115 kærur Manchester City teknar fyrir á mánudag Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2024 14:42 Formleg réttarhöld hefjast á mánudag vegna meintra fjármálabrota Manchester City. EPA Réttarhöld vegna 115 ákæra ensku úrvalsdeildarinnar á hendur Manchester City vegna meintra fjármálabrota hefst á mánudaginn. City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi. City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. Málið hefur verið til umræðu um hríð en réttarhöldin hefjast á mánudag samkvæmt Sky Sports. City vann deildina þrisvar á þessu níu ára tímabili en félagið neitar alfarið sök í málinu. Hvað er Manchester City ákært fyrir? Meðal ákæra á hendur City er að þeir hafi ekki upplýst að fullu um fjárhagslega þóknun sem einum af stjórnendum þeirra voru greidd á fjögurra ára tímabili. Tillagan er sú að það hafi verið leynilegur samningur og að stjórnandinn hafi fengið mun hærri laun en opinberlega var gefið upp. Enska úrvalsdeildin heldur því einnig fram að City hafi ekki farið að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi yfir fimm ára tímabil. Þeir fullyrða einnig að fulltrúar Manchester City hafi ekki verið samvinnuþýðir við rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar á málinu. Hvað gæti orðið um City? Everton hefur þegar fundið fyrir stigafrádrætti vegna brota sem þessara, en stig voru dregin af félaginu í fyrra. Refsing vegna málsins gæti verið frá sektum og stigafrádrætti í það að vera vísað úr deildinni. Það þykir þó ólíklegt og væri talin öfgakennd refsing. Hvenær verður ákvörðun tekin? Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor. Búist er við því að formleg réttarhöld óháðu nefndarinnar muni standa yfir í allt að tvo mánuði, þar sem bæði úrvalsdeildin og City munu leggja fram gögn fyrir nefndina. Nefndin mun þá fara og skoða öll sönnunargögn áður en ákvörðun er tekin. Búist er við að það ferli taki nokkra mánuði vegna umfangs gjalda og magn upplýsinga sem á að fara yfir. Verði niðurstaðan sekt City eru allar líkur á því að félagið áfrýi því og tekur þá við nýtt ferli. Hvað hefur City sagt? Þegar ákærurnar voru fyrst tilkynntar í febrúar 2023 sagði City að félagið væri „undrandi“ yfir ásökunum ensku úrvalsdeildarinnar. Auk þess að láta í ljós undrun sína á ákærunum, sagðist City einnig hafa lagt til „mikið magn ítarlegra gagna“ í té rannsakenda við rannsókn úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. Málið hefur verið til umræðu um hríð en réttarhöldin hefjast á mánudag samkvæmt Sky Sports. City vann deildina þrisvar á þessu níu ára tímabili en félagið neitar alfarið sök í málinu. Hvað er Manchester City ákært fyrir? Meðal ákæra á hendur City er að þeir hafi ekki upplýst að fullu um fjárhagslega þóknun sem einum af stjórnendum þeirra voru greidd á fjögurra ára tímabili. Tillagan er sú að það hafi verið leynilegur samningur og að stjórnandinn hafi fengið mun hærri laun en opinberlega var gefið upp. Enska úrvalsdeildin heldur því einnig fram að City hafi ekki farið að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi yfir fimm ára tímabil. Þeir fullyrða einnig að fulltrúar Manchester City hafi ekki verið samvinnuþýðir við rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar á málinu. Hvað gæti orðið um City? Everton hefur þegar fundið fyrir stigafrádrætti vegna brota sem þessara, en stig voru dregin af félaginu í fyrra. Refsing vegna málsins gæti verið frá sektum og stigafrádrætti í það að vera vísað úr deildinni. Það þykir þó ólíklegt og væri talin öfgakennd refsing. Hvenær verður ákvörðun tekin? Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor. Búist er við því að formleg réttarhöld óháðu nefndarinnar muni standa yfir í allt að tvo mánuði, þar sem bæði úrvalsdeildin og City munu leggja fram gögn fyrir nefndina. Nefndin mun þá fara og skoða öll sönnunargögn áður en ákvörðun er tekin. Búist er við að það ferli taki nokkra mánuði vegna umfangs gjalda og magn upplýsinga sem á að fara yfir. Verði niðurstaðan sekt City eru allar líkur á því að félagið áfrýi því og tekur þá við nýtt ferli. Hvað hefur City sagt? Þegar ákærurnar voru fyrst tilkynntar í febrúar 2023 sagði City að félagið væri „undrandi“ yfir ásökunum ensku úrvalsdeildarinnar. Auk þess að láta í ljós undrun sína á ákærunum, sagðist City einnig hafa lagt til „mikið magn ítarlegra gagna“ í té rannsakenda við rannsókn úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira