Ómarktæk skoðanakönnun Marinó G. Njálsson skrifar 20. september 2024 10:02 Með fullri virðingu fyrir Gallup, þá er ekkert hægt að lesa út úr svörum við spurningunni: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Hvað er á átt við með "aukinni"? Er það 1 MW frá einni smávirkjun eða 10.000 MW frá 1.000 virkjunum af öllum stærðum og tegundum? Hvaða virkjunarkostir skila grænni orkuframleiðslu? Hvar mega þessar virkjanir vera? Hverjum á að selja þessa raforku? Verður almenningi tryggður forgangur að orkunni? Það hefði alveg eins mátt spyrja: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að það verði fleiri sólardagar?" Ég er viss um að yfir 97% aðspurðra hefðu sagst vera "Mjög hlynnt(ur)" eða "Frekar hlynnt(ur)". En hvað, ef spurt hefði verið: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að fá 200 fleiri sólardaga án rigningar?" Nú er ég nokkuð viss um að stór hluti hefði verið "Mjög andvíg(ur)" og mjög fáir "Mjög hlynnt(ur)", enda hefði það í för með sér gríðarlega þurrka svo hér myndu öll vatnsból þorna upp. Að spyrja án afmörkunar um aukningu grænnar orkuframleiðslu er í besta falli vandræðalegt. Komið var á ferli hér á landi fyrir ca. 15 árum, Rammaáætlun, þar sem virkjunarkostir eru metnir og þeim raðað í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk. Það ferli er bara alveg ágætt. Fullt af virkjunarkostum eru í nýtingarflokki, en einnig hafa margir farið í verndarflokk, vegna þess að náttúran var talin eiga að njóta vafans. Þessu ferli er ætlað að tryggja að hægt verði að reisa virkjanir og verða við þessum vilja þjóðarinnar um meiri framleiðslu á grænni orku. Leyfum þessu ferli að hafa sinn gang. Því er ætlað að tryggja jafnvægi milli nýtingar og verndar. Ég sé að nýjar virkjanir eru gjarnan tengdar við hagvöxt. „Á hverju eigum við að lifa, ef við fáum ekki virkjanir?“, sá ég einn segja. Eins og virkjanir hafi skapað hagvöxtinn síðustu 10 ára sem Seðlabankinn er gjörsamlega að fara á taugum yfir. Á síðustu 10 árum hefur verg landsframleiðsla farið á föstu verðlagi úr 2.175 ma.kr. árið 2013 í 3.066 ma.kr. árið 2023 eða 40,9% hækkun. (Upplýsingar fengnar af vef Hagstofu.) Þetta gerir rétt tæplega 3,5% hagvöxt á ári yfir þetta tímabil, en á því voru teknar í notkun þrjár stórar virkjanir, þ.e. Búðarhálsvirkjun árið 2013 (95 MW), Þeistareykjavirkjun árið 2017 (90 MW) og Búrfellsvirkjun II árið 2019 (100 MW). Með þeim óx orkuvinnslugeta virkjanakerfisins um ca. 11%. eða rétt ríflega 1/4 af hagvextinum. Greinilegt er því, að stærsti hluti hagvaxtarins kom líklega annars staðar frá. Virkjanir mynda ekki hagvöxt í sjávarútvegi. Þær mynda ekki hagvöxt í ferðaþjónustu. Þær eru ekki grunnurinn að hagvexti sem komið hefur frá Alvotech, Íslenskri erfðagreiningu, Össuri, Marel, eða því fyrirtæki sem núna heitir Coloplast. Að framleiða raforku, sem að mestu fer til örfárra aðila, er ekki grunnurinn að hagvexti síðustu ára. Grunnurinn að hagvexti síðustu ára er hjá þeim hluta þjóðfélagsins, sem notar innan við 15% af raforku framleiddri á Íslandi. Fyrir utan, að allar þær virkjanir sem eru í blautustu draumum virkjunarsinna, myndu kalla á að vextir Seðlabankans færu í 20%, því verðbólga færi örugglega í 15%. Kannski að Gallup hefði átt að spyrja: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef því fylgir hækkun stýrivaxta í 20% og verðbólgu í 15% yfir 10 ára tímabil?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu í vindorkuverum reistum innan byggðar á höfuðborgarsvæðinu?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að Gullfoss og Dettifoss verði virkjaðir?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að reistar yrðu 1.000 virkjanir um allt land?“ Eða á spurningin kannski að vera: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að reistar verði 4-5 stórar virkjanir á næstu 10 árum til að auka græna orkuframleiðslu á Íslandi og fylgt er ferli Rammaáætlunar við val á virkjunarkostum?“ (Auðvitað er ekki hægt spyrja svona flókinna spurninga í skoðanakönnun, en heldur ekki spurningar sem ljóst er að nær allir svari á sama veg vegna þess hve opin hún er.) Spyrjum réttra spurninga og sjáum hver svörin verða. Pössum okkur síðan á, að við meinum það sem við segjum, en gefum ekki ráðherra eitthvað vald sem við ætluðum ekki að gefa. Sem stendur er náttúrugláp að gefa okkur mun meiri tekjur en útflutningur áls og álafurða. Mér sýnist af því, að hagsmunir ferðaþjónustunnar séu mikilvægari fyrir land og þjóð, en hagsmunir þeirra sem vilja virkja. Tek skýrt fram, að ég hef ekkert á móti nýjum virkjunum hafi þær farið í gegn um það ferli sem komið hefur verið á hér á landi, þ.e. Rammaáætlun. Ég er hins vegar náttúruverndarsinni og vil hag náttúrunnar sem mestan. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanakannanir Orkumál Marinó G. Njálsson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Með fullri virðingu fyrir Gallup, þá er ekkert hægt að lesa út úr svörum við spurningunni: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Hvað er á átt við með "aukinni"? Er það 1 MW frá einni smávirkjun eða 10.000 MW frá 1.000 virkjunum af öllum stærðum og tegundum? Hvaða virkjunarkostir skila grænni orkuframleiðslu? Hvar mega þessar virkjanir vera? Hverjum á að selja þessa raforku? Verður almenningi tryggður forgangur að orkunni? Það hefði alveg eins mátt spyrja: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að það verði fleiri sólardagar?" Ég er viss um að yfir 97% aðspurðra hefðu sagst vera "Mjög hlynnt(ur)" eða "Frekar hlynnt(ur)". En hvað, ef spurt hefði verið: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að fá 200 fleiri sólardaga án rigningar?" Nú er ég nokkuð viss um að stór hluti hefði verið "Mjög andvíg(ur)" og mjög fáir "Mjög hlynnt(ur)", enda hefði það í för með sér gríðarlega þurrka svo hér myndu öll vatnsból þorna upp. Að spyrja án afmörkunar um aukningu grænnar orkuframleiðslu er í besta falli vandræðalegt. Komið var á ferli hér á landi fyrir ca. 15 árum, Rammaáætlun, þar sem virkjunarkostir eru metnir og þeim raðað í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk. Það ferli er bara alveg ágætt. Fullt af virkjunarkostum eru í nýtingarflokki, en einnig hafa margir farið í verndarflokk, vegna þess að náttúran var talin eiga að njóta vafans. Þessu ferli er ætlað að tryggja að hægt verði að reisa virkjanir og verða við þessum vilja þjóðarinnar um meiri framleiðslu á grænni orku. Leyfum þessu ferli að hafa sinn gang. Því er ætlað að tryggja jafnvægi milli nýtingar og verndar. Ég sé að nýjar virkjanir eru gjarnan tengdar við hagvöxt. „Á hverju eigum við að lifa, ef við fáum ekki virkjanir?“, sá ég einn segja. Eins og virkjanir hafi skapað hagvöxtinn síðustu 10 ára sem Seðlabankinn er gjörsamlega að fara á taugum yfir. Á síðustu 10 árum hefur verg landsframleiðsla farið á föstu verðlagi úr 2.175 ma.kr. árið 2013 í 3.066 ma.kr. árið 2023 eða 40,9% hækkun. (Upplýsingar fengnar af vef Hagstofu.) Þetta gerir rétt tæplega 3,5% hagvöxt á ári yfir þetta tímabil, en á því voru teknar í notkun þrjár stórar virkjanir, þ.e. Búðarhálsvirkjun árið 2013 (95 MW), Þeistareykjavirkjun árið 2017 (90 MW) og Búrfellsvirkjun II árið 2019 (100 MW). Með þeim óx orkuvinnslugeta virkjanakerfisins um ca. 11%. eða rétt ríflega 1/4 af hagvextinum. Greinilegt er því, að stærsti hluti hagvaxtarins kom líklega annars staðar frá. Virkjanir mynda ekki hagvöxt í sjávarútvegi. Þær mynda ekki hagvöxt í ferðaþjónustu. Þær eru ekki grunnurinn að hagvexti sem komið hefur frá Alvotech, Íslenskri erfðagreiningu, Össuri, Marel, eða því fyrirtæki sem núna heitir Coloplast. Að framleiða raforku, sem að mestu fer til örfárra aðila, er ekki grunnurinn að hagvexti síðustu ára. Grunnurinn að hagvexti síðustu ára er hjá þeim hluta þjóðfélagsins, sem notar innan við 15% af raforku framleiddri á Íslandi. Fyrir utan, að allar þær virkjanir sem eru í blautustu draumum virkjunarsinna, myndu kalla á að vextir Seðlabankans færu í 20%, því verðbólga færi örugglega í 15%. Kannski að Gallup hefði átt að spyrja: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef því fylgir hækkun stýrivaxta í 20% og verðbólgu í 15% yfir 10 ára tímabil?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu í vindorkuverum reistum innan byggðar á höfuðborgarsvæðinu?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að Gullfoss og Dettifoss verði virkjaðir?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að reistar yrðu 1.000 virkjanir um allt land?“ Eða á spurningin kannski að vera: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að reistar verði 4-5 stórar virkjanir á næstu 10 árum til að auka græna orkuframleiðslu á Íslandi og fylgt er ferli Rammaáætlunar við val á virkjunarkostum?“ (Auðvitað er ekki hægt spyrja svona flókinna spurninga í skoðanakönnun, en heldur ekki spurningar sem ljóst er að nær allir svari á sama veg vegna þess hve opin hún er.) Spyrjum réttra spurninga og sjáum hver svörin verða. Pössum okkur síðan á, að við meinum það sem við segjum, en gefum ekki ráðherra eitthvað vald sem við ætluðum ekki að gefa. Sem stendur er náttúrugláp að gefa okkur mun meiri tekjur en útflutningur áls og álafurða. Mér sýnist af því, að hagsmunir ferðaþjónustunnar séu mikilvægari fyrir land og þjóð, en hagsmunir þeirra sem vilja virkja. Tek skýrt fram, að ég hef ekkert á móti nýjum virkjunum hafi þær farið í gegn um það ferli sem komið hefur verið á hér á landi, þ.e. Rammaáætlun. Ég er hins vegar náttúruverndarsinni og vil hag náttúrunnar sem mestan. Höfundur er ráðgjafi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar