Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 08:30 Stefan Mugosa, hér með mottu, er lunkinn markaskorari. Getty/Alex Nicodim Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. Svartfellski hópurinn lendir í Keflavík eftir hádegi og æfir svo á Laugardalsvelli í dag, fyrir leikinn við Ísland sem hefst klukkan 18:45 á morgun. Í liði Svartfjallalands eru meðal annars þeir Marko Tuci, varnarmaður, og Stefan Mugosa sem skorað hefur 15 mörk fyrir landslið Svartfjallalands og er næstmarkahæstur á eftir fyrirliðanum Stevan Jovetic. Þeir Tuci og Mugosa leika báðir með suður-kóreskum félagsliðum og þurftu samkvæmt svartfellskum miðlum að ferðast í meira en sólarhring bara til þess að komast heim til Svartfjallalands. Við það bætist svo fimm klukkutíma flug til Íslands í dag. Marko Tuci til varnar gegn James Maddison í æfingaleik gegn Tottenham í Seúl í sumar.Getty/Han Myung-Gu Leikmennirnir spila svo heima í Svartfjallalandi gegn Wales á mánudaginn áður en þeir þurfa að ferðast aftur til Asíu. Allt þetta ferðalag á tíu dögum. „Eftir ferðalagið frá Kóreu þá er nú bara ekkert mál að ferðast til Íslands,“ sagði Tuci fyrir flugið til Íslands. „Þetta er svolítið erfitt ferðalag en ég vona að það komi ekki niður á undirbúningi okkar eða frammistöðu,“ bætti hann við. „Við erum svo sannarlega tilbúnir að byrja. Við erum búnir að greina íslenska liðið og sáum að þetta er mjög agað lið. Þeir nota langar sendingar en eru líka góðir á seinni boltanum. Við sáum líka gallana þeirra sem ég vona að við getum nýtt okkur,“ sagði Tuci og kvaðst ekki kvíða yfir hitamismuninum við það að spila í besta falli í tíu stiga hita í Reykjavík. Hann þæði frekar meiri kulda en meiri hita. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45 á morgun, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarlega er fjallað um leiki Íslands á Vísi. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sigruðu meistarana í fyrsta leik í sögu „danska“ félagsins Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Svartfellski hópurinn lendir í Keflavík eftir hádegi og æfir svo á Laugardalsvelli í dag, fyrir leikinn við Ísland sem hefst klukkan 18:45 á morgun. Í liði Svartfjallalands eru meðal annars þeir Marko Tuci, varnarmaður, og Stefan Mugosa sem skorað hefur 15 mörk fyrir landslið Svartfjallalands og er næstmarkahæstur á eftir fyrirliðanum Stevan Jovetic. Þeir Tuci og Mugosa leika báðir með suður-kóreskum félagsliðum og þurftu samkvæmt svartfellskum miðlum að ferðast í meira en sólarhring bara til þess að komast heim til Svartfjallalands. Við það bætist svo fimm klukkutíma flug til Íslands í dag. Marko Tuci til varnar gegn James Maddison í æfingaleik gegn Tottenham í Seúl í sumar.Getty/Han Myung-Gu Leikmennirnir spila svo heima í Svartfjallalandi gegn Wales á mánudaginn áður en þeir þurfa að ferðast aftur til Asíu. Allt þetta ferðalag á tíu dögum. „Eftir ferðalagið frá Kóreu þá er nú bara ekkert mál að ferðast til Íslands,“ sagði Tuci fyrir flugið til Íslands. „Þetta er svolítið erfitt ferðalag en ég vona að það komi ekki niður á undirbúningi okkar eða frammistöðu,“ bætti hann við. „Við erum svo sannarlega tilbúnir að byrja. Við erum búnir að greina íslenska liðið og sáum að þetta er mjög agað lið. Þeir nota langar sendingar en eru líka góðir á seinni boltanum. Við sáum líka gallana þeirra sem ég vona að við getum nýtt okkur,“ sagði Tuci og kvaðst ekki kvíða yfir hitamismuninum við það að spila í besta falli í tíu stiga hita í Reykjavík. Hann þæði frekar meiri kulda en meiri hita. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45 á morgun, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarlega er fjallað um leiki Íslands á Vísi.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sigruðu meistarana í fyrsta leik í sögu „danska“ félagsins Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02