Öryggi sjúklinga – gerum og greinum betur Alma D. Möller skrifar 17. september 2024 08:31 Alþjóðadagur sjúklingaöryggis 17. september. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setti 17. september sem Alþjóðadag sjúklingaöryggis. Öryggi snýst um það að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður verða sk. óvænt atvik sem eruskilgreind í lögum semóhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Það er ekki eins auðvelt og ætla mætti að koma í veg fyrir slík atvik því heilbrigðisþjónusta er flókin og hefur flækjustig vaxið hraðar en geta mannsins til að aðlagast þeim breytingum sem fylgja. Talið er að allt að 10% sjúklinga á bráðasjúkrahúsum verði fyrir einhvers konar atviki og að hægt ætti að vera að fyrirbyggja umtalsverðan hluta þeirra. Öruggar sjúkdómsgreiningar Að þessu sinni er þema dagsins öruggar sjúkdómsgreiningar en rétt og tímanleg sjúkdómsgreining er augljóslega forsenda viðeigandi og góðrar meðferðar. Talið er að villur í sjúkdómsgreiningum telji um 16% þeirra atvika sem hægt væri að fyrirbyggja. Um getur verið að ræða seinkaða eða ranga greiningu, að sjúdómur greinist ekki og að sjúklingur sé ekki upplýstur um sjúkdómsgreiningu. Vel þekkt dæmi eru þegar bráð kransæðastífla greinist ekki eða að krabbamein greinist seint. Þá hefur mikilvægi ofgreininga, þ.e. að verið sé að greina og meðhöndla sjúkdóma að óþörfu, orðið æ ljósara. Almennt gildir að þegar alvarleg atvik verða í heilbrigðisþjónustu brestur gjarnan á nokkrum stöðum í keðjunni og er jafnan bæði um að ræða kerfistengda þætti eins og t.d. ónóga mönnun eða skort á þjálfun sem og sk. mannlega þætti t.d. samskiptabresti og gildrur hugans (cognitive errors) eins og sk. rörsýn er dæmi um. Eflum öryggi Alvarlegt atvik snertir auðvitað mest þann sem fyrir verður og getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir sjúkling og ástvini. Því þarf að leita allra leiða til að fyrirbyggja alvarleg atvik. Hérlendis er hvað brýnast að bæta mönnun; að tryggja að fjöldi starfsmanna sem og menntun, reynsla og þjálfun þeirra sé í takti við starfsemi og verkefni hverju sinni. Þá þarf vinnuskipulag allt, verkferlar og menning að styðja við öryggi. Mikilvægi þess að virkja sjúklinga og aðstandendur í meðferð og öryggi hefur orðið æ ljósara. Í því samhengi er hér bent á bæklingana Sjúklingaráðin 10 og Örugg dvöl á sjúkrahúsi sem og lög um réttindi sjúklinga. Þema alþjóðadags sjúklingaöryggis á síðastliðnu ári snéri einmitt að því að virkja sjúklinga og hækka raddir þeirra. Samkvæmt Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 ber stofnunum og veitendum heilbrigiðisþjónustu skylda til þess að vinna að bættu öryggi og gæðum með skipulögðu umbótastarfi, notkun gæðavísa til leiðbeiningar, markvissri úrvinnslu atvika til lærdóms og þjónustukönnunum þar sem viðhorf notenda koma fram. Viðbrögð við alvarlegum atvikum Þegar hlutirnir fara á verri veg og alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu verða, sýna rannsóknir að sjúklingar og aðstandendur vilja viðurkenningu á því sem aflaga fór, afsökunarbeiðni og heiðarlegar útskýringar. Að verða fyrir alvarlegu atviki er gríðarlegt áfall og því þarf að sýna hlutaðeigandi samhygð, virðingu og umhyggju. Tryggja þarf viðeigandi stuðning og eftirfylgd fyrir sjúkling og aðstandendur. Þá er mikilvægt fyrir fólk að vita að atvikið verði rannsakað ofan í kjölinn til að finna á því skýringar svo hægt sé að ráðast í raunverulegar úrbætur til að hindra að atvik fái endurtekið sig. Embætti landlæknis hefur gefið út gátlista og leiðbeiningar um viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu sem snúa að sjúklingi og aðstandendum, starfsfólki og stofnun. Alvarlegt atvik er sömuleiðis mikið áfall fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem að koma og er rætt um „hitt fórnarlambið“ (e. second victim) í því samhengi. Það er því brýnt að stofnun veiti einstaklingsmiðaðan og vandaðan stuðning þeim starfsmönnum sem á þurfa að halda. Málþing og styrkveitingar Í tilefni dagsins verður haldið málþing er snýr að gæðum og öryggi í heilbrigðisþjónustu með áherslu á sjúkdómsgreiningar, í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8, Reykjavík, kl. 13-17 og verður upptöku að finna á vef embættisins að því loknu. Málþingið er öllum opið. Í lok málþings mun landlæknir afhenda styrki til gæða- og vísindaverkefna úr Minningarsjóði um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason, í fyrsta sinn frá því hann var sameinaður eldri sjóðum embættisins og stofnskrá breytt til samræmis við nútímann. Til þess að efla öryggi þurfum við öll að hjálpast að; stjórnvöld, stofnanir, heilbrigðisstarfsfólk og notendur þjónustu. Það er nauðsynlegt að taka öryggi sjúklinga fastari tökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Alma D. Möller Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur sjúklingaöryggis 17. september. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setti 17. september sem Alþjóðadag sjúklingaöryggis. Öryggi snýst um það að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður verða sk. óvænt atvik sem eruskilgreind í lögum semóhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Það er ekki eins auðvelt og ætla mætti að koma í veg fyrir slík atvik því heilbrigðisþjónusta er flókin og hefur flækjustig vaxið hraðar en geta mannsins til að aðlagast þeim breytingum sem fylgja. Talið er að allt að 10% sjúklinga á bráðasjúkrahúsum verði fyrir einhvers konar atviki og að hægt ætti að vera að fyrirbyggja umtalsverðan hluta þeirra. Öruggar sjúkdómsgreiningar Að þessu sinni er þema dagsins öruggar sjúkdómsgreiningar en rétt og tímanleg sjúkdómsgreining er augljóslega forsenda viðeigandi og góðrar meðferðar. Talið er að villur í sjúkdómsgreiningum telji um 16% þeirra atvika sem hægt væri að fyrirbyggja. Um getur verið að ræða seinkaða eða ranga greiningu, að sjúdómur greinist ekki og að sjúklingur sé ekki upplýstur um sjúkdómsgreiningu. Vel þekkt dæmi eru þegar bráð kransæðastífla greinist ekki eða að krabbamein greinist seint. Þá hefur mikilvægi ofgreininga, þ.e. að verið sé að greina og meðhöndla sjúkdóma að óþörfu, orðið æ ljósara. Almennt gildir að þegar alvarleg atvik verða í heilbrigðisþjónustu brestur gjarnan á nokkrum stöðum í keðjunni og er jafnan bæði um að ræða kerfistengda þætti eins og t.d. ónóga mönnun eða skort á þjálfun sem og sk. mannlega þætti t.d. samskiptabresti og gildrur hugans (cognitive errors) eins og sk. rörsýn er dæmi um. Eflum öryggi Alvarlegt atvik snertir auðvitað mest þann sem fyrir verður og getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir sjúkling og ástvini. Því þarf að leita allra leiða til að fyrirbyggja alvarleg atvik. Hérlendis er hvað brýnast að bæta mönnun; að tryggja að fjöldi starfsmanna sem og menntun, reynsla og þjálfun þeirra sé í takti við starfsemi og verkefni hverju sinni. Þá þarf vinnuskipulag allt, verkferlar og menning að styðja við öryggi. Mikilvægi þess að virkja sjúklinga og aðstandendur í meðferð og öryggi hefur orðið æ ljósara. Í því samhengi er hér bent á bæklingana Sjúklingaráðin 10 og Örugg dvöl á sjúkrahúsi sem og lög um réttindi sjúklinga. Þema alþjóðadags sjúklingaöryggis á síðastliðnu ári snéri einmitt að því að virkja sjúklinga og hækka raddir þeirra. Samkvæmt Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 ber stofnunum og veitendum heilbrigiðisþjónustu skylda til þess að vinna að bættu öryggi og gæðum með skipulögðu umbótastarfi, notkun gæðavísa til leiðbeiningar, markvissri úrvinnslu atvika til lærdóms og þjónustukönnunum þar sem viðhorf notenda koma fram. Viðbrögð við alvarlegum atvikum Þegar hlutirnir fara á verri veg og alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu verða, sýna rannsóknir að sjúklingar og aðstandendur vilja viðurkenningu á því sem aflaga fór, afsökunarbeiðni og heiðarlegar útskýringar. Að verða fyrir alvarlegu atviki er gríðarlegt áfall og því þarf að sýna hlutaðeigandi samhygð, virðingu og umhyggju. Tryggja þarf viðeigandi stuðning og eftirfylgd fyrir sjúkling og aðstandendur. Þá er mikilvægt fyrir fólk að vita að atvikið verði rannsakað ofan í kjölinn til að finna á því skýringar svo hægt sé að ráðast í raunverulegar úrbætur til að hindra að atvik fái endurtekið sig. Embætti landlæknis hefur gefið út gátlista og leiðbeiningar um viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu sem snúa að sjúklingi og aðstandendum, starfsfólki og stofnun. Alvarlegt atvik er sömuleiðis mikið áfall fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem að koma og er rætt um „hitt fórnarlambið“ (e. second victim) í því samhengi. Það er því brýnt að stofnun veiti einstaklingsmiðaðan og vandaðan stuðning þeim starfsmönnum sem á þurfa að halda. Málþing og styrkveitingar Í tilefni dagsins verður haldið málþing er snýr að gæðum og öryggi í heilbrigðisþjónustu með áherslu á sjúkdómsgreiningar, í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8, Reykjavík, kl. 13-17 og verður upptöku að finna á vef embættisins að því loknu. Málþingið er öllum opið. Í lok málþings mun landlæknir afhenda styrki til gæða- og vísindaverkefna úr Minningarsjóði um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason, í fyrsta sinn frá því hann var sameinaður eldri sjóðum embættisins og stofnskrá breytt til samræmis við nútímann. Til þess að efla öryggi þurfum við öll að hjálpast að; stjórnvöld, stofnanir, heilbrigðisstarfsfólk og notendur þjónustu. Það er nauðsynlegt að taka öryggi sjúklinga fastari tökum.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun