Kristian Nökkvi metinn á tæplega tvo og hálfan milljarð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2024 19:45 Kristian Nökkvi í leik með Ajax. Getty Images/Raymond Smit Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður hollenska stórveldisins Ajax, er þriðji verðmætasti leikmaður hollensku efstu deildar karla í fótbolta sem hefur ekki náð 21 árs aldri. Hann er metinn á tæplega tvo og hálfan milljarð íslenskra króna. CIES Football Observatory er eins konar rannsóknarstofa sem notar tölfræðiupplýsingar til að meta leikmenn, lið og knattspyrnuþjóðir. Nú hefur „rannsóknarstofan“ verðlagt leikmenn sem eru undir 21 árs. Einn ber af en Kristian Nökkvi er í 3. sæti listans. Hinn 18 ára gamli Jorrel Hato, samherji Kristians Nökkva, hjá Ajax er langefstur á listanum en hann er metinn á 45 milljónir evra eða 6,9 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða örvfættan miðvörð sem hefur þegar spilað sinn fyrsta A-landsleik þrátt fyrir ungan aldur. Hinn tvítugi Ruben van Bommel, sonur Mark van Bommel, er í öðru sæti listans. Vængmaðurinn er metinn á 200 þúsund evrum meira en Kristian Nökkvi sem er í þriðja sæti listans. Hinn tvítugi Kristian Nökkvi kom inn í lið Ajax á síðustu leiktíð og var einn af fáum ljósum punktum á annars slöku tímabili. Hann á að baki tvo A-landsleiki fyrir Ísland og 28 yngri landsleiki. Top estimated transfer values, 🇳🇱 #Eredivisie U2⃣1⃣ players 🤠🥇 #JorrelHato 🇳🇱 €45.2m🥈 #RubenvanBommel 🇳🇱 €16.1m🥉 #KristianHlynsson 🇮🇸 €15.9m4⃣ #IbrahimOsman 🇬🇭 5⃣ #PaxtenAaronson 🇺🇸 Most valued player per club in 6⃣7⃣ leagues 🌐 👉 https://t.co/7gBSrAr326 pic.twitter.com/HxW1eelaL6— CIES Football Obs (@CIES_Football) September 16, 2024 Á eftir honum koma Ibrahim Osman, 19 ára vængmaður Feyenoord sem er á láni frá Brighton & Hove Albion, og Paxten Aaronson, 21 árs sóknarsinnaður miðjumaður sem er á láni frá Eintracht Frankfurt. Kristian Nökkvi skoraði sigurmark Ajax í fyrsta deildarleik tímabilsins en liðið tapaði óvænt fyrir NAC Breda í næsta deildarleik þar sem Hato skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi. Vegna þátttöku sinnar í forkeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar hefur liðið aðeins leikið tvo leiki á meðan önnur hafa leikið 4-5 leiki og því er Ajax í 15. sæti sem stendur. Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira
CIES Football Observatory er eins konar rannsóknarstofa sem notar tölfræðiupplýsingar til að meta leikmenn, lið og knattspyrnuþjóðir. Nú hefur „rannsóknarstofan“ verðlagt leikmenn sem eru undir 21 árs. Einn ber af en Kristian Nökkvi er í 3. sæti listans. Hinn 18 ára gamli Jorrel Hato, samherji Kristians Nökkva, hjá Ajax er langefstur á listanum en hann er metinn á 45 milljónir evra eða 6,9 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða örvfættan miðvörð sem hefur þegar spilað sinn fyrsta A-landsleik þrátt fyrir ungan aldur. Hinn tvítugi Ruben van Bommel, sonur Mark van Bommel, er í öðru sæti listans. Vængmaðurinn er metinn á 200 þúsund evrum meira en Kristian Nökkvi sem er í þriðja sæti listans. Hinn tvítugi Kristian Nökkvi kom inn í lið Ajax á síðustu leiktíð og var einn af fáum ljósum punktum á annars slöku tímabili. Hann á að baki tvo A-landsleiki fyrir Ísland og 28 yngri landsleiki. Top estimated transfer values, 🇳🇱 #Eredivisie U2⃣1⃣ players 🤠🥇 #JorrelHato 🇳🇱 €45.2m🥈 #RubenvanBommel 🇳🇱 €16.1m🥉 #KristianHlynsson 🇮🇸 €15.9m4⃣ #IbrahimOsman 🇬🇭 5⃣ #PaxtenAaronson 🇺🇸 Most valued player per club in 6⃣7⃣ leagues 🌐 👉 https://t.co/7gBSrAr326 pic.twitter.com/HxW1eelaL6— CIES Football Obs (@CIES_Football) September 16, 2024 Á eftir honum koma Ibrahim Osman, 19 ára vængmaður Feyenoord sem er á láni frá Brighton & Hove Albion, og Paxten Aaronson, 21 árs sóknarsinnaður miðjumaður sem er á láni frá Eintracht Frankfurt. Kristian Nökkvi skoraði sigurmark Ajax í fyrsta deildarleik tímabilsins en liðið tapaði óvænt fyrir NAC Breda í næsta deildarleik þar sem Hato skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi. Vegna þátttöku sinnar í forkeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar hefur liðið aðeins leikið tvo leiki á meðan önnur hafa leikið 4-5 leiki og því er Ajax í 15. sæti sem stendur.
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira