Hafna því að CIA hafi reynt að ráða Maduro af dögum Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2024 17:29 Nicolás Maduro og stjórn hans hafa þrengt mjög að fjölmiðlum og frjálsum skoðanaskiptum í landinu. Getty/Jesus Vargas Bandaríkjastjórn hafnar ásökunum stjórnvalda í Venesúela um að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi reynt að myrða Nicolás Maduro forseta og aðra háttsetta embættismenn. Þrír bandarískir ríkisborgarar, tveir Spánverjar og einn tékkneskur ríkisborgari hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að ógna stöðugleika í landinu, að sögn Diosdado Cabello, innanríkisráðherra Venesúela. Hann hefur kallað fangana „málaliða“ og fullyrt að CIA hafi „stjórnað aðgerðinni.“ Jafnframt hafi verið lagt hald á hundruð vopna. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Bandaríkin hafna þessu staðfastlega en ásakanirnar koma fram eftir að stjórnvöld í Washington gripu til refsiaðgerða gagnvart sextán háttsettum embættismönnum með tengsl við Maduro forseta. Hann lýsti yfir sigri í þarlendum forsetakosningum í júlí en Bandaríkin hafa, auk fleiri ríkja, sagt niðurstöðuna ólögmæta. SÞ gagnrýnt kosningarnar Stjórnarandstæðingar lýstu sömuleiðis yfir sigri í kosningunum en stjórnvöld hafa ekki orðið við kröfum um birtingu ítarlegrar niðurstöðu atkvæðatalningar. Maduro og stjórn hans hafa þrengt mjög að stjórnarandstæðingum og frjálsum skoðanaskiptum. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að forsetakosningarnar hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýndu kjörstjórn landsins harðlega fyrir að kveða upp úrslit án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Hermaður í haldi Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins staðfestir að bandarískur hermaður sé í haldi í Venesúela og hafa borist óstaðfestar fregnir af tveimur öðrum bandarískum ríkisborgurum. Cabello, innanríkisráðherra Venesúela segir fólkið í haldi hafa haft samband við „franska málaliða“ frá Austur-Evrópu og tekið þátt í „aðgerð til að reyna að ráðast á“ Venesúela. Sakar hann hópinn um að skipuleggja hryðjuverk. Stjórnvöld í Venesúela staðhæfa að Spánverjarnir sem eru í haldi séu tengdir spænsku leyniþjónustunni CNI en spænskir miðlar hafa eftir heimildum að svo sé ekki. AFP-fréttaveitan hefur eftir ónefendum viðmælanda að spænsk stjórnvöld hafni því að eiga aðild að aðgerð sem var ætlað að grafa undan pólitískum stöðugleika í Venesúela. Venesúela Bandaríkin Spánn Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Þrír bandarískir ríkisborgarar, tveir Spánverjar og einn tékkneskur ríkisborgari hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að ógna stöðugleika í landinu, að sögn Diosdado Cabello, innanríkisráðherra Venesúela. Hann hefur kallað fangana „málaliða“ og fullyrt að CIA hafi „stjórnað aðgerðinni.“ Jafnframt hafi verið lagt hald á hundruð vopna. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Bandaríkin hafna þessu staðfastlega en ásakanirnar koma fram eftir að stjórnvöld í Washington gripu til refsiaðgerða gagnvart sextán háttsettum embættismönnum með tengsl við Maduro forseta. Hann lýsti yfir sigri í þarlendum forsetakosningum í júlí en Bandaríkin hafa, auk fleiri ríkja, sagt niðurstöðuna ólögmæta. SÞ gagnrýnt kosningarnar Stjórnarandstæðingar lýstu sömuleiðis yfir sigri í kosningunum en stjórnvöld hafa ekki orðið við kröfum um birtingu ítarlegrar niðurstöðu atkvæðatalningar. Maduro og stjórn hans hafa þrengt mjög að stjórnarandstæðingum og frjálsum skoðanaskiptum. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að forsetakosningarnar hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýndu kjörstjórn landsins harðlega fyrir að kveða upp úrslit án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Hermaður í haldi Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins staðfestir að bandarískur hermaður sé í haldi í Venesúela og hafa borist óstaðfestar fregnir af tveimur öðrum bandarískum ríkisborgurum. Cabello, innanríkisráðherra Venesúela segir fólkið í haldi hafa haft samband við „franska málaliða“ frá Austur-Evrópu og tekið þátt í „aðgerð til að reyna að ráðast á“ Venesúela. Sakar hann hópinn um að skipuleggja hryðjuverk. Stjórnvöld í Venesúela staðhæfa að Spánverjarnir sem eru í haldi séu tengdir spænsku leyniþjónustunni CNI en spænskir miðlar hafa eftir heimildum að svo sé ekki. AFP-fréttaveitan hefur eftir ónefendum viðmælanda að spænsk stjórnvöld hafni því að eiga aðild að aðgerð sem var ætlað að grafa undan pólitískum stöðugleika í Venesúela.
Venesúela Bandaríkin Spánn Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22
Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49
SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29
Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57