Hvað hefur Ísland gert? Katla Þorvaldsdóttir skrifar 18. september 2024 10:31 WHO tilkynnti í vor að 9000 slasaðir eða alvarlega veikir einstaklingar í Gaza séu í bráðri þörf á læknisþjónustu. Evrópuráðið biðlaði til samstöðu Evrópuþjóða með því að taka á móti hluta af þeim sjúklingum. Óskað var eftir að löndin tæki á móti 109 alvarlega slösuðum og veikum börnum frá Gaza sem eru í bráðri þörf á meðferð. Egyptaland hefur veitt aðstoð og hlúið að þeim 4000 sjúklingum sem hafa verið fluttir yfir landamærin við Rafah, en það er ómögulegt fyrir Egyptaland að bera allan þungann eitt og sér. Önnur miðausturlönd eins og Quatar, Jórdanía og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin hafa einnig tekið á móti sjúklingum i hundraðatali. En það er ekki nóg. Það er ekki nóg þegar 100,000 einstaklingar hafa slasast. Það er ekki nóg þegar það eru aðeins 10 spítalar eftir, sem geta einungis boðið upp á lágmarksþjónustu. Það er ekki nóg þegar um 500 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið drepnir. Það er ekki nóg þegar 70% heimila hafa verið eyðilögð og slasaðir og veikir einstaklingar þurfa að búa við óviðunnandi aðstæður. Það er ekki nóg þótt að stríðið myndi enda í dag því það mun taka marga áratugi að vinda ofan af þeim skaða sem Ísrael hefur valdið. En hvað hefur Evrópa gert? Lönd eins og Belgía, Slóvakía, Rúmenía, Ítalía, Luxembúrg, Malta, Spánn og nú síðast frændþjóð okkar Noregur hafa tekið á móti eða samþykkt að taka á móti nokkrum palestínskum sjúklingum. Þetta eru ekki margir einstaklingar sem hvert land hefur tekið, nokkrir tugir, en það er þó eitthvað. Spánn hefur tekið á móti 16 börnum og fjölskyldum þeirra. En hvað höfum við Íslendingar gert? Við tökum ekki á móti veikum palestínskum börnum heldur sendum þau burt. Það stendur til að senda Yazan, 11 ára langveikt barn frá Palestínu, úr landi! Yazan hefur búið á Íslandi í eitt ár, lært íslensku og eignast vini en mikilvægast af öllu hefur hann fengið lífsnauðsynlega meðferð gegn ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómnum Duchenne. Þann 16. september var Yazan vakin um miðja nótt og hann fluttur á Keflavíkurflugvöll þar sem senda átti hann till Spánar. Eftir átta klukkustunda frelsissviptingu, var brottvísunni afstýrt. Það kviknaði lítil von um að kanski hefði dómsmálaráðherra skyndilega fundið sína samvisku, áttað sig á að við erum ekki þjóð sem berum út langveikt barn af sjúkrastofnun í skjóli nætur. En nei, því miður var það ekki ástæðan og enn stendur til að senda Yazan og fjölskyldu úr landi. Það er þó ekki of seint að hætta við. Ísland getur gert svo miklu miklu betur. Við erum ríkt land með góða heilbriðgisþjónustu og ættum því að svara kalli Evópuráðsins, taka á móti veikum palestínskum börnum en ekki rjúfa meðferð þeirra og senda þau burt. Yazan á skilið gott líf og hann á heima hér. Höfundur er heilbrigðisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
WHO tilkynnti í vor að 9000 slasaðir eða alvarlega veikir einstaklingar í Gaza séu í bráðri þörf á læknisþjónustu. Evrópuráðið biðlaði til samstöðu Evrópuþjóða með því að taka á móti hluta af þeim sjúklingum. Óskað var eftir að löndin tæki á móti 109 alvarlega slösuðum og veikum börnum frá Gaza sem eru í bráðri þörf á meðferð. Egyptaland hefur veitt aðstoð og hlúið að þeim 4000 sjúklingum sem hafa verið fluttir yfir landamærin við Rafah, en það er ómögulegt fyrir Egyptaland að bera allan þungann eitt og sér. Önnur miðausturlönd eins og Quatar, Jórdanía og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin hafa einnig tekið á móti sjúklingum i hundraðatali. En það er ekki nóg. Það er ekki nóg þegar 100,000 einstaklingar hafa slasast. Það er ekki nóg þegar það eru aðeins 10 spítalar eftir, sem geta einungis boðið upp á lágmarksþjónustu. Það er ekki nóg þegar um 500 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið drepnir. Það er ekki nóg þegar 70% heimila hafa verið eyðilögð og slasaðir og veikir einstaklingar þurfa að búa við óviðunnandi aðstæður. Það er ekki nóg þótt að stríðið myndi enda í dag því það mun taka marga áratugi að vinda ofan af þeim skaða sem Ísrael hefur valdið. En hvað hefur Evrópa gert? Lönd eins og Belgía, Slóvakía, Rúmenía, Ítalía, Luxembúrg, Malta, Spánn og nú síðast frændþjóð okkar Noregur hafa tekið á móti eða samþykkt að taka á móti nokkrum palestínskum sjúklingum. Þetta eru ekki margir einstaklingar sem hvert land hefur tekið, nokkrir tugir, en það er þó eitthvað. Spánn hefur tekið á móti 16 börnum og fjölskyldum þeirra. En hvað höfum við Íslendingar gert? Við tökum ekki á móti veikum palestínskum börnum heldur sendum þau burt. Það stendur til að senda Yazan, 11 ára langveikt barn frá Palestínu, úr landi! Yazan hefur búið á Íslandi í eitt ár, lært íslensku og eignast vini en mikilvægast af öllu hefur hann fengið lífsnauðsynlega meðferð gegn ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómnum Duchenne. Þann 16. september var Yazan vakin um miðja nótt og hann fluttur á Keflavíkurflugvöll þar sem senda átti hann till Spánar. Eftir átta klukkustunda frelsissviptingu, var brottvísunni afstýrt. Það kviknaði lítil von um að kanski hefði dómsmálaráðherra skyndilega fundið sína samvisku, áttað sig á að við erum ekki þjóð sem berum út langveikt barn af sjúkrastofnun í skjóli nætur. En nei, því miður var það ekki ástæðan og enn stendur til að senda Yazan og fjölskyldu úr landi. Það er þó ekki of seint að hætta við. Ísland getur gert svo miklu miklu betur. Við erum ríkt land með góða heilbriðgisþjónustu og ættum því að svara kalli Evópuráðsins, taka á móti veikum palestínskum börnum en ekki rjúfa meðferð þeirra og senda þau burt. Yazan á skilið gott líf og hann á heima hér. Höfundur er heilbrigðisverkfræðingur.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar