Látið sjóði verkafólks vera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 11. september 2024 20:33 Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar koma fram áform um að fella brott framlag til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða: lækka það um 4,7 milljarða strax á næsta ári og afnema til fulls árið þar á eftir. Fjárframlagið hefur verið veitt úr ríkissjóði frá 2007 og má rekja til kjarasamninga á almennum vinnumarkaði árið 2005, þegar verkalýðshreyfingin slakaði á launakröfum gegn því að ríkið stigi inn með aðgerðum til að jafna þann aðstöðumun sem lífeyrissjóðir búa við vegna misjafnrar tíðni örorku. Það gefur auga leið að því meiri sem örorkutíðni er hjá lífeyrissjóði, því minni er geta sjóðsins til að standa undir lífeyrisgreiðslum til sjóðfélaga. Mest er örorkubyrðin hjá sjóðum verkafólks sem vinnur slítandi störf, en í dag renna meira en 60% jöfnunarframlagsins til sjóðanna Gildis, Festu og Stapa. Gildi og Festa hafa varið framlaginu beint til aukinnar réttindaávinnslu um sem nemur 3,6% af iðgjöldum sjóðfélaga. Með algeru afnámi framlagsins mun réttindaávinnslan lækka sem þessu nemursem er bein árás á lífeyrisréttindi erfiðisvinnufólks og láglaunafólks. Við það verður ekki unað og um slíkt verður enginn friður á Alþingi. Samfylkingin starfar í þjónustu við vinnandi stéttir og mun standa fast gegn hvers kyns áhlaupi á sjóði verkafólks. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Alþingi Fjármál heimilisins Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar koma fram áform um að fella brott framlag til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða: lækka það um 4,7 milljarða strax á næsta ári og afnema til fulls árið þar á eftir. Fjárframlagið hefur verið veitt úr ríkissjóði frá 2007 og má rekja til kjarasamninga á almennum vinnumarkaði árið 2005, þegar verkalýðshreyfingin slakaði á launakröfum gegn því að ríkið stigi inn með aðgerðum til að jafna þann aðstöðumun sem lífeyrissjóðir búa við vegna misjafnrar tíðni örorku. Það gefur auga leið að því meiri sem örorkutíðni er hjá lífeyrissjóði, því minni er geta sjóðsins til að standa undir lífeyrisgreiðslum til sjóðfélaga. Mest er örorkubyrðin hjá sjóðum verkafólks sem vinnur slítandi störf, en í dag renna meira en 60% jöfnunarframlagsins til sjóðanna Gildis, Festu og Stapa. Gildi og Festa hafa varið framlaginu beint til aukinnar réttindaávinnslu um sem nemur 3,6% af iðgjöldum sjóðfélaga. Með algeru afnámi framlagsins mun réttindaávinnslan lækka sem þessu nemursem er bein árás á lífeyrisréttindi erfiðisvinnufólks og láglaunafólks. Við það verður ekki unað og um slíkt verður enginn friður á Alþingi. Samfylkingin starfar í þjónustu við vinnandi stéttir og mun standa fast gegn hvers kyns áhlaupi á sjóði verkafólks. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar