Umhyggja - hvað er það? Árný Ingvarsdóttir skrifar 19. september 2024 08:31 Umhyggja – félag langveikra barna var stofnað árið 1980 og er því 44 ára í ár. Þótt starfsemi félagsins hafi vaxið og þróast í gegnum tíðina hefur markmið félagsins frá stofnun verið að gæta hagsmuna langveikra barna og styðja við fjölskyldur þeirra. Umhyggja sinnir í dag umfangsmiklu og mikilvægu starfi í þágu fjölskyldna langveikra barna. Innan Umhyggju eru 17 aðildarfélög sem tengjast langvinnum veikindum barna, en hvert aðildarfélag greiðir félagsgjald að upphæð kr. 4.500 á ári fyrir að eiga aðild að Umhyggju. Í staðinn fá allir félagsmenn aðildarfélaganna aðgang að þeim stuðningi og þjónustu sem Umhyggja býður upp á. Aðildarfélög Umhyggju eru eftirfarandi: AHC samtökin, Barnahópur Gigtarfélagsins, Breið bros -samtök aðstandenda barna fædd með skarð í góm og vör, CP félagið, Dropinn – styrktarfélag barna með sykursýki, Einstök börn – félag til stuðnings börnum með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma, Foreldradeild Blindrafélagsins, Foreldrahópur CCU, Foreldrahópur Geðhjálpar, Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra, Hetjurnar – félag aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi, Lauf – félag flogaveikra, Lind – félag um meðfædda ónæmisgalla, Neistinn – styrktarfélag hjartveikra barna, PKU félagið á Íslandi – félag um arfgenga efnaskiptagalla, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og Tourette samtökin. Auk þess á fjöldi foreldra langveikra barna, sem ekki tilheyra aðildarfélögum, beina félagsaðild að Umhyggju. Hjá Umhyggju er starfandi framkvæmdastjóri, lögfræðingur og sálfræðingur í alls 2,8 stöðugildum. Innan stjórnar Umhyggju eru þrír fagaðilar úr heilbrigðis- og velferðarkerfinu, þrír foreldrar og ein áhugamanneskja og er stjórnarsetan ólaunuð. Sama á við um stjórn Styrktarsjóðs Umhyggju, en í henni sitja þrír fagaðilar. En í hverju felst stuðningur Umhyggju? Til að gefa mynd af því skulum við skoða undanfarin ár. Síðastliðin 5 ár hefur Styrktarsjóður Umhyggju greitt 300 milljónir í beina fjárstyrki til foreldra langveikra barna. Síðastliðin 5 ár hefur Umhyggja veitt hátt í 2.000 gjaldfrjáls sálfræðiviðtöl til foreldra langveikra barna. Síðastliðin 5 ár hafa félagsmenn Umhyggju og aðildarfélaga Umhyggju gist samanlagt í um 2.350 gistinætur í tveimur sérútbúnum orlofshúsum Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum. Síðastliðin 5 ár hafa fjölskyldur langveikra barna utan af landi dvalið í 508 nætur í sérútbúinni íbúð Umhyggju í Kuggavogi í Reykjavík. Síðastliðin 5 ár hafa systkini langveikra barna á aldrinum 8-15 ára sótt fjölda niðurgreiddra námskeiða hjá Systkinasmiðjunni og KVAN auk þess sem yngstu systkinin hafa sótt niðurgreitt listmeðferðarnámskeið. Foreldrar hafa sótt niðurgreitt námskeið í núvitund fyrir foreldra langveikra barna auk þess sem boðið hefur verið upp á markþjálfun og nú síðast iðjuþjálfun fyrir foreldra langveikra barna þeim að kostnaðarlausu. Síðastliðin 5 ár hefur Umhyggja sent inn fjölda umsagna og áskorana til stjórnvalda, fundað með ráðamönnum og öðrum hagsmunaöflum, tekið þátt í nefndarstörfum og annast gestakennslu á Menntavísindasviði HÍ. Frá ráðningu lögfræðings Umhyggju árið 2023 hafa yfir 50 fjölskyldur fengið gjaldfrjálsa lögfræðiráðgjöf og aðstoð í réttindabaráttu. Þar sem samanlagt fjárframlag 17 aðildarfélaga Umhyggju á ársgrundvelli er aðeins kr. 76.500 í heildina og félagsgjöld beinna félagsmanna samanlagt um kr. 400.000 á ári er ljóst að forsenda þjónustunnar stendur og fellur með framlagi fólksins í landinu. Hingað til hefur Umhyggja notið einstakrar velvildar og getað starfað í 44 ár án styrkja frá hinu opinbera. Okkur finnst því vert að þakka landsmönnum, Umhyggjusömum einstaklingum og öðrum styrktaraðilum innilega fyrir ómetanlegan stuðning. Með ykkur í liði munum við áfram berjast fyrir hagsmunum langveikra barna og leggja okkur fram um að bjóða fjölskyldum langveikra barna upp á öflugan stuðning og þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Umhyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Halldór 01.03.2025 Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umhyggja – félag langveikra barna var stofnað árið 1980 og er því 44 ára í ár. Þótt starfsemi félagsins hafi vaxið og þróast í gegnum tíðina hefur markmið félagsins frá stofnun verið að gæta hagsmuna langveikra barna og styðja við fjölskyldur þeirra. Umhyggja sinnir í dag umfangsmiklu og mikilvægu starfi í þágu fjölskyldna langveikra barna. Innan Umhyggju eru 17 aðildarfélög sem tengjast langvinnum veikindum barna, en hvert aðildarfélag greiðir félagsgjald að upphæð kr. 4.500 á ári fyrir að eiga aðild að Umhyggju. Í staðinn fá allir félagsmenn aðildarfélaganna aðgang að þeim stuðningi og þjónustu sem Umhyggja býður upp á. Aðildarfélög Umhyggju eru eftirfarandi: AHC samtökin, Barnahópur Gigtarfélagsins, Breið bros -samtök aðstandenda barna fædd með skarð í góm og vör, CP félagið, Dropinn – styrktarfélag barna með sykursýki, Einstök börn – félag til stuðnings börnum með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma, Foreldradeild Blindrafélagsins, Foreldrahópur CCU, Foreldrahópur Geðhjálpar, Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra, Hetjurnar – félag aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi, Lauf – félag flogaveikra, Lind – félag um meðfædda ónæmisgalla, Neistinn – styrktarfélag hjartveikra barna, PKU félagið á Íslandi – félag um arfgenga efnaskiptagalla, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og Tourette samtökin. Auk þess á fjöldi foreldra langveikra barna, sem ekki tilheyra aðildarfélögum, beina félagsaðild að Umhyggju. Hjá Umhyggju er starfandi framkvæmdastjóri, lögfræðingur og sálfræðingur í alls 2,8 stöðugildum. Innan stjórnar Umhyggju eru þrír fagaðilar úr heilbrigðis- og velferðarkerfinu, þrír foreldrar og ein áhugamanneskja og er stjórnarsetan ólaunuð. Sama á við um stjórn Styrktarsjóðs Umhyggju, en í henni sitja þrír fagaðilar. En í hverju felst stuðningur Umhyggju? Til að gefa mynd af því skulum við skoða undanfarin ár. Síðastliðin 5 ár hefur Styrktarsjóður Umhyggju greitt 300 milljónir í beina fjárstyrki til foreldra langveikra barna. Síðastliðin 5 ár hefur Umhyggja veitt hátt í 2.000 gjaldfrjáls sálfræðiviðtöl til foreldra langveikra barna. Síðastliðin 5 ár hafa félagsmenn Umhyggju og aðildarfélaga Umhyggju gist samanlagt í um 2.350 gistinætur í tveimur sérútbúnum orlofshúsum Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum. Síðastliðin 5 ár hafa fjölskyldur langveikra barna utan af landi dvalið í 508 nætur í sérútbúinni íbúð Umhyggju í Kuggavogi í Reykjavík. Síðastliðin 5 ár hafa systkini langveikra barna á aldrinum 8-15 ára sótt fjölda niðurgreiddra námskeiða hjá Systkinasmiðjunni og KVAN auk þess sem yngstu systkinin hafa sótt niðurgreitt listmeðferðarnámskeið. Foreldrar hafa sótt niðurgreitt námskeið í núvitund fyrir foreldra langveikra barna auk þess sem boðið hefur verið upp á markþjálfun og nú síðast iðjuþjálfun fyrir foreldra langveikra barna þeim að kostnaðarlausu. Síðastliðin 5 ár hefur Umhyggja sent inn fjölda umsagna og áskorana til stjórnvalda, fundað með ráðamönnum og öðrum hagsmunaöflum, tekið þátt í nefndarstörfum og annast gestakennslu á Menntavísindasviði HÍ. Frá ráðningu lögfræðings Umhyggju árið 2023 hafa yfir 50 fjölskyldur fengið gjaldfrjálsa lögfræðiráðgjöf og aðstoð í réttindabaráttu. Þar sem samanlagt fjárframlag 17 aðildarfélaga Umhyggju á ársgrundvelli er aðeins kr. 76.500 í heildina og félagsgjöld beinna félagsmanna samanlagt um kr. 400.000 á ári er ljóst að forsenda þjónustunnar stendur og fellur með framlagi fólksins í landinu. Hingað til hefur Umhyggja notið einstakrar velvildar og getað starfað í 44 ár án styrkja frá hinu opinbera. Okkur finnst því vert að þakka landsmönnum, Umhyggjusömum einstaklingum og öðrum styrktaraðilum innilega fyrir ómetanlegan stuðning. Með ykkur í liði munum við áfram berjast fyrir hagsmunum langveikra barna og leggja okkur fram um að bjóða fjölskyldum langveikra barna upp á öflugan stuðning og þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Umhyggju.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun