Reglur kvöldsins: Engir áhorfendur og slökkt á meðan hinn talar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. september 2024 10:57 Ekkert hefur verið ákveðið um aðrar kappræður milli Harris og Trump en varaforsetaefnin Tim Walz og J.D. Vance mætast 1. október. Getty Menn bíða þess nú með mikilli eftivæntingu að Kamala Harris og Donald Trump mætist í fyrstu, og mögulega einu, kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember. Kappræðurnar fara fram í nótt, klukkan 01:00 að íslenskum tíma, og verða meðal annars sendar út beint á ABC News Live og Disney+. Það er ABC sem stendur fyrir kappræðunum en stjórnendur verða David Muir, þáttastjórnandi World News Tonight, og Lindsey Davis, þáttastjórnandi Wold News Tonight Sunday og ABC News Live Prime. Sjónvarpsstöðin birti reglurnar kappræðanna um helgina, sem báðir forsetaframbjóðendurnir hafa samþykkt. Kappræðurnar verða 90 mínútur með tveimur auglýsingahléum. Engir áhorfendur verða í sal og þá verða stjórnendurnir þeir einu sem spyrja spurninga. Frambjóðendurnir mega ekki spyrja hvort annað spurninga. Peningi var kastað 3. september til að ákveða hvort fengi að velja í hvaða röð lokaræðurnar yrðu fluttar. Trump vann kastið og valdi að tala á eftir Harris. Harris valdi að vera hægra megin á sviðinu, frá áhorfandanum séð. Trump var ófeiminn við að grípa frammí fyrir Clinton á sínum tíma og þá þótti koma vel út fyrir hann að vera líka í mynd þegar hún var að tala, þar sem hann lét vanþóknun sína í ljós með hinum ýmsu svipbrigðum.Getty/Chip Somodevilla Slökkt á míkrafóninum þegar hitt talar Harris verður kynnt fyrst á svið og svo Trump. Þau munu ekki flytja upphafsræður en fá tvær mínútur hvort í lokin til að biðla til kjósenda. Það vakti mikla athygli þegar Donald Trump fór á flakk í í kappræðunum við Hillary Clinton árið 2016 og hefur Clinton lýst því síðar að hafa fundist það afar óþægilegt. Bæði Trump og Harris hafa hins vegar skuldbundið sig til að halda sig á bakvið ræðupúltið að þessu sinni. Þau fá ekki að hafa neina hluti með sér á sviðið, né skrifaðan texta, en verður séð fyrir penna, skrifblokk og vatnsflösku. Forsetaefnin fá tvær mínútur til að svara spurningu, tvær mínútur í andsvar og mínútu til að fylgja spurningu eftir eða skýra eitthvað nánar. Þá var ákveðið að slökkt verður á míkrafón þess sem hefur ekki orðið, sem mun óhjákvæmilega draga úr uppákomum þar sem annað reynir að taka fram í fyrir hinu. Harris er sögð hafa samþykkt regluna með semingi, þar sem Trump er þekktur fyrir að rjúka upp við hin ýmsu tilefni. Það gæti verið Harris í hag. Starfsmenn framboðanna munu ekki fá að eiga í samskiptum við frambjóðendurna á meðan auglýsingahléi stendur og þá munu stjórnendur gæta að því að almennrar kurteisi sé gætt og tímamörk virt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Kappræðurnar fara fram í nótt, klukkan 01:00 að íslenskum tíma, og verða meðal annars sendar út beint á ABC News Live og Disney+. Það er ABC sem stendur fyrir kappræðunum en stjórnendur verða David Muir, þáttastjórnandi World News Tonight, og Lindsey Davis, þáttastjórnandi Wold News Tonight Sunday og ABC News Live Prime. Sjónvarpsstöðin birti reglurnar kappræðanna um helgina, sem báðir forsetaframbjóðendurnir hafa samþykkt. Kappræðurnar verða 90 mínútur með tveimur auglýsingahléum. Engir áhorfendur verða í sal og þá verða stjórnendurnir þeir einu sem spyrja spurninga. Frambjóðendurnir mega ekki spyrja hvort annað spurninga. Peningi var kastað 3. september til að ákveða hvort fengi að velja í hvaða röð lokaræðurnar yrðu fluttar. Trump vann kastið og valdi að tala á eftir Harris. Harris valdi að vera hægra megin á sviðinu, frá áhorfandanum séð. Trump var ófeiminn við að grípa frammí fyrir Clinton á sínum tíma og þá þótti koma vel út fyrir hann að vera líka í mynd þegar hún var að tala, þar sem hann lét vanþóknun sína í ljós með hinum ýmsu svipbrigðum.Getty/Chip Somodevilla Slökkt á míkrafóninum þegar hitt talar Harris verður kynnt fyrst á svið og svo Trump. Þau munu ekki flytja upphafsræður en fá tvær mínútur hvort í lokin til að biðla til kjósenda. Það vakti mikla athygli þegar Donald Trump fór á flakk í í kappræðunum við Hillary Clinton árið 2016 og hefur Clinton lýst því síðar að hafa fundist það afar óþægilegt. Bæði Trump og Harris hafa hins vegar skuldbundið sig til að halda sig á bakvið ræðupúltið að þessu sinni. Þau fá ekki að hafa neina hluti með sér á sviðið, né skrifaðan texta, en verður séð fyrir penna, skrifblokk og vatnsflösku. Forsetaefnin fá tvær mínútur til að svara spurningu, tvær mínútur í andsvar og mínútu til að fylgja spurningu eftir eða skýra eitthvað nánar. Þá var ákveðið að slökkt verður á míkrafón þess sem hefur ekki orðið, sem mun óhjákvæmilega draga úr uppákomum þar sem annað reynir að taka fram í fyrir hinu. Harris er sögð hafa samþykkt regluna með semingi, þar sem Trump er þekktur fyrir að rjúka upp við hin ýmsu tilefni. Það gæti verið Harris í hag. Starfsmenn framboðanna munu ekki fá að eiga í samskiptum við frambjóðendurna á meðan auglýsingahléi stendur og þá munu stjórnendur gæta að því að almennrar kurteisi sé gætt og tímamörk virt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira