Allt á suðupunkti í flokki utanríkisráðherrans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. september 2024 14:10 Á myndinni má sjá Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur og formann Moteraterne, á spjalli við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra á óformlegum leiðtogafundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Prag fyrr á þessu ári. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Moteraterne, flokkur Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur, er í krísu og hefur vinnustaðasálfræðingur verið kallaður til til að bregðast við eitraðri vinnustaðamenningu sem sögð er viðgangast innan flokksins. Þá hefur verið ákveðið að koma upp nafnlausu ábendingakerfi þar sem hægt verður að tilkynna um óæskilega háttsemi, áreitni eða ofbeldi í kjölfar hneykslismála sem upp hafa komið hjá flokknum. Þetta segir formaðurinn Lars Løkke vera viðbrögð forystu flokksins við þeim vandamálum sem virðast hafa fengið að grassera innan flokksins og komust í hámæli í framhaldi af umfjöllun danska fjölmiðilsins B.T á föstudaginn um óæskilega vinnustaðamenningu, áreitni gegn konum, einelti og meinta ógnarstjórn sem hafi fengið að viðgangast innan flokksins. Svo slæmt var ástandið orðið að málinu hefur verið vísað til danska vinnueftirlitsins til rannsóknar. Flokkurinn hélt níu klukkustunda langan krísufund í gær og fjölmiðlar sátu um formanninn þegar hann kom út af fundi þingflokksins fyrr í dag. Moteraterne, nýr flokkur Lars Løkke Rasmussen sem stofnaður var fyrir síðustu þingkosningar í Danmörku myndar ríkisstjórn ásamt Sósíaldemókrötum, flokki forsætisráðherrans Mette Frederiksen, og Venstre, flokki Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Í tilkynningu sem fimm núverandi og einn fyrrverandi starfsmenn flokksins sendu til vinnueftirlitsins segir meðal annars að forysta flokksins beiti einræðistilburðum og að það sé „ekki óalgengt að starfsfólk brotni saman á göngunum eða fari grátandi heim,“ að því er DR greinir frá. Þá hefur Jeppe Søe, þingmaður flokksins, sent tölvupóst á forystu flokksins þar sem hann segist hafa séð sönnungargögn sem gætu gert útaf við flokkinn. Þess vegna hafi hann viljað að ráðist yrði í rannsókn á ástandinu í flokknum. Þá virðist mikið ósætti ríkja milli Lars Løkke og Søe, en sá síðarnefndi mætti ekki á þingflokksfundinn í dag. Líkt og áður segir hyggst Løkke kalla til vinnustaðasálfræðing og koma á fót uppljóstrunarkerfi, á meðan Søe vill að ráðist verði í rannsókn. „Áhugaverð spurning,“ var svar Lars Løkke þegar hann var spurður fyrr í dag hvort hann teldi að Jeppe Søe væri stætt á að halda áfram í flokknum. Hann kvaðst þó gera ráð fyrir að hægt væri að leysa úr málum og komast að niðurstöðu með því að ræða saman. Danmörk Vinnustaðamenning Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Þetta segir formaðurinn Lars Løkke vera viðbrögð forystu flokksins við þeim vandamálum sem virðast hafa fengið að grassera innan flokksins og komust í hámæli í framhaldi af umfjöllun danska fjölmiðilsins B.T á föstudaginn um óæskilega vinnustaðamenningu, áreitni gegn konum, einelti og meinta ógnarstjórn sem hafi fengið að viðgangast innan flokksins. Svo slæmt var ástandið orðið að málinu hefur verið vísað til danska vinnueftirlitsins til rannsóknar. Flokkurinn hélt níu klukkustunda langan krísufund í gær og fjölmiðlar sátu um formanninn þegar hann kom út af fundi þingflokksins fyrr í dag. Moteraterne, nýr flokkur Lars Løkke Rasmussen sem stofnaður var fyrir síðustu þingkosningar í Danmörku myndar ríkisstjórn ásamt Sósíaldemókrötum, flokki forsætisráðherrans Mette Frederiksen, og Venstre, flokki Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Í tilkynningu sem fimm núverandi og einn fyrrverandi starfsmenn flokksins sendu til vinnueftirlitsins segir meðal annars að forysta flokksins beiti einræðistilburðum og að það sé „ekki óalgengt að starfsfólk brotni saman á göngunum eða fari grátandi heim,“ að því er DR greinir frá. Þá hefur Jeppe Søe, þingmaður flokksins, sent tölvupóst á forystu flokksins þar sem hann segist hafa séð sönnungargögn sem gætu gert útaf við flokkinn. Þess vegna hafi hann viljað að ráðist yrði í rannsókn á ástandinu í flokknum. Þá virðist mikið ósætti ríkja milli Lars Løkke og Søe, en sá síðarnefndi mætti ekki á þingflokksfundinn í dag. Líkt og áður segir hyggst Løkke kalla til vinnustaðasálfræðing og koma á fót uppljóstrunarkerfi, á meðan Søe vill að ráðist verði í rannsókn. „Áhugaverð spurning,“ var svar Lars Løkke þegar hann var spurður fyrr í dag hvort hann teldi að Jeppe Søe væri stætt á að halda áfram í flokknum. Hann kvaðst þó gera ráð fyrir að hægt væri að leysa úr málum og komast að niðurstöðu með því að ræða saman.
Danmörk Vinnustaðamenning Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira