Tölum um samkeppni í landbúnaði Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 5. september 2024 12:33 Síðan frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum gekk í gildi á vordögum hafa umræður verið háværar í fjölmiðlum um spillingu, einokun og hagsmunapot formanns atvinnuveganefndar á málinu. Síðast í gær fór Kastljós RÚV vandlega yfir meintan glæpaferil málsins. Samkeppni landbúnaðarins á Íslandi í Kastljósi gærdagsins var rætt um samkeppni í landbúnaði á Íslandi og látið í veðri vaka að hann væri einungis í þágu bænda og afurðastöðva á kjötvörumarkaði og móti þessu mætti íslenski neytandinn síns lítið. Að vegna þessara breytinga á búvörulögum væri samkeppnin orðin engin og að ólöglegt samráð ríki. Íslensk framleiðsla á landbúnaðarafurðum fyrir neytendamarkað býr víð gríðarlega samkeppni við erlenda aðila. Ef við erum að tala um kjötmarkaðinn þá jókst innflutningur á kjöti um 17% á árinu 2023. Hlutfallsaukning á innfluttu kjöti hefur verið svipuð í nokkur ár og nú þegar er 30% af heildarmarkaði svína og nautakjöts innfluttur. Kjötframleiðsla innanlands árið 2023 var alls 30.076 tonn. Af því var kindakjöt 8000 tonn og hefur minnkað um 2000 tonn frá árinu 2017. Það er ljóst að íslenskt lambakjöt á í gríðarlegri samkeppni við aðra kjötframleiðslu og innflutningur sækir stöðugt á. Afurðastöðvar í sauðfjárrækt, sem eru í minni sniðum en tíðkast erlendis og eru starfræktar í sex vikur yfir árið, eru því augljóslega Davíð gegn Golíat í þessu samhengi. Ég held að Samkeppniseftirlitið geti hallað sér rólega aftur því markaðurinn sér fullkomlega um aðhaldið. Með umræddum breytingum er vonandi hægt að styrkja íslenska sauðfjárframleiðslu og aðra íslenska kjötframleiðslu, þó ekki nema til að verjast falli. Samkeppniseftirlitið ætti frekar að taka stöðu með íslenskum afurðum og þá íslenskum neytendum í leiðinni líkt og er verið að gera í löndunum í kringum okkur. Matvælaöryggi Á dögunum var rætt um matvælaöryggi og að við þyrftum sem eyþjóð að beina sjónar okkar að því. Það felst þjóðhagslegt öryggi í því að huga að innlendri matvælaframleiðslu og tryggja fæðuöryggi. Við höfum hlýtt kalli markaðarins um innflutning og þá um leið fjölbreytni í vöruúrvali og lægra matvælaverði í einhverjum tilfellum. En í mörgum tilfellum er innflutningur matvöru óbeinn stuðningur við lága staðla í umhverfismálum, hreinlæti, heilbrigði og dýravelferð. Þá erum við líka að byggja undir léleg kjör og aðbúnað bænda og landbúnaðarverkafólks. Um meinta hagsmunaárekstra Í Kastljósi var oftar en tvisvar minnst á að formaður atvinnuveganefndar og framsögumaður málsins, Þórarinn Ingi Pétursson, hafi gengið þennan veg með eigin hagsmuni að leiðarljósi. Ég verð að segja að það hefur verið lágt hjá honum tímakaupið og þeirra sem hafa barist fyrir þessu í áraraðir. Framsókn hefur lagt fram frumvarp sama efnis síðan ég lagði það fram í nóvember 2018. Þegar Þórarinn Ingi kom inn á þing sem varamaður tók hann við málinu og hefur lagt það fram sem framsögumaður í sinni þingmennsku. Málið var unnið í samráði og samvinnu við Bændasamtökin, sem hafa stutt málið frá fyrstu framlagningu. Hagsmunir Þórarins Inga snúa að 2.8 milljóna inneign í afurðastöð sem hann og aðrir sauðfjárbændur áttu og KS hefur keypt núna. Inneignin hefur safnast upp á 12 árum þegar sauðfjárbændur hafa þurft að leggja til hluta af innleggi sínu til að rétta af tap á rekstri. Þórarinn Ingi hefur þó gefið út þá yfirlýsingu að hann ætli ekki að innheimta sinn hlut við þessa sölu. Við sem þingmenn berum ábyrgð á hagsmunum þjóðarinnar og í þessu máli var hugsað um hagsmuni heildarinnar. Við í Framsókn höfum ávallt verið óhrædd við að benda á það augljósa; að það þurfi að styðja og vernda íslenska landbúnaðinn. Með því að styðja við íslenska landbúnaðarframleiðslu tryggjum við ekki aðeins fæðuöryggi, heldur verndum einnig störf fólks og tryggjum fjölbreytni atvinnulífsins. Það gleymist nefnilega oft að þúsundir einstaklinga starfa við matvælaframleiðslu hér á landi. Með því að efla íslenskan landbúnað er hægt að draga úr niðursveiflunni í hagkerfinu og um leið tryggja fæðu- og matvælaöryggi í landinu. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Samkeppnismál Landbúnaður Búvörusamningar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Síðan frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum gekk í gildi á vordögum hafa umræður verið háværar í fjölmiðlum um spillingu, einokun og hagsmunapot formanns atvinnuveganefndar á málinu. Síðast í gær fór Kastljós RÚV vandlega yfir meintan glæpaferil málsins. Samkeppni landbúnaðarins á Íslandi í Kastljósi gærdagsins var rætt um samkeppni í landbúnaði á Íslandi og látið í veðri vaka að hann væri einungis í þágu bænda og afurðastöðva á kjötvörumarkaði og móti þessu mætti íslenski neytandinn síns lítið. Að vegna þessara breytinga á búvörulögum væri samkeppnin orðin engin og að ólöglegt samráð ríki. Íslensk framleiðsla á landbúnaðarafurðum fyrir neytendamarkað býr víð gríðarlega samkeppni við erlenda aðila. Ef við erum að tala um kjötmarkaðinn þá jókst innflutningur á kjöti um 17% á árinu 2023. Hlutfallsaukning á innfluttu kjöti hefur verið svipuð í nokkur ár og nú þegar er 30% af heildarmarkaði svína og nautakjöts innfluttur. Kjötframleiðsla innanlands árið 2023 var alls 30.076 tonn. Af því var kindakjöt 8000 tonn og hefur minnkað um 2000 tonn frá árinu 2017. Það er ljóst að íslenskt lambakjöt á í gríðarlegri samkeppni við aðra kjötframleiðslu og innflutningur sækir stöðugt á. Afurðastöðvar í sauðfjárrækt, sem eru í minni sniðum en tíðkast erlendis og eru starfræktar í sex vikur yfir árið, eru því augljóslega Davíð gegn Golíat í þessu samhengi. Ég held að Samkeppniseftirlitið geti hallað sér rólega aftur því markaðurinn sér fullkomlega um aðhaldið. Með umræddum breytingum er vonandi hægt að styrkja íslenska sauðfjárframleiðslu og aðra íslenska kjötframleiðslu, þó ekki nema til að verjast falli. Samkeppniseftirlitið ætti frekar að taka stöðu með íslenskum afurðum og þá íslenskum neytendum í leiðinni líkt og er verið að gera í löndunum í kringum okkur. Matvælaöryggi Á dögunum var rætt um matvælaöryggi og að við þyrftum sem eyþjóð að beina sjónar okkar að því. Það felst þjóðhagslegt öryggi í því að huga að innlendri matvælaframleiðslu og tryggja fæðuöryggi. Við höfum hlýtt kalli markaðarins um innflutning og þá um leið fjölbreytni í vöruúrvali og lægra matvælaverði í einhverjum tilfellum. En í mörgum tilfellum er innflutningur matvöru óbeinn stuðningur við lága staðla í umhverfismálum, hreinlæti, heilbrigði og dýravelferð. Þá erum við líka að byggja undir léleg kjör og aðbúnað bænda og landbúnaðarverkafólks. Um meinta hagsmunaárekstra Í Kastljósi var oftar en tvisvar minnst á að formaður atvinnuveganefndar og framsögumaður málsins, Þórarinn Ingi Pétursson, hafi gengið þennan veg með eigin hagsmuni að leiðarljósi. Ég verð að segja að það hefur verið lágt hjá honum tímakaupið og þeirra sem hafa barist fyrir þessu í áraraðir. Framsókn hefur lagt fram frumvarp sama efnis síðan ég lagði það fram í nóvember 2018. Þegar Þórarinn Ingi kom inn á þing sem varamaður tók hann við málinu og hefur lagt það fram sem framsögumaður í sinni þingmennsku. Málið var unnið í samráði og samvinnu við Bændasamtökin, sem hafa stutt málið frá fyrstu framlagningu. Hagsmunir Þórarins Inga snúa að 2.8 milljóna inneign í afurðastöð sem hann og aðrir sauðfjárbændur áttu og KS hefur keypt núna. Inneignin hefur safnast upp á 12 árum þegar sauðfjárbændur hafa þurft að leggja til hluta af innleggi sínu til að rétta af tap á rekstri. Þórarinn Ingi hefur þó gefið út þá yfirlýsingu að hann ætli ekki að innheimta sinn hlut við þessa sölu. Við sem þingmenn berum ábyrgð á hagsmunum þjóðarinnar og í þessu máli var hugsað um hagsmuni heildarinnar. Við í Framsókn höfum ávallt verið óhrædd við að benda á það augljósa; að það þurfi að styðja og vernda íslenska landbúnaðinn. Með því að styðja við íslenska landbúnaðarframleiðslu tryggjum við ekki aðeins fæðuöryggi, heldur verndum einnig störf fólks og tryggjum fjölbreytni atvinnulífsins. Það gleymist nefnilega oft að þúsundir einstaklinga starfa við matvælaframleiðslu hér á landi. Með því að efla íslenskan landbúnað er hægt að draga úr niðursveiflunni í hagkerfinu og um leið tryggja fæðu- og matvælaöryggi í landinu. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun