Það versta er að bíða og gera ekki neitt 5. september 2024 10:02 Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt inn fyrirspurnir til Reykjavíkurborgar og skóla og frístundaráðs hvort verið sé að bíða eftir hvaða skref ráðherra barnamála taki í lestrarkennslumálum eða hvort sviðið ætli að leggja fram sínar hugmyndir um t.d. hvernig hægt er að styðja börn enn frekar í lestrarnámi með það að markmiði að auka lesskilning? Niðurstöður um slakan árangur liggja fyrir og hafa gert það lengi. Óttast er að næsta mæling sýni enn slakari niðurstöðu. Það versta, að mati Flokks fólksins, er að bíða og gera ekkert. Fyrir liggur að Mennta- og barnamálaráðherra hefur ekki enn kynnt aðgerðaáætlun til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunarinnar, níu mánuðum eftir að þær voru birtar. Niðurstöður voru sláandi en 40% fimmtán ára nemenda á Íslandi búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Í samanburði við aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við kemur Ísland illa út. Óttast má að næsta útkoma verði enn verri. Eini samræmdi mælikvarðinn sem er í notkun núna er lesfimipróf sem sýnir fram á sífellt verri lestrarfærni barna. Samræmdi mælikvarðinn, samræmd próf, var lagður af 2019 og hefur ekkert annað komið í staðinn.Skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum árin 2017 til 2021 hefur heldur ekki litið dagsins ljós. Rúm tvö ár eru liðin frá því hann lofaði að skila skýrslunni fyrir árslok 2022. Lögum samkvæmt átti að leggja skýrsluna fram í byrjun þess sama árs. Er skóla- frístundasvið að bíða eftir ráðherra í þessum málum. Bið er slæm í þessum málum. Hér má engan tíma missa. Börn þurfa að búa yfir vissri lesfimi til að geta lesið texta og skilið hann, haft lesskilning. Lesfimi byggist upp fyrstu 2 árin í skóla. Hafi börn ekki náð nægjanlegri færni til að skilja texta og muna það sem þau lesa í 3ja bekk næst hún sjaldnast að mati fjölmargra sérfræðinga. Fyrsta lesfimiprófið er lagt fyrir í janúar í 1 bekk. Þá strax eru komnar vísbendingar. Dæmi eru um börn sem lesa aðeins 6 orð á mínútu í fyrsta lesfimiprófinu. Þessi börn hafa ekki náð grunnfærni og við því þarf að bregðast. Mistök voru að hætta með samræmdu prófin án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Afleiðingar eru alvarlegar. Með þessu er Flokkur fólksins ekki að segja að samræmdu prófin væru gallalaus en þau voru eina samræmda mælitækið. Framhaldsskólar einblíndu nánast eingöngu á ,,einkunnir” sem er vissulega ekki nógu breiður mælikvarði á getu barns eða sanngjarn. Samræmt mat er nauðsynleg forsenda þess að við getum tekið ábyrgð á útkomu kennslunnar. Við ættum að horfa meira til Svíþjóðar í þessum efnum en þar er samræmt skyldumat í 1. bekk og í Danmörk er samræmt námsmat gert nærri árlega. Kveikjum neistann er alvöru mælikvarði Umfram allt eigum við að taka upp verkefnið Kveikjum neistann í Reykjavík. Það hefur allt að bera til að koma okkur aftur á rétta braut í þessum málum. Kveikjum neistann er rannsóknar og þróunarverkefni sem Grunnskóli Vestmannaeyja tekur þátt í og hefur verið í gangi með nemendum í bráðum tvö ár. Markmið Kveikjum neistans er metnaðarfullt. Kennt er eftir hljóðaaðferðinni, eftirfylgni er góð og einstakir þjálfunartímar þar sem öll börnin fá réttar áskoranir. Frábær árangur hefur hlotist af verkefninu í Vestmannaeyjum. Óþarfi er að finna upp hjólið þegar við erum nú þegar með tæki sem virkar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur og er einnig kennari og sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál PISA-könnun Mest lesið Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt inn fyrirspurnir til Reykjavíkurborgar og skóla og frístundaráðs hvort verið sé að bíða eftir hvaða skref ráðherra barnamála taki í lestrarkennslumálum eða hvort sviðið ætli að leggja fram sínar hugmyndir um t.d. hvernig hægt er að styðja börn enn frekar í lestrarnámi með það að markmiði að auka lesskilning? Niðurstöður um slakan árangur liggja fyrir og hafa gert það lengi. Óttast er að næsta mæling sýni enn slakari niðurstöðu. Það versta, að mati Flokks fólksins, er að bíða og gera ekkert. Fyrir liggur að Mennta- og barnamálaráðherra hefur ekki enn kynnt aðgerðaáætlun til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunarinnar, níu mánuðum eftir að þær voru birtar. Niðurstöður voru sláandi en 40% fimmtán ára nemenda á Íslandi búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Í samanburði við aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við kemur Ísland illa út. Óttast má að næsta útkoma verði enn verri. Eini samræmdi mælikvarðinn sem er í notkun núna er lesfimipróf sem sýnir fram á sífellt verri lestrarfærni barna. Samræmdi mælikvarðinn, samræmd próf, var lagður af 2019 og hefur ekkert annað komið í staðinn.Skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum árin 2017 til 2021 hefur heldur ekki litið dagsins ljós. Rúm tvö ár eru liðin frá því hann lofaði að skila skýrslunni fyrir árslok 2022. Lögum samkvæmt átti að leggja skýrsluna fram í byrjun þess sama árs. Er skóla- frístundasvið að bíða eftir ráðherra í þessum málum. Bið er slæm í þessum málum. Hér má engan tíma missa. Börn þurfa að búa yfir vissri lesfimi til að geta lesið texta og skilið hann, haft lesskilning. Lesfimi byggist upp fyrstu 2 árin í skóla. Hafi börn ekki náð nægjanlegri færni til að skilja texta og muna það sem þau lesa í 3ja bekk næst hún sjaldnast að mati fjölmargra sérfræðinga. Fyrsta lesfimiprófið er lagt fyrir í janúar í 1 bekk. Þá strax eru komnar vísbendingar. Dæmi eru um börn sem lesa aðeins 6 orð á mínútu í fyrsta lesfimiprófinu. Þessi börn hafa ekki náð grunnfærni og við því þarf að bregðast. Mistök voru að hætta með samræmdu prófin án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Afleiðingar eru alvarlegar. Með þessu er Flokkur fólksins ekki að segja að samræmdu prófin væru gallalaus en þau voru eina samræmda mælitækið. Framhaldsskólar einblíndu nánast eingöngu á ,,einkunnir” sem er vissulega ekki nógu breiður mælikvarði á getu barns eða sanngjarn. Samræmt mat er nauðsynleg forsenda þess að við getum tekið ábyrgð á útkomu kennslunnar. Við ættum að horfa meira til Svíþjóðar í þessum efnum en þar er samræmt skyldumat í 1. bekk og í Danmörk er samræmt námsmat gert nærri árlega. Kveikjum neistann er alvöru mælikvarði Umfram allt eigum við að taka upp verkefnið Kveikjum neistann í Reykjavík. Það hefur allt að bera til að koma okkur aftur á rétta braut í þessum málum. Kveikjum neistann er rannsóknar og þróunarverkefni sem Grunnskóli Vestmannaeyja tekur þátt í og hefur verið í gangi með nemendum í bráðum tvö ár. Markmið Kveikjum neistans er metnaðarfullt. Kennt er eftir hljóðaaðferðinni, eftirfylgni er góð og einstakir þjálfunartímar þar sem öll börnin fá réttar áskoranir. Frábær árangur hefur hlotist af verkefninu í Vestmannaeyjum. Óþarfi er að finna upp hjólið þegar við erum nú þegar með tæki sem virkar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur og er einnig kennari og sálfræðingur.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun