Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2024 10:57 Frá sendiráði Bretlands í Moskvu. AP Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi. Á vef ríkismiðilsins TASS segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar þess að skjöl fundust sem varpi ljósi á að Bretar hafi skipulagt aðgerðir til að grafa undan rússneska ríkinu. Vegna þessa og annarra „óvinveittra skrefa“ Breta verði fólkinu vísað úr landi. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er staddur í Washington DC á fundum með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en hann sagði í gærkvöldi að Bretar sæktust ekki eftir stríði við Rússa. Ráðamenn í Kreml hefðu hafið stríðið í Úkraínu og þeir gætu bundið enda á það hvenær sem er. Þá sagði hann að Úkraínumenn hefðu rétt á að verja sig og Bretar hefðu stutt Úkraínumenn og varnir þeirra. Sjá einnig: Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Úkraínumenn hafa ítrekað beðið bakhjarla sína um leyfi til að gera árásir í Rússlandi með vopnum sem þeir hafa fengið. Vopnum eins og stórskotaliði og stýriflaugum berast oftar en ekki með takmarkanir að því leyti að þeim skuli ekki beitt innan landamæra Rússlands. Þessi áköll hafa aukist að undanförnu, samhliða því að fregnir hafa borist af því að Rússar hafi fengið skammdrægar skotflaugar frá Íran. Úkraínumenn vilja fá að gera árásir á vopnageymslur og önnur skotmörk í Rússlandi, svo þeir geti grandað þessum skotflaugum áður en þeim er skotið að Úkraínu. Eins og áður segir hafa fregnir borist af því að Bretar ætli að leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með stýriflaugum sem kallast Storm Shadow. Þær voru þróaðar af Bretum og Frökkum en franska útgáfan kallast SCALP og hafa Úkraínumenn notað þær um nokkuð skeið gegn Rússum. Óljóst er hve margar slíkar stýriflaugar Úkraínumenn eiga eftir og hafa aðgang að en sérfræðingar telja þær ekki margar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því á undanförnum dögum að Biden vilji ekki leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með eldflaugum frá Bandaríkjunum sem kallast ATACMS. Svipað ástand skapaðist á sínum tíma með vestræna skriðdreka, þegar Úkraínumenn höfðu beðið um þá um nokkuð skeið. Bretar voru fyrstir til að ríða á vaðið en aðrir bakhjarlar Úkraínu fylgdu þeim svo eftir. Úkraínumenn hafa til að mynda lengi beðið um Taurus-stýriflaugar frá Þjóðverjum, sem hafa ekki viljað verða við þeirri beiðni enn. Taurus drífa allt að fimm hundruð kílómetra og fljúga í einungis 35 metra hæð, sem gerir loftvarnarkerfum mjög erfitt að finna þær og skjóta þær niður, samkvæmt DW. Miðillinn sagði í mars að Þjóðverjar ættu um sex hundruð stýriflaugar og að allt að þrjú hundruð gætu verið sendar til Úkraínu með litlum fyrirvara. Rússland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Þýskaland Úkraína Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Á vef ríkismiðilsins TASS segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar þess að skjöl fundust sem varpi ljósi á að Bretar hafi skipulagt aðgerðir til að grafa undan rússneska ríkinu. Vegna þessa og annarra „óvinveittra skrefa“ Breta verði fólkinu vísað úr landi. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er staddur í Washington DC á fundum með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en hann sagði í gærkvöldi að Bretar sæktust ekki eftir stríði við Rússa. Ráðamenn í Kreml hefðu hafið stríðið í Úkraínu og þeir gætu bundið enda á það hvenær sem er. Þá sagði hann að Úkraínumenn hefðu rétt á að verja sig og Bretar hefðu stutt Úkraínumenn og varnir þeirra. Sjá einnig: Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Úkraínumenn hafa ítrekað beðið bakhjarla sína um leyfi til að gera árásir í Rússlandi með vopnum sem þeir hafa fengið. Vopnum eins og stórskotaliði og stýriflaugum berast oftar en ekki með takmarkanir að því leyti að þeim skuli ekki beitt innan landamæra Rússlands. Þessi áköll hafa aukist að undanförnu, samhliða því að fregnir hafa borist af því að Rússar hafi fengið skammdrægar skotflaugar frá Íran. Úkraínumenn vilja fá að gera árásir á vopnageymslur og önnur skotmörk í Rússlandi, svo þeir geti grandað þessum skotflaugum áður en þeim er skotið að Úkraínu. Eins og áður segir hafa fregnir borist af því að Bretar ætli að leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með stýriflaugum sem kallast Storm Shadow. Þær voru þróaðar af Bretum og Frökkum en franska útgáfan kallast SCALP og hafa Úkraínumenn notað þær um nokkuð skeið gegn Rússum. Óljóst er hve margar slíkar stýriflaugar Úkraínumenn eiga eftir og hafa aðgang að en sérfræðingar telja þær ekki margar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því á undanförnum dögum að Biden vilji ekki leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með eldflaugum frá Bandaríkjunum sem kallast ATACMS. Svipað ástand skapaðist á sínum tíma með vestræna skriðdreka, þegar Úkraínumenn höfðu beðið um þá um nokkuð skeið. Bretar voru fyrstir til að ríða á vaðið en aðrir bakhjarlar Úkraínu fylgdu þeim svo eftir. Úkraínumenn hafa til að mynda lengi beðið um Taurus-stýriflaugar frá Þjóðverjum, sem hafa ekki viljað verða við þeirri beiðni enn. Taurus drífa allt að fimm hundruð kílómetra og fljúga í einungis 35 metra hæð, sem gerir loftvarnarkerfum mjög erfitt að finna þær og skjóta þær niður, samkvæmt DW. Miðillinn sagði í mars að Þjóðverjar ættu um sex hundruð stýriflaugar og að allt að þrjú hundruð gætu verið sendar til Úkraínu með litlum fyrirvara.
Rússland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Þýskaland Úkraína Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira