Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2024 11:21 Unnið að því að rétta af gröfu sem valt í sprengingu nærri Masyaf á sunnudaginn. Ísralar gerðu árásir á alla vegi sem liggja að rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri bænum. AP/Omar Sanadiki Samhliða umfangsmiklum loftárásum Ísraela á fjölda skotmarka í Sýrlandi síðastliðinn sunnudag gerðu ísraelskir sérsveitarmenn áhlaup á eldflaugaverksmiðju Hezbollah. Verksmiðjan er sögð hafa verið reist af Írönum við landamæri Sýrlands og Líbanon. Hezbollah hefur skotið miklum fjölda eldflauga að Ísrael frá því stríðið á Gasaströndinni hófst en samkvæmt heimildum Axios voru eldflaugar framleiddar fyrir Hezbollah í umræddri verksmiðju. SANA, ríkismiðill Sýrlands, segir átján manns hafa fallið í árásunum og að tugir hafi særst en árásir voru einnig gerðar á rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri Masyaf, þar sem efnavopn eins og saríngas voru framleidd á árum áður. Sjá einnig: Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Ísraelar hafa um árabil gert loftárásir í Sýrlandi sem sagðar eru beinast gegn vopnaflutningum og öðrum sendingum frá Íran til Líbanon. Þetta er þó í fyrsta sinn í langan tíma sem Ísraelar senda hermenn inn í Sýrland. New York Times segir Ísraela hafa verið að leita að þessari verksmiðju um langt skeið. Þeir hafa nokkrum sinnum áður gert loftárásir á svipuðum slóðum nærri Masyaf og árið 2018 réðu þeir sýrlenskan vísindamann sem vann þar að þróun eldflauga af dögum. Þessar árásir hafa þó ekki geta grandað verksmiðjunni vegna þess að hún var niðurgrafin og víggirt. Mynd af Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands, við glugga með brotinni rúðu í Masyaf.AP/Omar Sanadiki Herforinginn Qassim Soleimani, sem leiddi QUDS-sveitir íranska byltingarvarðarins, er sagður hafa komið að því að verksmiðjan var reist. Hann var einn valdamesti maður Írans áður en Bandaríkjamenn réðu hann af dögum í loftárás nærri Baghdad í Írak í byrjun árs 2020. QUDS sveitirnar hafa séð um að útvega vígahópum sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum vopn, fjármuni og þjálfun. Ísraelar felldu tvo herforingja úr QUDS í Damaskus í Sýrlandi í apríl. Sjá einnig: Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Ísraelski embættismenn telja að leiðtogar Hezbollah hafi viljað hafa verksmiðjuna í Sýrlandi þar sem Ísraelar ættu erfiðar með að gera árásir þar en í Líbanon. Fyrst sprengjur, svo menn Charles Lister, sérfræðingur í málnefnum Mið-Austurlanda, segir Ísraela hafa unnið að þessari árás í fimm ár. Þeir hafi fyrst gert loftárásir á fjórar varðstöðvar sýrlenska hersins við Masyaf. Þar á meðal hafi verið loftvarnarkerfi og vegir að rannsóknarstöðinni. Önnur bylgja loftárása beindist að rannsóknarstöðinni sjálfri, sem tengist verksmiðjunni með neðanjarðargöngum. Í þriðju bylgjunni voru sérsveitarmenn fluttir á vettvang um borð í þyrlum og nutu þeir stuðnings flugmanna sem flugu drónum yfir svæðinu og skutu á sýrlenska hermenn sem reyndu að koma verjendum verksmiðjunnar til aðstoðar. Sýrlenskur hermaður í Masyaf. Ekki liggur fyrir hve margir hermenn féllu í aðgerðum Ísraela.AP/Omar Sanadiki Lister segir að rannsóknarstöðin við Masyaf og umrædd verksmiðja hafi spilað stóra rullu í vopnaþróun Sýrlands, eins og þróun eldflauga, svokallaðra tunnusprengja og annarra vopna. Sérsveitarmennirnir tóku stjórn á verksmiðjunni og eru þeir sagðir hafa fellt einhverja óvini áður en þeir komu sprengjum fyrir og grönduðu verksmiðjunni. Í frétt New York Times segir að hermennirnir hafi einnig komið höndum yfir skjöl og búnað úr verksmiðjunni en þeir munu ekki hafa orðið fyrir mannfalli. Ísrael Sýrland Líbanon Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Hezbollah hefur skotið miklum fjölda eldflauga að Ísrael frá því stríðið á Gasaströndinni hófst en samkvæmt heimildum Axios voru eldflaugar framleiddar fyrir Hezbollah í umræddri verksmiðju. SANA, ríkismiðill Sýrlands, segir átján manns hafa fallið í árásunum og að tugir hafi særst en árásir voru einnig gerðar á rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri Masyaf, þar sem efnavopn eins og saríngas voru framleidd á árum áður. Sjá einnig: Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Ísraelar hafa um árabil gert loftárásir í Sýrlandi sem sagðar eru beinast gegn vopnaflutningum og öðrum sendingum frá Íran til Líbanon. Þetta er þó í fyrsta sinn í langan tíma sem Ísraelar senda hermenn inn í Sýrland. New York Times segir Ísraela hafa verið að leita að þessari verksmiðju um langt skeið. Þeir hafa nokkrum sinnum áður gert loftárásir á svipuðum slóðum nærri Masyaf og árið 2018 réðu þeir sýrlenskan vísindamann sem vann þar að þróun eldflauga af dögum. Þessar árásir hafa þó ekki geta grandað verksmiðjunni vegna þess að hún var niðurgrafin og víggirt. Mynd af Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands, við glugga með brotinni rúðu í Masyaf.AP/Omar Sanadiki Herforinginn Qassim Soleimani, sem leiddi QUDS-sveitir íranska byltingarvarðarins, er sagður hafa komið að því að verksmiðjan var reist. Hann var einn valdamesti maður Írans áður en Bandaríkjamenn réðu hann af dögum í loftárás nærri Baghdad í Írak í byrjun árs 2020. QUDS sveitirnar hafa séð um að útvega vígahópum sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum vopn, fjármuni og þjálfun. Ísraelar felldu tvo herforingja úr QUDS í Damaskus í Sýrlandi í apríl. Sjá einnig: Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Ísraelski embættismenn telja að leiðtogar Hezbollah hafi viljað hafa verksmiðjuna í Sýrlandi þar sem Ísraelar ættu erfiðar með að gera árásir þar en í Líbanon. Fyrst sprengjur, svo menn Charles Lister, sérfræðingur í málnefnum Mið-Austurlanda, segir Ísraela hafa unnið að þessari árás í fimm ár. Þeir hafi fyrst gert loftárásir á fjórar varðstöðvar sýrlenska hersins við Masyaf. Þar á meðal hafi verið loftvarnarkerfi og vegir að rannsóknarstöðinni. Önnur bylgja loftárása beindist að rannsóknarstöðinni sjálfri, sem tengist verksmiðjunni með neðanjarðargöngum. Í þriðju bylgjunni voru sérsveitarmenn fluttir á vettvang um borð í þyrlum og nutu þeir stuðnings flugmanna sem flugu drónum yfir svæðinu og skutu á sýrlenska hermenn sem reyndu að koma verjendum verksmiðjunnar til aðstoðar. Sýrlenskur hermaður í Masyaf. Ekki liggur fyrir hve margir hermenn féllu í aðgerðum Ísraela.AP/Omar Sanadiki Lister segir að rannsóknarstöðin við Masyaf og umrædd verksmiðja hafi spilað stóra rullu í vopnaþróun Sýrlands, eins og þróun eldflauga, svokallaðra tunnusprengja og annarra vopna. Sérsveitarmennirnir tóku stjórn á verksmiðjunni og eru þeir sagðir hafa fellt einhverja óvini áður en þeir komu sprengjum fyrir og grönduðu verksmiðjunni. Í frétt New York Times segir að hermennirnir hafi einnig komið höndum yfir skjöl og búnað úr verksmiðjunni en þeir munu ekki hafa orðið fyrir mannfalli.
Ísrael Sýrland Líbanon Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira