Gengið vel gegn Tyrkjum: Ferna Arnórs og ógleymanlegt kvöld í Eskisehir Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2024 12:33 Birkir Bjarnason fagnar marki sínu í Eskisehir árið 2017 og Atli Eðvaldsson kyssir Arnór Guðjohnsen eftir fernu hans gegn Tyrkjum árið 1989. Samsett/Getty/Morgunblaðið Karlalandsliðið í fótbolta hefur átt góðu gengi að fagna gegn Tyrkjum í gegnum tíðina. Tyrkir hafa aðeins unnið strákana okkar tvisvar í 13 viðureignum liðanna. Ísland og Tyrkland mætast í fjórtánda sinn í kvöld þegar strákarnir okkar sækja Tyrki heim til Izmir. Um er að ræða annan leik Íslands í Þjóðadeildinni en 2-0 sigur vannst á Svartfellingum á föstudaginn var. Fyrst mættust liðin árið 1980. Lið Tyrkja sem Ísland mætti þar, í undankeppni HM 1982, var ekki beysið. Það tapaði öllum átta leikjum sínum í þeirri undankeppni. Guðni Kjartansson stýrði Íslandi til 3-1 sigurs ytra í fyrstu viðureign þjóðanna í september það ár og Ísland vann leikinn hér heima ári síðar 2-0 þar sem Atli Eðvaldsson var á skotskónum. Liðin drógust saman öðru sinni í undankeppni HM 1990. Þau skildu jöfn í Tyrklandi í október 1988 en Ísland vann 2-1 sigur á Laugardalsvelli ári síðar. Ísland vann þá 5-1 sigur í æfingaleik árið 1991. Í þeim leik skoraði Arnór nokkur Guðjohnsen fjögur af sínum 14 landsliðsmörkum. Árið 1994 unnu Tyrkir sigur á Íslandi í fyrsta sinn. Fatih Terim var þá tekinn við liði Tyrkja og stýrði liðinu til 5-0 bursts á drengjum Ásgeirs Elíassonar. Útlaginn Hakan Sukur skoraði meðal annars tvö marka Tyrkja í leiknum. Terim var aftur þjálfari Tyrkja 20 árum seinna þegar Ísland vann 3-0 sigur á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2016. Það var á meðal frækinna sigra í þeirri undankeppni sem veitti Íslandi sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Sjá: Selcuk Inan ræðir aukaspyrnumarkið sem skaut Tyrkjum á EM 2016 Ótrúlegt sigurmark Selcuk Inan beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu í síðari leik liðanna í Tyrklandi í sömu undankeppni þýddi að Tyrkir fylgdu Íslandi á EM og gleðin mikil meðal beggja liða eftir þann leik. Ísland og Tyrkland drógust aftur saman í riðil í næstu undankeppni, fyrir HM 2018. Terim var enn þjálfari Tyrkja þegar þeir töpuðu 2-0 á Laugardalsvelli en Rúmeninn Mircea Lucescu var tekinn við þegar einn fræknasti og frægasti sigur í sögu þjóðar vannst á Ataturk vellinum í Eskisehir. ⏪ Gamla markið - Alfreð Finnbogason gegn Tyrklandi í október 2016 í undankeppni HM 2018.👀 Þessi afgreiðsla!😍 One from the archives - Alfreð Finnbogason against Turkey in the 2018 World Cup qualifiers!#viðerumísland pic.twitter.com/QdOInB77r2— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 9, 2024 Eftir þann leik sagði Eiður Smári Guðjohnsen félaga sinn Jón Daða Böðvarsson hafa eignað sér treyjunúmerið 22, en Jón Daði lagði upp mörk þeirra Jóhanns Berg Guðmundssonar og Birkis Bjarnasonar í fyrri hálfleiknum áður en Kári Árnason innsiglaði 3-0 sigur Íslands snemma í síðari hálfleik. Sjá: Mörkin þrjú úr geggjuðum sigri Íslands í Eskisehir Sá leikur fór langt með að tryggja sætið á HM í fyrsta sinn og það var sama kvöld sem Finninn Pyry Soiri varð þjóðhetja á Íslandi þökk sé jöfnunarmarki hans gegn Króatíu í riðli Íslands. Sigur Íslands á Kósóvó í Laugardalnum þremur dögum síðar gulltryggði HM-sætið á kostnað Króata sem fóru í umspil – en komust þó á mótið og unnu sigur á íslenska liðinu í Rússlandi. Síðast mættust Ísland og Tyrkland í undankeppni EM 2020. Ragnar Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri í Laugardalnum en liðin gerðu markalaust jafntefli ytra. Sigursins í Laugardalnum er þó helst minnst vegna uppþvottaburstamálsins, svokallaða. Mikill stormur varð í Tyrklandi vegna Belga sem beindi uppþvottabursta að Emre Belözöglu, þáverandi leikmanni Tyrklands, í Leifsstöð í aðdraganda leiksins. Að neðan eru raktar allar 13 viðureignir Íslands og Tyrklands í gegnum tíðina. Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, klukkan 18:15. Leikir Íslands gegn Tyrklandi: Undankeppni HM 1982 Tyrkland 1-3 Ísland 0-1 Janus Guðlaugsson (12') 0-2 Albert S. Guðmundsson (60') 1-2 Fatih Terim, víti (72') 1-3 Teitur Þórðarson (80') Ísland 2-0 Tyrkland 1-0 Lárus Guðmundsson (25') 2-0 Atli Eðvaldsson (66') Undankeppni HM 1990 Tyrkland 1-1 Ísland 0-1 Ómar Torfason (62') 1-1 Unal Karaman (73') Ísland 2-1 Tyrkland 1-0 Pétur Pétursson (58') 2-0 Pétur Pétursson (72') 2-1 Feyyaz Ucar (86') Æfingaleikur 1991 Ísland 5-1 Tyrkland 1-0 Arnar Grétarsson (2') 1-1 Unal Karaman (14') 2-1 Arnór Guðjohnsen (24') 3-1 Arnór Guðjohnsen (34') 4-1 Arnór Guðjohnsen (44') 5-1 Arnór Guðjohnsen (64') Undankeppni EM 1996 Tyrkland 5-0 Ísland 1-0 Saffet Sancakli (8') 2-0 Saffet Sancakli (26') 3-0 Hakan Sukur (27') 4-0 Hakan Sukur (61') 5-0 Sergen Yalcin (65') Ísland 0-0 Tyrkland Undankeppni EM 2016 Ísland 3-0 Tyrkland 1-0 Jón Daði Böðvarsson (19') 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (76') 3-0 Kolbeinn Sigþórsson (77') Tyrkland 1-0 Ísland 1-0 Selcuk Inan (89') Undankeppni HM 2018 Ísland 2-0 Tyrkland 1-0 Ömer Toprak, sjálfsmark (42') 2-0 Alfreð Finnbogason (44') Tyrkland 0-3 Ísland 0-1 Jóhann Berg Guðmundsson (32') 0-2 Birkir Bjarnason (39') 0-3 Kári Árnason (49') Undankeppni EM 2020 Ísland 2-1 Tyrkland 1-0 Ragnar Sigurðsson (21') 2-0 Ragnar Sigurðsson (32') 2-1 Dorukhan Toköz (40') Tyrkland 0-0 Ísland Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tyrkland Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Fleiri fréttir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Sjá meira
Ísland og Tyrkland mætast í fjórtánda sinn í kvöld þegar strákarnir okkar sækja Tyrki heim til Izmir. Um er að ræða annan leik Íslands í Þjóðadeildinni en 2-0 sigur vannst á Svartfellingum á föstudaginn var. Fyrst mættust liðin árið 1980. Lið Tyrkja sem Ísland mætti þar, í undankeppni HM 1982, var ekki beysið. Það tapaði öllum átta leikjum sínum í þeirri undankeppni. Guðni Kjartansson stýrði Íslandi til 3-1 sigurs ytra í fyrstu viðureign þjóðanna í september það ár og Ísland vann leikinn hér heima ári síðar 2-0 þar sem Atli Eðvaldsson var á skotskónum. Liðin drógust saman öðru sinni í undankeppni HM 1990. Þau skildu jöfn í Tyrklandi í október 1988 en Ísland vann 2-1 sigur á Laugardalsvelli ári síðar. Ísland vann þá 5-1 sigur í æfingaleik árið 1991. Í þeim leik skoraði Arnór nokkur Guðjohnsen fjögur af sínum 14 landsliðsmörkum. Árið 1994 unnu Tyrkir sigur á Íslandi í fyrsta sinn. Fatih Terim var þá tekinn við liði Tyrkja og stýrði liðinu til 5-0 bursts á drengjum Ásgeirs Elíassonar. Útlaginn Hakan Sukur skoraði meðal annars tvö marka Tyrkja í leiknum. Terim var aftur þjálfari Tyrkja 20 árum seinna þegar Ísland vann 3-0 sigur á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2016. Það var á meðal frækinna sigra í þeirri undankeppni sem veitti Íslandi sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Sjá: Selcuk Inan ræðir aukaspyrnumarkið sem skaut Tyrkjum á EM 2016 Ótrúlegt sigurmark Selcuk Inan beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu í síðari leik liðanna í Tyrklandi í sömu undankeppni þýddi að Tyrkir fylgdu Íslandi á EM og gleðin mikil meðal beggja liða eftir þann leik. Ísland og Tyrkland drógust aftur saman í riðil í næstu undankeppni, fyrir HM 2018. Terim var enn þjálfari Tyrkja þegar þeir töpuðu 2-0 á Laugardalsvelli en Rúmeninn Mircea Lucescu var tekinn við þegar einn fræknasti og frægasti sigur í sögu þjóðar vannst á Ataturk vellinum í Eskisehir. ⏪ Gamla markið - Alfreð Finnbogason gegn Tyrklandi í október 2016 í undankeppni HM 2018.👀 Þessi afgreiðsla!😍 One from the archives - Alfreð Finnbogason against Turkey in the 2018 World Cup qualifiers!#viðerumísland pic.twitter.com/QdOInB77r2— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 9, 2024 Eftir þann leik sagði Eiður Smári Guðjohnsen félaga sinn Jón Daða Böðvarsson hafa eignað sér treyjunúmerið 22, en Jón Daði lagði upp mörk þeirra Jóhanns Berg Guðmundssonar og Birkis Bjarnasonar í fyrri hálfleiknum áður en Kári Árnason innsiglaði 3-0 sigur Íslands snemma í síðari hálfleik. Sjá: Mörkin þrjú úr geggjuðum sigri Íslands í Eskisehir Sá leikur fór langt með að tryggja sætið á HM í fyrsta sinn og það var sama kvöld sem Finninn Pyry Soiri varð þjóðhetja á Íslandi þökk sé jöfnunarmarki hans gegn Króatíu í riðli Íslands. Sigur Íslands á Kósóvó í Laugardalnum þremur dögum síðar gulltryggði HM-sætið á kostnað Króata sem fóru í umspil – en komust þó á mótið og unnu sigur á íslenska liðinu í Rússlandi. Síðast mættust Ísland og Tyrkland í undankeppni EM 2020. Ragnar Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri í Laugardalnum en liðin gerðu markalaust jafntefli ytra. Sigursins í Laugardalnum er þó helst minnst vegna uppþvottaburstamálsins, svokallaða. Mikill stormur varð í Tyrklandi vegna Belga sem beindi uppþvottabursta að Emre Belözöglu, þáverandi leikmanni Tyrklands, í Leifsstöð í aðdraganda leiksins. Að neðan eru raktar allar 13 viðureignir Íslands og Tyrklands í gegnum tíðina. Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, klukkan 18:15. Leikir Íslands gegn Tyrklandi: Undankeppni HM 1982 Tyrkland 1-3 Ísland 0-1 Janus Guðlaugsson (12') 0-2 Albert S. Guðmundsson (60') 1-2 Fatih Terim, víti (72') 1-3 Teitur Þórðarson (80') Ísland 2-0 Tyrkland 1-0 Lárus Guðmundsson (25') 2-0 Atli Eðvaldsson (66') Undankeppni HM 1990 Tyrkland 1-1 Ísland 0-1 Ómar Torfason (62') 1-1 Unal Karaman (73') Ísland 2-1 Tyrkland 1-0 Pétur Pétursson (58') 2-0 Pétur Pétursson (72') 2-1 Feyyaz Ucar (86') Æfingaleikur 1991 Ísland 5-1 Tyrkland 1-0 Arnar Grétarsson (2') 1-1 Unal Karaman (14') 2-1 Arnór Guðjohnsen (24') 3-1 Arnór Guðjohnsen (34') 4-1 Arnór Guðjohnsen (44') 5-1 Arnór Guðjohnsen (64') Undankeppni EM 1996 Tyrkland 5-0 Ísland 1-0 Saffet Sancakli (8') 2-0 Saffet Sancakli (26') 3-0 Hakan Sukur (27') 4-0 Hakan Sukur (61') 5-0 Sergen Yalcin (65') Ísland 0-0 Tyrkland Undankeppni EM 2016 Ísland 3-0 Tyrkland 1-0 Jón Daði Böðvarsson (19') 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (76') 3-0 Kolbeinn Sigþórsson (77') Tyrkland 1-0 Ísland 1-0 Selcuk Inan (89') Undankeppni HM 2018 Ísland 2-0 Tyrkland 1-0 Ömer Toprak, sjálfsmark (42') 2-0 Alfreð Finnbogason (44') Tyrkland 0-3 Ísland 0-1 Jóhann Berg Guðmundsson (32') 0-2 Birkir Bjarnason (39') 0-3 Kári Árnason (49') Undankeppni EM 2020 Ísland 2-1 Tyrkland 1-0 Ragnar Sigurðsson (21') 2-0 Ragnar Sigurðsson (32') 2-1 Dorukhan Toköz (40') Tyrkland 0-0 Ísland
Leikir Íslands gegn Tyrklandi: Undankeppni HM 1982 Tyrkland 1-3 Ísland 0-1 Janus Guðlaugsson (12') 0-2 Albert S. Guðmundsson (60') 1-2 Fatih Terim, víti (72') 1-3 Teitur Þórðarson (80') Ísland 2-0 Tyrkland 1-0 Lárus Guðmundsson (25') 2-0 Atli Eðvaldsson (66') Undankeppni HM 1990 Tyrkland 1-1 Ísland 0-1 Ómar Torfason (62') 1-1 Unal Karaman (73') Ísland 2-1 Tyrkland 1-0 Pétur Pétursson (58') 2-0 Pétur Pétursson (72') 2-1 Feyyaz Ucar (86') Æfingaleikur 1991 Ísland 5-1 Tyrkland 1-0 Arnar Grétarsson (2') 1-1 Unal Karaman (14') 2-1 Arnór Guðjohnsen (24') 3-1 Arnór Guðjohnsen (34') 4-1 Arnór Guðjohnsen (44') 5-1 Arnór Guðjohnsen (64') Undankeppni EM 1996 Tyrkland 5-0 Ísland 1-0 Saffet Sancakli (8') 2-0 Saffet Sancakli (26') 3-0 Hakan Sukur (27') 4-0 Hakan Sukur (61') 5-0 Sergen Yalcin (65') Ísland 0-0 Tyrkland Undankeppni EM 2016 Ísland 3-0 Tyrkland 1-0 Jón Daði Böðvarsson (19') 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (76') 3-0 Kolbeinn Sigþórsson (77') Tyrkland 1-0 Ísland 1-0 Selcuk Inan (89') Undankeppni HM 2018 Ísland 2-0 Tyrkland 1-0 Ömer Toprak, sjálfsmark (42') 2-0 Alfreð Finnbogason (44') Tyrkland 0-3 Ísland 0-1 Jóhann Berg Guðmundsson (32') 0-2 Birkir Bjarnason (39') 0-3 Kári Árnason (49') Undankeppni EM 2020 Ísland 2-1 Tyrkland 1-0 Ragnar Sigurðsson (21') 2-0 Ragnar Sigurðsson (32') 2-1 Dorukhan Toköz (40') Tyrkland 0-0 Ísland
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tyrkland Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Fleiri fréttir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti