Af hverju bíður barnið? Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 3. september 2024 07:31 Voveiflegir atburðir hafa gerst í okkar samfélagi. Megi þau óafturkræfu áföll sem orðið hafa verða til raunverulegra samfélagslegra breytinga. Við höfum talað um geðheilbrigðismál barna og fullorðinna árum og áratugum saman. Þrátt fyrir veljvilja flestra breytist allt of lítið og of hægt. Af hverju er það þannig að ekkert barn bíður þess að byrja í fyrsta bekk, öll börn sem greinast með lífsógnandi sjúkdóma eins og krabbamein fá meðferð og ekkert beinbrotið barn hefur beðið dögum, vikum eða árum saman eftir að fá gifs? Velferðarsamfélag okkar er þannig úr garði gert að barninu er tryggð skólavist og viðeigandi heilbrigðisþjónusta vegna líkamlegra sjúkdóma og kvilla. Hvernig stendur á því að barn sem stendur höllum fæti vegna taugaþroskavanda, þroskaskerðingar, málhömlunar, félagslegra erfiðleika, tilfinningavanda, geðræns vanda eða annars bíður dögum, vikum og árum saman eftir viðeigandi aðstoð og stuðningi? Hvers vegna? Sum fá aldrei aðstoðina sem þau þyrftu á að halda og allt of mörg fá hana þegar þau eru dottin ofan í brunninn. Af hverju er það regla frekar en undantekning að börn og fullorðin bíði á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu? Minnum okkur á að biðlistar eru samfélagsleg smíð. Við höfum ákveðið að framboð þjónustunnar sé með þessum hætti og af þessu magni. Við höfum forgangsraðað öðru framar á fjárlögum og í okkar samfélagi. Af hverju er það regla frekar en undanteking að þau sem sinna börnunum okkar og hafa gríðarleg áhrif á þau þurfa að gera það fyrst og fremst af hugsjón? Þau sem sinna peningunum okkar fá hins vegar oftar en ekki væna fjárhagslega umbun fyrir starfann? Það er líka samfélagsleg smíð. Því miður geta þau bágu kjör og álag sem fagfólkinu sem koma að börnunum okkar stendur til boða haft þau áhrif að meiri mannabreytingar verði en æskilegt er og það bitnar á börnunum. Rannsóknir hafa sýnt að fyrir þau börn sem standa verst geta góð tengsl við eina fullorðna manneskju, jafnvel starfsmann skóla eins og kennara, skipt sköpum fyrir horfur barnsins. Kjaramál og starfsumhverfi fagfólks sem kemur að börnum eru samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að það kostar foreldra tugi og hundruði þúsunda að leyfa barninu sínu að stunda íþróttir meðal annars vegna þess að stanslaust þarf að vera að kaupa nýja búninga svo sem í fimleikum eða fótbolta eða greiða dýrar keppnisferðir? Því miður hefur það þau áhrif að börnin sem kannski helst þurfa á því að halda missa af lestinni. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnargildi þess fyrir börn að stunda íþróttir. Þetta er líka samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að foreldrar sem glíma við eigin vandamál sitja líka föst á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu sem hefur neikvæð áhrif á möguleika þeirra á að veita börnum sínum það sem hvert og eitt okkar vill veita sínum börnum, veislu í farangurinn út í lífið. Það er líka samfélagsleg smíð okkar. Vitur sálfræðingur sem ég þekki sagði eitt sinn, „betra er heilt en vel gróið“. Forvarnir eru allt. Lítum inn á við og veltum fyrir okkur hvers vegna er samfélag okkar svona smíðað og getum við breytt einhverju? Megi slík samfélagsleg breyting veita þúsundum lítilla ljósa von og lýsa upp minningu um líf og ljós Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Að lokum. Verum góð við hvert annað. Í stað þess að segja „ekki vera aumingi“ skulum við segja „mér er ekki sama um þig, er allt í lagi? Get ég gert eitthvað fyrir þig“?. Þetta byrjar og endar hjá okkur. Við erum öll i þessu saman. Höfundur er sérfræðingur i klínískri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Voveiflegir atburðir hafa gerst í okkar samfélagi. Megi þau óafturkræfu áföll sem orðið hafa verða til raunverulegra samfélagslegra breytinga. Við höfum talað um geðheilbrigðismál barna og fullorðinna árum og áratugum saman. Þrátt fyrir veljvilja flestra breytist allt of lítið og of hægt. Af hverju er það þannig að ekkert barn bíður þess að byrja í fyrsta bekk, öll börn sem greinast með lífsógnandi sjúkdóma eins og krabbamein fá meðferð og ekkert beinbrotið barn hefur beðið dögum, vikum eða árum saman eftir að fá gifs? Velferðarsamfélag okkar er þannig úr garði gert að barninu er tryggð skólavist og viðeigandi heilbrigðisþjónusta vegna líkamlegra sjúkdóma og kvilla. Hvernig stendur á því að barn sem stendur höllum fæti vegna taugaþroskavanda, þroskaskerðingar, málhömlunar, félagslegra erfiðleika, tilfinningavanda, geðræns vanda eða annars bíður dögum, vikum og árum saman eftir viðeigandi aðstoð og stuðningi? Hvers vegna? Sum fá aldrei aðstoðina sem þau þyrftu á að halda og allt of mörg fá hana þegar þau eru dottin ofan í brunninn. Af hverju er það regla frekar en undantekning að börn og fullorðin bíði á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu? Minnum okkur á að biðlistar eru samfélagsleg smíð. Við höfum ákveðið að framboð þjónustunnar sé með þessum hætti og af þessu magni. Við höfum forgangsraðað öðru framar á fjárlögum og í okkar samfélagi. Af hverju er það regla frekar en undanteking að þau sem sinna börnunum okkar og hafa gríðarleg áhrif á þau þurfa að gera það fyrst og fremst af hugsjón? Þau sem sinna peningunum okkar fá hins vegar oftar en ekki væna fjárhagslega umbun fyrir starfann? Það er líka samfélagsleg smíð. Því miður geta þau bágu kjör og álag sem fagfólkinu sem koma að börnunum okkar stendur til boða haft þau áhrif að meiri mannabreytingar verði en æskilegt er og það bitnar á börnunum. Rannsóknir hafa sýnt að fyrir þau börn sem standa verst geta góð tengsl við eina fullorðna manneskju, jafnvel starfsmann skóla eins og kennara, skipt sköpum fyrir horfur barnsins. Kjaramál og starfsumhverfi fagfólks sem kemur að börnum eru samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að það kostar foreldra tugi og hundruði þúsunda að leyfa barninu sínu að stunda íþróttir meðal annars vegna þess að stanslaust þarf að vera að kaupa nýja búninga svo sem í fimleikum eða fótbolta eða greiða dýrar keppnisferðir? Því miður hefur það þau áhrif að börnin sem kannski helst þurfa á því að halda missa af lestinni. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnargildi þess fyrir börn að stunda íþróttir. Þetta er líka samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að foreldrar sem glíma við eigin vandamál sitja líka föst á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu sem hefur neikvæð áhrif á möguleika þeirra á að veita börnum sínum það sem hvert og eitt okkar vill veita sínum börnum, veislu í farangurinn út í lífið. Það er líka samfélagsleg smíð okkar. Vitur sálfræðingur sem ég þekki sagði eitt sinn, „betra er heilt en vel gróið“. Forvarnir eru allt. Lítum inn á við og veltum fyrir okkur hvers vegna er samfélag okkar svona smíðað og getum við breytt einhverju? Megi slík samfélagsleg breyting veita þúsundum lítilla ljósa von og lýsa upp minningu um líf og ljós Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Að lokum. Verum góð við hvert annað. Í stað þess að segja „ekki vera aumingi“ skulum við segja „mér er ekki sama um þig, er allt í lagi? Get ég gert eitthvað fyrir þig“?. Þetta byrjar og endar hjá okkur. Við erum öll i þessu saman. Höfundur er sérfræðingur i klínískri sálfræði.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun