„Það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2024 09:30 Sölvi Geir Ottesen. Vísir/Arnar Stjarna nýliðins landsliðsverkefnis karla í fótbolta var ekki innan vallar er Ísland mætti Svartfellingum og Tyrkjum í Þjóðadeild karla. Aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen vakti mikla, og verðskuldaða athygli. Það voru föst leikatriði af teikniborði Sölva Geirs sem skiluðu öllum þremur mörkum Íslands í glugganum. Hann hefur ávallt haft mikinn áhuga á þeim hluta leiksins. „Eftir að ég hætti að spila árið 2021 verð ég aðstoðarþjálfari hjá Arnari (Gunnlaugssyni hjá Víkingum). Ég reyni fyrst að reyna að finna mér eitthvað hlutverk og koma mér inn í þessa hluti. Mér fannst það liggja vel við að ég tæki yfir föstu leikatriðin því ég hef gaman af þeim og gerði það sem leikmaður líka. Ég tel mig hafa verið á mjög hárri hillu í leikatriðum sem leikmaður,“ segir Sölvi um áhugann á faginu. Gaman þegar vel gengur Sölvi fékk mikið hrós á samfélagsmiðlum þegar hvert hornamarkið fylgdi öðru í nýliðnum glugga en Ísland skoraði ekki öðruvísi en eftir hornspyrnu í leikjunum tveimur við Svartfellinga og Tyrki. Arnar Gunnlaugsson kollegi hans hjá Víkingum þakkaði þá hreinlega fyrir að stjarnan „Sir Sölvi“ heilsaði honum yfirhöfuð. Öll þessi umræða fór ekki fram hjá Sölva. „Ég hef alveg orðið var við þetta. Fólk hefur sent mér skilaboð og óskað mér til hamingju með hitt og þetta. Það er bara gaman þegar hlutirnir ganga vel. Við vorum kannski sérstaklega sáttir með fyrsta leikinn gegn Svartfjallalandi þar sem föstu leikatriðin skiluðu sigri,“ segir Sölvi. Hann hrósar leikmönnum landsliðsins fyrir að veita honum athygli og sína leikatriðunum áhuga. Það sé ekki sjálfgefið. „Það er þannig með föstu leikatriðin að það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt. Þannig að það er alveg krefjandi að fá menn til að halda athygli þegar maður er að fara yfir þetta. Það eru svo mörg smáatriði sem þarf að fara yfir sem krefst mikillar einbeitingar. Það er mjög mikið bara hrós á þá hvað þeir voru einbeittir þegar við fórum yfir þessa hluti,“ segir Sölvi. Sölvi Geir stýrði Víkingi til 3-0 sigurs á KR á föstudaginn var þar sem Arnar tók út sinn þriðja leik í banni frá hliðarlínunni. Arnar mætir aftur á hliðarlínuna þegar Víkingur sækir Fylki heim í lokaumferð fyrir skiptingu deildarinnar. Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld. Valur mætir KR að Hlíðarenda klukkan 19:15 og verður það sýnt beint á Stöð 2 Sport. Leikur Fylkis og Víkings er í beinni á Stöð 2 Sport 5. Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Það voru föst leikatriði af teikniborði Sölva Geirs sem skiluðu öllum þremur mörkum Íslands í glugganum. Hann hefur ávallt haft mikinn áhuga á þeim hluta leiksins. „Eftir að ég hætti að spila árið 2021 verð ég aðstoðarþjálfari hjá Arnari (Gunnlaugssyni hjá Víkingum). Ég reyni fyrst að reyna að finna mér eitthvað hlutverk og koma mér inn í þessa hluti. Mér fannst það liggja vel við að ég tæki yfir föstu leikatriðin því ég hef gaman af þeim og gerði það sem leikmaður líka. Ég tel mig hafa verið á mjög hárri hillu í leikatriðum sem leikmaður,“ segir Sölvi um áhugann á faginu. Gaman þegar vel gengur Sölvi fékk mikið hrós á samfélagsmiðlum þegar hvert hornamarkið fylgdi öðru í nýliðnum glugga en Ísland skoraði ekki öðruvísi en eftir hornspyrnu í leikjunum tveimur við Svartfellinga og Tyrki. Arnar Gunnlaugsson kollegi hans hjá Víkingum þakkaði þá hreinlega fyrir að stjarnan „Sir Sölvi“ heilsaði honum yfirhöfuð. Öll þessi umræða fór ekki fram hjá Sölva. „Ég hef alveg orðið var við þetta. Fólk hefur sent mér skilaboð og óskað mér til hamingju með hitt og þetta. Það er bara gaman þegar hlutirnir ganga vel. Við vorum kannski sérstaklega sáttir með fyrsta leikinn gegn Svartfjallalandi þar sem föstu leikatriðin skiluðu sigri,“ segir Sölvi. Hann hrósar leikmönnum landsliðsins fyrir að veita honum athygli og sína leikatriðunum áhuga. Það sé ekki sjálfgefið. „Það er þannig með föstu leikatriðin að það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt. Þannig að það er alveg krefjandi að fá menn til að halda athygli þegar maður er að fara yfir þetta. Það eru svo mörg smáatriði sem þarf að fara yfir sem krefst mikillar einbeitingar. Það er mjög mikið bara hrós á þá hvað þeir voru einbeittir þegar við fórum yfir þessa hluti,“ segir Sölvi. Sölvi Geir stýrði Víkingi til 3-0 sigurs á KR á föstudaginn var þar sem Arnar tók út sinn þriðja leik í banni frá hliðarlínunni. Arnar mætir aftur á hliðarlínuna þegar Víkingur sækir Fylki heim í lokaumferð fyrir skiptingu deildarinnar. Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld. Valur mætir KR að Hlíðarenda klukkan 19:15 og verður það sýnt beint á Stöð 2 Sport. Leikur Fylkis og Víkings er í beinni á Stöð 2 Sport 5.
Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn