Stytting vinnuvikunnar hjá grunnskólakennurum Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 5. september 2024 11:02 Síðan ákveðið var að innleiða styttingu vinnutíma hjá grunnskólakennurum hef ég lagt höfuðið í bleyti og reynt að sjá fyrir mér þennan gjörning raungerast í sátt miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara við Sveitarfélögin er markmiðið með styttingu vinnutíma hjá kennurum að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og að auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skóla. Einnig á að tryggja betur gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum. En þessi breyting á skipulagi vinnutíma á að öðru óbreyttu ekki að leiða til breytinga á launum eða launakostnaði sveitarfélaga. Forsenda breytinganna er því sú að starfsemi skóla/vinnustaðar raskist ekki, að skólastarf sé af sömu eða betri gæðum og áður en jafnframt að enginn kostnaður hljótist af. Það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að nýta tímann vel og hlaupa hratt í vinnunni en kennarar hafa hlaupið á hamstrahjólinu í mörg ár. Ég veit ekki um neinn kennara sem nýtir tímann illa í vinnunni og flestir eru með það marga bolta á lofti í einu að það kemur engum á óvart innan stéttarinnar hversu hátt hlutfall kennara endar í kulnun. Mér blöskrar stundum sjálfri þegar ég tek mér matarpásu á minni starfsstöð og sú hugsun læðist að mér að þær mínútur sem ég tek í mat eru mínútur sem ég gæti nýtt í undirbúning. Því kennsla er þess eðlis að þú mætir ekki óundirbúinn og það sem þú nærð ekki að undirbúa á vinnustað þarf að undirbúa heima. Í kjarasamningum kennara kveður á um sveigjanlegan vinnutíma upp að vissu marki sem þýðir að kennarar geta unnið hluta vinnu sinnar utan vinnustaðar ef þeir kjósa og hagað þannig hluta vinnu sinnar eftir hentugleika. Ég hef langa starfsreynslu sem kennari og tel mig nýta tíma minn vel en þrátt fyrir það þá næ ég oft ekki að undirbúa mig innan þess ramma sem mér er settur sem leiðir til þess að í gegnum árin hef ég gefið samfélaginu umframvinnu mína og er ástæðan sú að fyrr hætti ég að vinna sem kennari en að mæta óundirbúin í kennslu. Sem kennari hef ég ákveðna vinnuskyldu og mér ber að skila mínu en oft er rangt gefið því verkefnum grunnskólans fer fjölgandi. Ef ég sem kennari fer í styttingu vinnuvikunnar þá segi ég ekki við nemendur mína að þeir geti líka tekið sér styttingu heldur er annar kennari sem leysir mig af á meðan ég er í leyfi. Eins og þetta blasir við mér hlýtur að fylgja þessu einhver röskun á skólastarfinu og þar með gæðum þess. Slíkri röskun fylgir óhjákvæmilega kostnaður og ég sé ekki hvernig vinnustaðamenningin verði samhliða þessu bættari og að þetta stuðli að umbótum í starfinu. Myndi það hvarfla að þér að senda svæfingalækni í styttingu vinnuvikunnar og segja hinum á gólfinu að redda aðgerðinni án nokkurrar röskunar, gæðaskerðingar eða kostnaðar? Í ljósi þess sem ég hef talið upp hér að framan þá sé ég ekki að hægt sé að stytta vinnutíma kennara án þess að minnka kennsluskyldu þeirra og leggja aukið fjármagn til verkefnisins. Við kennarar erum búnir að hafa góðan tíma til að velta þessu með vinnutímastyttinguna fyrir okkur og fjölmargar útfærslur hafa verið reyndar í ólíkum skólum til að láta hana ganga upp með tilliti til settra forsendna. Þrátt fyrir það hef ég ekki enn hitt kennara sem sér styttinguna ganga upp án þess að minnka kennsluskylduna. Nemendur eru ekki bunki af verkefnum á skrifborði sem getur beðið afgreiðslu. Kennarar geta heldur ekki sífellt hlaupið hraðar til að taka á sig ný verkefni eða aðlaga starfið að breyttum reglum. Eitthvað lætur undan á endanum eða ber með sér aukinn kostnað. Fyrir mitt leyti er stytting vinnuvikunnar aukið álag á kennara og ekki til þess fallið að létta á neinu nema til þess komi að kennsluskyldan minnki. Það kostar peninga. Höfundur er grunnskólakennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Stytting vinnuvikunnar Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Síðan ákveðið var að innleiða styttingu vinnutíma hjá grunnskólakennurum hef ég lagt höfuðið í bleyti og reynt að sjá fyrir mér þennan gjörning raungerast í sátt miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara við Sveitarfélögin er markmiðið með styttingu vinnutíma hjá kennurum að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og að auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skóla. Einnig á að tryggja betur gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum. En þessi breyting á skipulagi vinnutíma á að öðru óbreyttu ekki að leiða til breytinga á launum eða launakostnaði sveitarfélaga. Forsenda breytinganna er því sú að starfsemi skóla/vinnustaðar raskist ekki, að skólastarf sé af sömu eða betri gæðum og áður en jafnframt að enginn kostnaður hljótist af. Það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að nýta tímann vel og hlaupa hratt í vinnunni en kennarar hafa hlaupið á hamstrahjólinu í mörg ár. Ég veit ekki um neinn kennara sem nýtir tímann illa í vinnunni og flestir eru með það marga bolta á lofti í einu að það kemur engum á óvart innan stéttarinnar hversu hátt hlutfall kennara endar í kulnun. Mér blöskrar stundum sjálfri þegar ég tek mér matarpásu á minni starfsstöð og sú hugsun læðist að mér að þær mínútur sem ég tek í mat eru mínútur sem ég gæti nýtt í undirbúning. Því kennsla er þess eðlis að þú mætir ekki óundirbúinn og það sem þú nærð ekki að undirbúa á vinnustað þarf að undirbúa heima. Í kjarasamningum kennara kveður á um sveigjanlegan vinnutíma upp að vissu marki sem þýðir að kennarar geta unnið hluta vinnu sinnar utan vinnustaðar ef þeir kjósa og hagað þannig hluta vinnu sinnar eftir hentugleika. Ég hef langa starfsreynslu sem kennari og tel mig nýta tíma minn vel en þrátt fyrir það þá næ ég oft ekki að undirbúa mig innan þess ramma sem mér er settur sem leiðir til þess að í gegnum árin hef ég gefið samfélaginu umframvinnu mína og er ástæðan sú að fyrr hætti ég að vinna sem kennari en að mæta óundirbúin í kennslu. Sem kennari hef ég ákveðna vinnuskyldu og mér ber að skila mínu en oft er rangt gefið því verkefnum grunnskólans fer fjölgandi. Ef ég sem kennari fer í styttingu vinnuvikunnar þá segi ég ekki við nemendur mína að þeir geti líka tekið sér styttingu heldur er annar kennari sem leysir mig af á meðan ég er í leyfi. Eins og þetta blasir við mér hlýtur að fylgja þessu einhver röskun á skólastarfinu og þar með gæðum þess. Slíkri röskun fylgir óhjákvæmilega kostnaður og ég sé ekki hvernig vinnustaðamenningin verði samhliða þessu bættari og að þetta stuðli að umbótum í starfinu. Myndi það hvarfla að þér að senda svæfingalækni í styttingu vinnuvikunnar og segja hinum á gólfinu að redda aðgerðinni án nokkurrar röskunar, gæðaskerðingar eða kostnaðar? Í ljósi þess sem ég hef talið upp hér að framan þá sé ég ekki að hægt sé að stytta vinnutíma kennara án þess að minnka kennsluskyldu þeirra og leggja aukið fjármagn til verkefnisins. Við kennarar erum búnir að hafa góðan tíma til að velta þessu með vinnutímastyttinguna fyrir okkur og fjölmargar útfærslur hafa verið reyndar í ólíkum skólum til að láta hana ganga upp með tilliti til settra forsendna. Þrátt fyrir það hef ég ekki enn hitt kennara sem sér styttinguna ganga upp án þess að minnka kennsluskylduna. Nemendur eru ekki bunki af verkefnum á skrifborði sem getur beðið afgreiðslu. Kennarar geta heldur ekki sífellt hlaupið hraðar til að taka á sig ný verkefni eða aðlaga starfið að breyttum reglum. Eitthvað lætur undan á endanum eða ber með sér aukinn kostnað. Fyrir mitt leyti er stytting vinnuvikunnar aukið álag á kennara og ekki til þess fallið að létta á neinu nema til þess komi að kennsluskyldan minnki. Það kostar peninga. Höfundur er grunnskólakennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun