Fresta ákvörðun um þátttöku í Eurovision Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 6. september 2024 15:10 Frá úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í ár. Vísir/Hulda Margrét Ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári hefur verið frestað þar til í næstu viku. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, sagði fyrr í vikunni að ákvörðunin yrði tekin í þessari viku en henni hefur verið frestað þar til eftir helgi. Ísland lenti í seinasta sæti á Eurovision í ár. „Við erum enn að fara yfir málin, þar á meðal á fundi sem fulltrúar okkar og hinna þjóðanna sækja með forsvarsmönnum Eurovision eftir helgi. Fresturinn til að staðfesta þátttöku í Eurovision rennur út 15. september. Við munum tilkynna okkar ákvörðun fyrir þann tíma,“ segir Rúnar Freyr í svari til fréttastofu um málið. 15. september er sunnudagurinn í næstu viku. Áður hefur komið fram að á sama tíma og tilkynnt verður um þátttöku í Eurovision verður tilkynnt um fyrirkomulag Söngvakeppninnar og væntanlega dagsetningar um hvenær listamenn geta sent inn atriði og fleira. Keppnin og þátttaka Íslands var afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísrael og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Sjá einnig: Áhorf á úrslit Eurovision hríðféll Framlag Íslands, í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, komst ekki á úrslitakvöldið. Ísland lenti í síðasta sæti keppninnar með framlagið Scared of Heights. Gunna Dís sá um að lýsa keppninni í stað Gísla Marteins Baldurssonar sem hætti við að lýsa vegna framgöngu Ísraela á Gasa. 27 lönd hafi staðfest þátttöku Sigurvegari keppninnar í ár var Sviss og fer keppnin fram 17. maí í Basel. Nú þegar hafa 27 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni, þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Enn eiga ellefu lönd, sem tóku þátt í ár, eftir að tilkynna um þátttöku. Auk Íslands eru það Armenía, Eistland, Ástralía, Grikkland, Írland, Moldóva, Holland, Pólland, Slóvenía og Úkraína. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári, en tók ekki þátt í ár, er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Eftir keppnina í ár sagði Rúnar Freyr að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Hún hafi ekki verið sá sameiningarvettvangur sem hún á að vera. Hann sagðist gera ráð fyrir því að Ísland tæki þátt aftur á næsta ári en það væri alls ekkert staðfest. Eins og fram kom að ofan verður tilkynnt um þá ákvörðun í næstu viku. Eurovision Ríkisútvarpið Sviss Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision 2025 Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
„Við erum enn að fara yfir málin, þar á meðal á fundi sem fulltrúar okkar og hinna þjóðanna sækja með forsvarsmönnum Eurovision eftir helgi. Fresturinn til að staðfesta þátttöku í Eurovision rennur út 15. september. Við munum tilkynna okkar ákvörðun fyrir þann tíma,“ segir Rúnar Freyr í svari til fréttastofu um málið. 15. september er sunnudagurinn í næstu viku. Áður hefur komið fram að á sama tíma og tilkynnt verður um þátttöku í Eurovision verður tilkynnt um fyrirkomulag Söngvakeppninnar og væntanlega dagsetningar um hvenær listamenn geta sent inn atriði og fleira. Keppnin og þátttaka Íslands var afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísrael og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Sjá einnig: Áhorf á úrslit Eurovision hríðféll Framlag Íslands, í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, komst ekki á úrslitakvöldið. Ísland lenti í síðasta sæti keppninnar með framlagið Scared of Heights. Gunna Dís sá um að lýsa keppninni í stað Gísla Marteins Baldurssonar sem hætti við að lýsa vegna framgöngu Ísraela á Gasa. 27 lönd hafi staðfest þátttöku Sigurvegari keppninnar í ár var Sviss og fer keppnin fram 17. maí í Basel. Nú þegar hafa 27 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni, þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Enn eiga ellefu lönd, sem tóku þátt í ár, eftir að tilkynna um þátttöku. Auk Íslands eru það Armenía, Eistland, Ástralía, Grikkland, Írland, Moldóva, Holland, Pólland, Slóvenía og Úkraína. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári, en tók ekki þátt í ár, er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Eftir keppnina í ár sagði Rúnar Freyr að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Hún hafi ekki verið sá sameiningarvettvangur sem hún á að vera. Hann sagðist gera ráð fyrir því að Ísland tæki þátt aftur á næsta ári en það væri alls ekkert staðfest. Eins og fram kom að ofan verður tilkynnt um þá ákvörðun í næstu viku.
Eurovision Ríkisútvarpið Sviss Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision 2025 Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira