Brasilíumenn í basli í undankeppni HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 10:01 Vinicius Jr. er langt frá því að sýna það sama með brasilíska landsliðinu og hann gerir venjulega með Real Madrid. Getty/Lucas Figueiredo Brasilía og Argentína töpuðu leikjum sínum í undankeppni HM 2026 í fótbolta í nótt en það er óhætt að segja að staða liðanna sé gjörólík. Argentína er enn í toppsætinu þrátt fyrir 2-1 tap á móti Kólumbíu en Kólumbíumenn eru núna tveimur stigum á eftir heimsmeisturunum. Kólumbía hefur enn ekki tapað í undankeppninni (4 sigrar og 4 jafntefli). James Rodriguez tryggði Kólumbíu sigurinn með marki úr vítaspyrnu en argentínska liðið lék án Lionel Messi sem er meiddur. Þetta var í fyrsta sinn síðan 2019 sem Kólumbía nær að vinna Argentínu. Yerson Mosquera kom Kólumbíu í 1-0 á 25. mínútu en Nico Gonzalez jafnaði á 48. mínútu eftir varnarmistök. James skoraði síðan úr vítaspyrnu á 60. mínútu og það reyndist vera sigurmarkið í leiknum. James Rodriguez fagnar hér sigurmarki sínu á móti Argentínumönnum í nótt.Getty/Eurasia Sport Images Brasilía tapaði á sama tíma 1-0 á útivelli á móti Paragvæ. Diego Gómez skoraði eina mark leiksins á 20. mínútu. Brasilíska liðið er með ekkert sjálfstraust þessa dagana og náði ekki einu sinni skoti á mark í fyrri hálfleiknum. Þetta var enn einn leikurinn þar sem Vinicius Jr var ekki nálægt því að sýna það sama og hann gerir með Real Madrid. Þetta var líka fjórða tap Brasilíumanna í síðustu fimm leikjum þeirra í undankeppninni og þeir eru nú með fleiri töp (4) en sigra (3) í fyrstu átta leikjum hennar. Það þýðir að brasilíska liðið er í fimmta sætið með tíu stig alveg eins og Venesúela sem er í sjötta sætinu. Sex efstu þjóðirnar fara beint á HM en sjöunda sætið fer í umspil á milli álfanna. Paragvæ er stigi á eftir Brasilíu og Venesúela eftir þennan sigur. Brasilíumenn hafa verið með á öllum heimsmeistarakeppnum sögunnar og oftast hafa þeir tryggt sér sætið með sannfærandi hætti. Nú er aftur á móti mikil pressa á liðinu í næsta glugga í október þar sem liðið mætir Síle á útivelli og Perú á heimavelli. Þetta er tvær neðstu þjóðirnar í suður-ameríska undanriðlinum en kannski sýnd veiði en ekki gefin. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Sjá meira
Argentína er enn í toppsætinu þrátt fyrir 2-1 tap á móti Kólumbíu en Kólumbíumenn eru núna tveimur stigum á eftir heimsmeisturunum. Kólumbía hefur enn ekki tapað í undankeppninni (4 sigrar og 4 jafntefli). James Rodriguez tryggði Kólumbíu sigurinn með marki úr vítaspyrnu en argentínska liðið lék án Lionel Messi sem er meiddur. Þetta var í fyrsta sinn síðan 2019 sem Kólumbía nær að vinna Argentínu. Yerson Mosquera kom Kólumbíu í 1-0 á 25. mínútu en Nico Gonzalez jafnaði á 48. mínútu eftir varnarmistök. James skoraði síðan úr vítaspyrnu á 60. mínútu og það reyndist vera sigurmarkið í leiknum. James Rodriguez fagnar hér sigurmarki sínu á móti Argentínumönnum í nótt.Getty/Eurasia Sport Images Brasilía tapaði á sama tíma 1-0 á útivelli á móti Paragvæ. Diego Gómez skoraði eina mark leiksins á 20. mínútu. Brasilíska liðið er með ekkert sjálfstraust þessa dagana og náði ekki einu sinni skoti á mark í fyrri hálfleiknum. Þetta var enn einn leikurinn þar sem Vinicius Jr var ekki nálægt því að sýna það sama og hann gerir með Real Madrid. Þetta var líka fjórða tap Brasilíumanna í síðustu fimm leikjum þeirra í undankeppninni og þeir eru nú með fleiri töp (4) en sigra (3) í fyrstu átta leikjum hennar. Það þýðir að brasilíska liðið er í fimmta sætið með tíu stig alveg eins og Venesúela sem er í sjötta sætinu. Sex efstu þjóðirnar fara beint á HM en sjöunda sætið fer í umspil á milli álfanna. Paragvæ er stigi á eftir Brasilíu og Venesúela eftir þennan sigur. Brasilíumenn hafa verið með á öllum heimsmeistarakeppnum sögunnar og oftast hafa þeir tryggt sér sætið með sannfærandi hætti. Nú er aftur á móti mikil pressa á liðinu í næsta glugga í október þar sem liðið mætir Síle á útivelli og Perú á heimavelli. Þetta er tvær neðstu þjóðirnar í suður-ameríska undanriðlinum en kannski sýnd veiði en ekki gefin.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Sjá meira