Kompany svarar fyrir sig: „Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað“ Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2024 13:01 Vincent Kompany fylgist með leiknum við Dinamo Zagreb í München í gærkvöld. Getty/Marco Steinbrenner Vincent Kompany, stjóri Bayern München, nýtti tækifærið í gærkvöld til að svara þeim sem efast hafa um að hann ráði við starfið, sem hann fékk óvænt í hendurnar í sumar. Eftir frábæran feril sem leikmaður hefur Kompany, sem er 38 ára, aðeins stýrt Anderlecht heima í Belgíu og svo Burnley sem hann fór með upp og niður úr ensku úrvalsdeildinni. Eftir langa leit Bayern að nýjum stjóra fékk þýski risinn Kompany samt til sín og hafa margir talið að það eigi eftir að reynast mistök. Kompany byrjar hins vegar vel í starfi og í gær vann Bayern 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í fyrsta Evrópuleiknum undir hans stjórn. „Á maður bara að hætta að trúa á sjálfan sig út af einhverju sem annað fólk segir?“ svaraði Kompany á blaðamannafundi í gær. „Ég skal segja ykkur eitt snöggvast, til þess að sanna mál mitt. Ég fæddist í Brussel og pabbi minn var flóttamaður frá Kongó. Hverjar voru líkurnar mínar á að spila í ensku úrvalsdeildinni, vinna eitthvað sem leikmaður og spila fyrir landsliðið? Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað. Núna er ég þjálfari,“ sagði Kompany. „Hugarfarið snýst um að halda áfram og ef manni mistekst þá bara mistekst manni, og ef maður nær árangri þá nær maður árangri. En maður getur alltaf gert betur. Það er alltaf hægt að finna eitthvað á netinu, svo að ég tek því nú ekki persónulega,“ sagði Kompany. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. 18. september 2024 10:00 Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Harry Kane setti meira en eitt met þegar hann skoraði fjögur mörk í 9-2 sigri Bayern Munchen gegn Dinamo Zagreb. 17. september 2024 23:01 Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2024 21:11 Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. 12. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Sjá meira
Eftir frábæran feril sem leikmaður hefur Kompany, sem er 38 ára, aðeins stýrt Anderlecht heima í Belgíu og svo Burnley sem hann fór með upp og niður úr ensku úrvalsdeildinni. Eftir langa leit Bayern að nýjum stjóra fékk þýski risinn Kompany samt til sín og hafa margir talið að það eigi eftir að reynast mistök. Kompany byrjar hins vegar vel í starfi og í gær vann Bayern 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í fyrsta Evrópuleiknum undir hans stjórn. „Á maður bara að hætta að trúa á sjálfan sig út af einhverju sem annað fólk segir?“ svaraði Kompany á blaðamannafundi í gær. „Ég skal segja ykkur eitt snöggvast, til þess að sanna mál mitt. Ég fæddist í Brussel og pabbi minn var flóttamaður frá Kongó. Hverjar voru líkurnar mínar á að spila í ensku úrvalsdeildinni, vinna eitthvað sem leikmaður og spila fyrir landsliðið? Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað. Núna er ég þjálfari,“ sagði Kompany. „Hugarfarið snýst um að halda áfram og ef manni mistekst þá bara mistekst manni, og ef maður nær árangri þá nær maður árangri. En maður getur alltaf gert betur. Það er alltaf hægt að finna eitthvað á netinu, svo að ég tek því nú ekki persónulega,“ sagði Kompany.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. 18. september 2024 10:00 Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Harry Kane setti meira en eitt met þegar hann skoraði fjögur mörk í 9-2 sigri Bayern Munchen gegn Dinamo Zagreb. 17. september 2024 23:01 Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2024 21:11 Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. 12. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Sjá meira
Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. 18. september 2024 10:00
Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Harry Kane setti meira en eitt met þegar hann skoraði fjögur mörk í 9-2 sigri Bayern Munchen gegn Dinamo Zagreb. 17. september 2024 23:01
Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2024 21:11
Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. 12. ágúst 2024 10:00