Alþjóðlegar kröfur um króknandi en velupplýsta leikmenn Pawel Bartoszek skrifar 11. september 2024 14:31 Knattspyrnuiðnaðurinn á heimsvísu er heilmikill bransi og ekkert að því. Í góðum rekstri leitar fólk gjarnan leiða til að lágmarka eigin útgjöld. Ein leið til þess er að láta einhverja aðra borga fyrir stofnkostnaðinn við reksturinn. Í tilfelli knattspyrnuiðnaðarins: fyrir leikvangana og það sem þeim tengist. Réttlætingin fyrir þessu að þessi kostnaður kemur til vegna síaukinna „krafna“. Frá hverjum? Jú, jú, iðnaðinum sjálfum. Stjórnmálamenn virðast almennt til í að samþykkja þetta upplegg. Ef þeir gera það ekki þá mæta ástríðufullir menn á sviðið og segja að stjórnvöld (les: skattgreiðendur) verði að „hundskast“ og „drullast“ til að „hysja upp um sig buxurnar“ og „sýna metnað“. Ef ekki þá muni liðið fara og spila á öðrum velli, í öðrum bæ, í öðru héraði, eða í öðru landi. „Vilja menn það?“. Stundum meika þessi útgjöld einhvern sens og geta nýst í eitthvað skynsamlegt til frambúðar. En stundum bara alls ekki. Nú eru til dæmis Víkingar að fara að spila Sambandsdeild Evrópu í vetur. Knattspyrnusamband Evrópu vill ekki leyfa þeim að spila á Laugardalsvelli að því að reyndist ekki unnt að spila á honum einn leik síðast. Líkt og það sé ekki viðbúið að „force-majeure“ klausan þurfi mögulega að vera notuð þegar spila þarf fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Ein af ástæðum fyrir því að ekki sé hægt að spila hvar sem er „krafa“ um aðskildar stúkur. Það er gert til að aðgreina áhorfendahópa. Þaðan koma líka kröfur um snúningshlið á völlum sem ekkert íslenskt mannvirki uppfyllir raunar og við virðumst fá undanþágu frá. Margt að þessu er kannski skiljanlegt, en það er ekki fullmikil meðvirkni með einhverjum bullukúltúr ef að þú getur ekki látið aðdáendur ólíkra liða horfa saman á leik í eina og sama mannvirkinu? Og eiga skattgreiðendur hér á landin að bera kostnað af þessari kröfu? Og þá kemur að því sá völlur sem helst uppfyllir það að hægt sé að spila fótbolta á honum á upphituðu grasi og aðgreina hópa er Kópavogsvöllur. Hann er hins vegar ekki með nægilega sterk flóðljós fyrir sjónvarpsútsendingar. Sem aftur kemur að þeim punkti að það er verið að leggja til að spila fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Klukkan átta um kvöldið. Ætli að það sé ráðlegt út frá heilsu leikmanna? Áhorfenda? Skynsamlegri nýtingu á fjármunum? Nei, það sem ræður för þarna eru sjónvarpsútsendingar. Það eru örugglega einhver góð rök fyrir þessum tímasetningum, en ef að hin ósýnilega hönd markaðarins vill endilega spila fótbolta við heimskautsbaug, að vetri til, um nótt, þá mætti hún kannski leggja sinn skerf á borðið til að það geti orðið af því. Frekar en að krefjast þess að skattgreiðendur borgi brúsann. Því ekki má gleyma að allt þetta, allar þessar kröfur og öll þessi óbilgirni, eru mannanna verk. HM í Katar fór ekki fram um mitt sumar. Leikirnir voru brotnir upp með vatns-pásum. Af því að mótið fór fram í Katar. Við Persaflóann. Af því að þótt það hafi kostað óheyrilegar fjárhæðir að halda mótið þá lögðu menn það ekki á sig að færa landið til á jarðkringlunni. Það má alveg fjárfesta í íþróttamannvirkjum ef þessar fjárfestingar nýtast okkur. Upphitað gervigras eykur til dæmis nýtingu valla, líka vegna æfinga barna. En aðskildar stúkur, snúningshlið og flóðljós til að tryggja sjónvarpsútsendingar á nóttunni um vetur nýtast okkur ekki til neins nema til að uppfylla einhverjar tilbúnar „kröfur“ annarra. Kannski er kominn til að fara að setja spurningamerki við þær. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Viðreisn KSÍ Víkingur Reykjavík Laugardalsvöllur Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Knattspyrnuiðnaðurinn á heimsvísu er heilmikill bransi og ekkert að því. Í góðum rekstri leitar fólk gjarnan leiða til að lágmarka eigin útgjöld. Ein leið til þess er að láta einhverja aðra borga fyrir stofnkostnaðinn við reksturinn. Í tilfelli knattspyrnuiðnaðarins: fyrir leikvangana og það sem þeim tengist. Réttlætingin fyrir þessu að þessi kostnaður kemur til vegna síaukinna „krafna“. Frá hverjum? Jú, jú, iðnaðinum sjálfum. Stjórnmálamenn virðast almennt til í að samþykkja þetta upplegg. Ef þeir gera það ekki þá mæta ástríðufullir menn á sviðið og segja að stjórnvöld (les: skattgreiðendur) verði að „hundskast“ og „drullast“ til að „hysja upp um sig buxurnar“ og „sýna metnað“. Ef ekki þá muni liðið fara og spila á öðrum velli, í öðrum bæ, í öðru héraði, eða í öðru landi. „Vilja menn það?“. Stundum meika þessi útgjöld einhvern sens og geta nýst í eitthvað skynsamlegt til frambúðar. En stundum bara alls ekki. Nú eru til dæmis Víkingar að fara að spila Sambandsdeild Evrópu í vetur. Knattspyrnusamband Evrópu vill ekki leyfa þeim að spila á Laugardalsvelli að því að reyndist ekki unnt að spila á honum einn leik síðast. Líkt og það sé ekki viðbúið að „force-majeure“ klausan þurfi mögulega að vera notuð þegar spila þarf fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Ein af ástæðum fyrir því að ekki sé hægt að spila hvar sem er „krafa“ um aðskildar stúkur. Það er gert til að aðgreina áhorfendahópa. Þaðan koma líka kröfur um snúningshlið á völlum sem ekkert íslenskt mannvirki uppfyllir raunar og við virðumst fá undanþágu frá. Margt að þessu er kannski skiljanlegt, en það er ekki fullmikil meðvirkni með einhverjum bullukúltúr ef að þú getur ekki látið aðdáendur ólíkra liða horfa saman á leik í eina og sama mannvirkinu? Og eiga skattgreiðendur hér á landin að bera kostnað af þessari kröfu? Og þá kemur að því sá völlur sem helst uppfyllir það að hægt sé að spila fótbolta á honum á upphituðu grasi og aðgreina hópa er Kópavogsvöllur. Hann er hins vegar ekki með nægilega sterk flóðljós fyrir sjónvarpsútsendingar. Sem aftur kemur að þeim punkti að það er verið að leggja til að spila fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Klukkan átta um kvöldið. Ætli að það sé ráðlegt út frá heilsu leikmanna? Áhorfenda? Skynsamlegri nýtingu á fjármunum? Nei, það sem ræður för þarna eru sjónvarpsútsendingar. Það eru örugglega einhver góð rök fyrir þessum tímasetningum, en ef að hin ósýnilega hönd markaðarins vill endilega spila fótbolta við heimskautsbaug, að vetri til, um nótt, þá mætti hún kannski leggja sinn skerf á borðið til að það geti orðið af því. Frekar en að krefjast þess að skattgreiðendur borgi brúsann. Því ekki má gleyma að allt þetta, allar þessar kröfur og öll þessi óbilgirni, eru mannanna verk. HM í Katar fór ekki fram um mitt sumar. Leikirnir voru brotnir upp með vatns-pásum. Af því að mótið fór fram í Katar. Við Persaflóann. Af því að þótt það hafi kostað óheyrilegar fjárhæðir að halda mótið þá lögðu menn það ekki á sig að færa landið til á jarðkringlunni. Það má alveg fjárfesta í íþróttamannvirkjum ef þessar fjárfestingar nýtast okkur. Upphitað gervigras eykur til dæmis nýtingu valla, líka vegna æfinga barna. En aðskildar stúkur, snúningshlið og flóðljós til að tryggja sjónvarpsútsendingar á nóttunni um vetur nýtast okkur ekki til neins nema til að uppfylla einhverjar tilbúnar „kröfur“ annarra. Kannski er kominn til að fara að setja spurningamerki við þær. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun