru samferðamenn og opna hugann fyrir nýjum leiðum. Við erum nefnilega þegar lögð af stað. Komin framhjá fyrstu vörðunum, raf- og hitaveituvæðingunni, en ákváðum að setjast niður og njóta þess sem við höfum áorkað. Raunar sátum við of lengi í sældinni því við erum komin með legusár á rassinn og er það sjálfum okkur fyrir bestu að standa upp og halda áfram. Jú, tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest. Það er komið að síðasta leggnum, síðustu brekkunni – útskiptingu alls jarðefnaeldsneytis; í lofti, á láði og legi – og plástri á sárið. Á Íslandi höfum við tækifæri umfram margar þjóðir. Við höfum jarðvarmann og vatnsaflið, en höfum lítið unnið með vindorku, virkjun sjávarfalla eða orku birtunnar. Þetta mun allt koma til okkar. Engin leið er réttari en önnur, allar beinast þær í rétta átt eins og undirrituð útlistaði ásamt Ásmundi Friðrikssyni og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur í þessum leiðarvísi. Kæru samferðamenn, det er i motbakke der går oppover. Það er í brekkunni sem við beitum öllum kröftum og í brekkunni sem okkur miðar áfram. En svo var það hitt, að vinda ofan af því ástandi sem hér hefur skapast. Þar er föngun og geymsla koldíoxíðs í jörðu ein leið og þar erum við Íslendingar forgöngumenn sem aðrar þjóðir líta upp til. Við getum skapað okkar framtíð, valið hvaða leið við viljum fara eða í hvaða fótspor við viljum feta. Því segi ég, upp með sokkana, brettum upp ermarnar og þorum að taka af skarið. Öll stefnum við að sama marki. Höfundur sat í starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um bætta orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er þeirrar skoðunar að uppeldið móti mann. Kannski er það helsta sem ég tek með mér frá mínu æskuheimili þessi setning: „Eyjólfur, upp með sokkana“. Heima snerist umræðan helst um tækifæri. Tækifærin gátu verið af ýmsum toga en eitt þeirra var að skapa sína eigin framtíð. Þó ég heiti ekki beint Eyjólfur, hefur mér alltaf fundist gott að komast í hlýja sokka og ganga minn veg. Ég lærði snemma að það gengur enginn götuna fyrir mann en oft getur maður verið samferða öðrum. Það er þetta með að ganga götuna. Það er svo fallegt. Ef hún er ótroðin, þá er maður brautryðjandi og getur rutt leiðina fyrir þá sem á eftir koma. Það getur kostað mikið þrek en mikilvægast er þó að vita hvert maður ætlar og hvort leiðin sé öllum til góðs. Sem samfélag höfum við tekið stefnuna í átt að orkuskiptum. Leiðin er fær en hún er torveld og erfið yfirferðar. Hún krefst mikillar samstöðu og hvatningar en einnig fórnar. Þegar á reynir er oft gott að fara með orðin, “Eyjólfur, upp með sokkana“ og tosa þá hátt upp. Veganestið eru þeir möguleikar sem við stöndum frammi fyrir en allir snúa þeir að því að nýta náttúruna á sjálfbæran hátt. Við þurfum bara að fara að leggja af stað aftur kæru samferðamenn og opna hugann fyrir nýjum leiðum. Við erum nefnilega þegar lögð af stað. Komin framhjá fyrstu vörðunum, raf- og hitaveituvæðingunni, en ákváðum að setjast niður og njóta þess sem við höfum áorkað. Raunar sátum við of lengi í sældinni því við erum komin með legusár á rassinn og er það sjálfum okkur fyrir bestu að standa upp og halda áfram. Jú, tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest. Það er komið að síðasta leggnum, síðustu brekkunni – útskiptingu alls jarðefnaeldsneytis; í lofti, á láði og legi – og plástri á sárið. Á Íslandi höfum við tækifæri umfram margar þjóðir. Við höfum jarðvarmann og vatnsaflið, en höfum lítið unnið með vindorku, virkjun sjávarfalla eða orku birtunnar. Þetta mun allt koma til okkar. Engin leið er réttari en önnur, allar beinast þær í rétta átt eins og undirrituð útlistaði ásamt Ásmundi Friðrikssyni og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur í þessum leiðarvísi. Kæru samferðamenn, det er i motbakke der går oppover. Það er í brekkunni sem við beitum öllum kröftum og í brekkunni sem okkur miðar áfram. En svo var það hitt, að vinda ofan af því ástandi sem hér hefur skapast. Þar er föngun og geymsla koldíoxíðs í jörðu ein leið og þar erum við Íslendingar forgöngumenn sem aðrar þjóðir líta upp til. Við getum skapað okkar framtíð, valið hvaða leið við viljum fara eða í hvaða fótspor við viljum feta. Því segi ég, upp með sokkana, brettum upp ermarnar og þorum að taka af skarið. Öll stefnum við að sama marki. Höfundur sat í starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um bætta orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun