„Við þurfum ekki að vera með hníf hérna í höfuðborginni“ Lovísa Arnardóttir skrifar 4. september 2024 10:49 Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar deildar hjá lögreglu. Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir vopnaburð hafa aukist og samhliða því stunguárásis. Hann segir það orðið afar algengt að lögreglan leggi hald á hnífa í útköllum sem ekki tengist vopnaburði. Flestir sem beri hnífa beiti þeim ekki en það sé samt líklegra að einhver beiti hníf ef hann er með hníf á sér. Hann segir lausnina við vandamálinu ekki að refsa bara. Það verði að finna fleiri leiðir. Grímur var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir áríðandi að allt samfélagið taki þátt í þjóðarátaki gegn þessari þróun. Stjórnvöld og lögregla hafa bæði lýst því yfir að taka þátt í því. Mikið hefur verið rætt um vopnaburð ungmenna eftir að 16 ára drengur stakk þrjú ungmenni á Menningarnótt með þeim afleiðingum að eitt þeirra, sautján ára stúlka, Bryndís Klara Birgisdóttir, lést um viku síðar. Grímur segir þá sem beita hnífum ekki endilega meiða. Þeir noti þá til að hóta og börnin beri það fyrir sig að þau beri hníf til að verja sig fyrir öðrum sem beri hnífa. Grímur segir þessa hræðslu barna óútskýrða en ljóst sé að eitthvað hafi breyst meðal ungmenna frá því að hann var sjálfur ungur. Grímur segir öðruvísi horft á brot barna en áður. Sakhæfisaldur sé 15 ára en börn séu lagalega börn til 18 ára aldurs. Það hafi ekki alltaf verið þannig og því gæti skráningin verið villandi. Fleiri brot meðal barna séu skráð í dag því þau eru börn lengur samkvæmt lögum. Ekki hópslagsmál á Hallærisplani Hann segist sjálfur af þeirri kynslóð sem hékk á Hallærisplani. Þar hafi líka verið tekist á en ekki með sama hætti. Það hafi ekki verið sama hópamyndum í slagsmálum heldur hafi verið tekist á mann á mann. Tilkynnt var í gær að hátíð sem halda átti í Árbæ var frestað. Grímur segir tónleikahaldara taka þessa ákvörðun en það sé mikilvægt að fólk haldi áfram að lifa lífinu. „Við í lögreglunni erum ekki að segja fólki að það sé í stórhættu að vera á ferðinni og gæti verið stungið. Við erum í öruggu samfélagi og það þarf ekki að lita þetta svo dökkum litum að fólk sé óöruggt á götum Reykjavíkur.“ Samfélagslöggæsla lykillinn Grímur segir lögreglu vera með töluverðan viðbúnað og nefnir sem dæmi bæjarhátíðina í túninu heima sem haldin var í Mosfellsbæ síðustu helgi. Þar hafi bæði lögreglan og bæjaryfirvöld verið með aukinn viðbúnað og öryggisgæslu. Tilkynnt var um í það minnsta eina líkamsárás á hátíðinni þar sem hnífi var beitt. Grímur segir lögregluna vinna að því að auka við samfélagslögregluna en lögreglan sé fáliðuð. Samfélagslögreglan er starfandi á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi eystra. Deildin fékk um 120 milljóna styrk í vor en Grímur segist vona að deildin fái enn stærri styrk til að auka viðveru sína um land allt. Samfélagslöggæsla verði lykillinn að því að ná árangri og samtali við unglinga. Hann segir að á höfuðborgarsvæðinu séu að jafnaði 20 lögreglumenn á vaktinni en þyrftu að vera um 30. Það sé kostnaðarsamt og embættin hafi ekki getu til að fjölga svo mikið. Grímur segir þetta ekki einsdæmi. Ofbeldi ungmenna sé að aukast á öllum Norðurlöndunum og vopnaburður þeirra. Hann segir erfitt að setja reglur um sölu hnífa því það sé alveg eins hægt að nota eldhúshníf. Það sé miklu betra að einbeita sér að því að normalisera ekki vopnaburð, að ungmenni séu með hnífa. „Veiðimenn þurfa að vera með hníf en við þurfum ekki að vera með hníf hérna í höfuðborginni.“ Unglingafangelsi ekki lausnin Hvað varðar úrræði fyrir börn sem brjóta af sér og refsingar segir Grímur öll börn yfir 15 ára aldri sakhæf og séu því ábyrg gjörða sinna. Þau verði dæmd og svo verði að finna þeim viðeigandi úrræði. Það séu fangelsin eða á Stuðlum. Hann segir að sums staðar séu unglingafangelsi en það eigi að fara varlega í það. Þar geti verið gengjamyndum til dæmis. Grímur bendir á að fyrir börn sem brjóta af sér en eru ekki sakhæf þá rannsaki lögregla líka málin og reyni að leysa úr þeim en það sé á hendi barnaverndaryfirvalda að fylgja málinu eftir og barninu. „Mér finnst mjög mikilvægt að við leysum þetta mál ekki bara með refsingum. Við þurfum að refsa þegar fólk brýtur af sér, og þurfum að refsa fyrir það að vera með hníf. En við eigum ekki að halda að við komumst út úr þessu vandamáli með því að refsa. Við þurfum að nota aðrar aðferðir líka,“ segir Grímur og að aðrir þurfi að koma að því. Grímur bendir þó á að átak sé eitthvað stutt og því ljúki. Það sé hans von að þegar þjóðarátaki gegn þessari vá ljúki verði búið að finna einhver úrræði til að bregðast við þessu sem verði fest í sessi. Börn verði ekki vopnuð lengur og telji sig ekki þurfa þess lengur. Hann bendir þó á að það sé vel hægt að beita ofbeldi án hnífa og að markmiðið sé alltaf að hægt sé að eiga samskipti sem leysast ekki upp í ofbeldi. Grímur segir mikilvægt að horfa til þess að fólk hafi möguleika til að breytast og batna. Suma stráka sé erfitt að eiga við en það verði að gefa þeim færi á að eiga samtal og að fundnar séu einhverjar lausnir fyrir þá. Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Lögreglan Mosfellsbær Bítið Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Fresta tónlistarhátíð eftir tilmæli frá lögreglu Stíflunni, tónlistarhátíð sem átti að fara fram í Árbæ um helgina, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Einn skipuleggjenda segir að ákveðið hafi verið að fresta Stíflunni eftir tilmæli frá lögreglu. 3. september 2024 22:07 Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3. september 2024 21:06 Boða hertar aðgerðir gegn vopnaburði Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og hefur skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við og svara ákalli þjóðarinnar. Lögregla hefur aldrei lagt hald á eins mikið magn hnífa og annarra vopna og síðustu ár. 3. september 2024 19:33 Aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og mikilvægi EES-samningsins Dómsmálaráðherra boðar hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna. Lögregla hefur lagt hald á hundruð vopna á síðustu árum. Rætt verður við forstjóra Barna- og fjölskyldustofu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 3. september 2024 18:11 Nota málmleitartæki á busaballi MR Notast verður við málmleitartæki í öryggisgæslu á busaballi Menntaskólans í Reykjavík sem fer fram á fimmtudag. Rektor skólans segir viðbótina gerða til að ungmenni á ballinu upplifi sig örugg. 3. september 2024 16:57 „Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. 3. september 2024 15:01 Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. 3. september 2024 14:06 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Grímur var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir áríðandi að allt samfélagið taki þátt í þjóðarátaki gegn þessari þróun. Stjórnvöld og lögregla hafa bæði lýst því yfir að taka þátt í því. Mikið hefur verið rætt um vopnaburð ungmenna eftir að 16 ára drengur stakk þrjú ungmenni á Menningarnótt með þeim afleiðingum að eitt þeirra, sautján ára stúlka, Bryndís Klara Birgisdóttir, lést um viku síðar. Grímur segir þá sem beita hnífum ekki endilega meiða. Þeir noti þá til að hóta og börnin beri það fyrir sig að þau beri hníf til að verja sig fyrir öðrum sem beri hnífa. Grímur segir þessa hræðslu barna óútskýrða en ljóst sé að eitthvað hafi breyst meðal ungmenna frá því að hann var sjálfur ungur. Grímur segir öðruvísi horft á brot barna en áður. Sakhæfisaldur sé 15 ára en börn séu lagalega börn til 18 ára aldurs. Það hafi ekki alltaf verið þannig og því gæti skráningin verið villandi. Fleiri brot meðal barna séu skráð í dag því þau eru börn lengur samkvæmt lögum. Ekki hópslagsmál á Hallærisplani Hann segist sjálfur af þeirri kynslóð sem hékk á Hallærisplani. Þar hafi líka verið tekist á en ekki með sama hætti. Það hafi ekki verið sama hópamyndum í slagsmálum heldur hafi verið tekist á mann á mann. Tilkynnt var í gær að hátíð sem halda átti í Árbæ var frestað. Grímur segir tónleikahaldara taka þessa ákvörðun en það sé mikilvægt að fólk haldi áfram að lifa lífinu. „Við í lögreglunni erum ekki að segja fólki að það sé í stórhættu að vera á ferðinni og gæti verið stungið. Við erum í öruggu samfélagi og það þarf ekki að lita þetta svo dökkum litum að fólk sé óöruggt á götum Reykjavíkur.“ Samfélagslöggæsla lykillinn Grímur segir lögreglu vera með töluverðan viðbúnað og nefnir sem dæmi bæjarhátíðina í túninu heima sem haldin var í Mosfellsbæ síðustu helgi. Þar hafi bæði lögreglan og bæjaryfirvöld verið með aukinn viðbúnað og öryggisgæslu. Tilkynnt var um í það minnsta eina líkamsárás á hátíðinni þar sem hnífi var beitt. Grímur segir lögregluna vinna að því að auka við samfélagslögregluna en lögreglan sé fáliðuð. Samfélagslögreglan er starfandi á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi eystra. Deildin fékk um 120 milljóna styrk í vor en Grímur segist vona að deildin fái enn stærri styrk til að auka viðveru sína um land allt. Samfélagslöggæsla verði lykillinn að því að ná árangri og samtali við unglinga. Hann segir að á höfuðborgarsvæðinu séu að jafnaði 20 lögreglumenn á vaktinni en þyrftu að vera um 30. Það sé kostnaðarsamt og embættin hafi ekki getu til að fjölga svo mikið. Grímur segir þetta ekki einsdæmi. Ofbeldi ungmenna sé að aukast á öllum Norðurlöndunum og vopnaburður þeirra. Hann segir erfitt að setja reglur um sölu hnífa því það sé alveg eins hægt að nota eldhúshníf. Það sé miklu betra að einbeita sér að því að normalisera ekki vopnaburð, að ungmenni séu með hnífa. „Veiðimenn þurfa að vera með hníf en við þurfum ekki að vera með hníf hérna í höfuðborginni.“ Unglingafangelsi ekki lausnin Hvað varðar úrræði fyrir börn sem brjóta af sér og refsingar segir Grímur öll börn yfir 15 ára aldri sakhæf og séu því ábyrg gjörða sinna. Þau verði dæmd og svo verði að finna þeim viðeigandi úrræði. Það séu fangelsin eða á Stuðlum. Hann segir að sums staðar séu unglingafangelsi en það eigi að fara varlega í það. Þar geti verið gengjamyndum til dæmis. Grímur bendir á að fyrir börn sem brjóta af sér en eru ekki sakhæf þá rannsaki lögregla líka málin og reyni að leysa úr þeim en það sé á hendi barnaverndaryfirvalda að fylgja málinu eftir og barninu. „Mér finnst mjög mikilvægt að við leysum þetta mál ekki bara með refsingum. Við þurfum að refsa þegar fólk brýtur af sér, og þurfum að refsa fyrir það að vera með hníf. En við eigum ekki að halda að við komumst út úr þessu vandamáli með því að refsa. Við þurfum að nota aðrar aðferðir líka,“ segir Grímur og að aðrir þurfi að koma að því. Grímur bendir þó á að átak sé eitthvað stutt og því ljúki. Það sé hans von að þegar þjóðarátaki gegn þessari vá ljúki verði búið að finna einhver úrræði til að bregðast við þessu sem verði fest í sessi. Börn verði ekki vopnuð lengur og telji sig ekki þurfa þess lengur. Hann bendir þó á að það sé vel hægt að beita ofbeldi án hnífa og að markmiðið sé alltaf að hægt sé að eiga samskipti sem leysast ekki upp í ofbeldi. Grímur segir mikilvægt að horfa til þess að fólk hafi möguleika til að breytast og batna. Suma stráka sé erfitt að eiga við en það verði að gefa þeim færi á að eiga samtal og að fundnar séu einhverjar lausnir fyrir þá.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Lögreglan Mosfellsbær Bítið Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Fresta tónlistarhátíð eftir tilmæli frá lögreglu Stíflunni, tónlistarhátíð sem átti að fara fram í Árbæ um helgina, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Einn skipuleggjenda segir að ákveðið hafi verið að fresta Stíflunni eftir tilmæli frá lögreglu. 3. september 2024 22:07 Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3. september 2024 21:06 Boða hertar aðgerðir gegn vopnaburði Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og hefur skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við og svara ákalli þjóðarinnar. Lögregla hefur aldrei lagt hald á eins mikið magn hnífa og annarra vopna og síðustu ár. 3. september 2024 19:33 Aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og mikilvægi EES-samningsins Dómsmálaráðherra boðar hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna. Lögregla hefur lagt hald á hundruð vopna á síðustu árum. Rætt verður við forstjóra Barna- og fjölskyldustofu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 3. september 2024 18:11 Nota málmleitartæki á busaballi MR Notast verður við málmleitartæki í öryggisgæslu á busaballi Menntaskólans í Reykjavík sem fer fram á fimmtudag. Rektor skólans segir viðbótina gerða til að ungmenni á ballinu upplifi sig örugg. 3. september 2024 16:57 „Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. 3. september 2024 15:01 Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. 3. september 2024 14:06 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Fresta tónlistarhátíð eftir tilmæli frá lögreglu Stíflunni, tónlistarhátíð sem átti að fara fram í Árbæ um helgina, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Einn skipuleggjenda segir að ákveðið hafi verið að fresta Stíflunni eftir tilmæli frá lögreglu. 3. september 2024 22:07
Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3. september 2024 21:06
Boða hertar aðgerðir gegn vopnaburði Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og hefur skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við og svara ákalli þjóðarinnar. Lögregla hefur aldrei lagt hald á eins mikið magn hnífa og annarra vopna og síðustu ár. 3. september 2024 19:33
Aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og mikilvægi EES-samningsins Dómsmálaráðherra boðar hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna. Lögregla hefur lagt hald á hundruð vopna á síðustu árum. Rætt verður við forstjóra Barna- og fjölskyldustofu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 3. september 2024 18:11
Nota málmleitartæki á busaballi MR Notast verður við málmleitartæki í öryggisgæslu á busaballi Menntaskólans í Reykjavík sem fer fram á fimmtudag. Rektor skólans segir viðbótina gerða til að ungmenni á ballinu upplifi sig örugg. 3. september 2024 16:57
„Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. 3. september 2024 15:01
Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. 3. september 2024 14:06