Ég vil ekki þennan veruleika Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir skrifar 21. september 2024 15:03 Enn eitt barnið hefur verið myrt. Lítil 10 ára stúlka úr hverfinu mínu. Ég fékk illt í hjartað þegar ég sá frétt um að barn hafi verið myrt af foreldri sínu. Það sem var mér efst í huga var að biðja til guðs að þessi litla stúlka hafi ekki upplifað angist og sársauka á síðustu augnablikum lífs síns. Það næsta var það sama og ég hef hugsað í hin tvö skiptin á undan þegar barn hefur verið myrt á árinu - að enginn sem ég þekki tengist þessu barni persónulega. Hversu hryllilegt áfall að missa barn í lífi sínu á svona skyndilegan og ofbeldisfullan hátt. Ég óska engum svoleiðis sársauka og sálarkvalir. Svo komu fréttir um hvaða skóla barnið gekk í. Ég fór að hágráta um leið og ég sá myndina af skólanum. Barnið sem var myrt var nemandi í mínum hverfisskóla, skólanum sem ég gekk sjálf í frá 1.-7. bekk. Eitt af börnunum í hverfinu mínu. Ég vissi um leið að fjöldi fólks í hverfinu mínu er að syrgja þetta barn. Vinir og nágrannar misstu nemandann sinn, börn í hverfinu misstu skólasystkini og vinkonu. Fjöldinn allur af fólki í húsunum í kringum mig er að upplifa ólýsanlegan sársauka vegna þessa atburðar núna. Ég er sjálf kennaranemi og vinn með börnum í 5. bekk í öðrum skóla. Hún er skelfileg, tilhugsunin um að kennarar og starfsfólk hverfisskólans míns, mínum gamla barnaskóla hafi kvatt 10 ára nemanda sinn á föstudegi, eflaust brosað og sagt eitthvað á borð við: „Ertu með allt? Muna eftir peysu, úlpu, húfu! Góða helgi, við sjáumst á mánudaginn!“ En á mánudaginn kemur lítil stelpa ekki í skólann. Á mánudegi fá kennarar ekki að heilsa Kolfinnu Eldey sinni, spyrja hvað hún gerði skemmtilegt um helgina, biðja hana um að taka upp pennaveskið og útskýra fyrir henni verkefni dagsins. Hún var myrt daginn áður og faðir hennar er í haldi lögreglu. Það er eins og skyggt hafi á rólega, friðsæla hverfið mitt. Að vita að eitt af börnunum úr hverfinu hafi mætt slíkum örlögum. Að sjá sársaukann í augum nágranna sinna, að labba inn í búðina í hverfinu, sjá að byrjað er stilla upp vörum fyrir Hrekkjavöku og vita að það verður einu barninu færra sem velur sér búning, fer í hrekkjavökugleði eða gengur um hverfið með vinum sínum og bankar upp á fyrir sælgæti. Að vita að það er einu barninu færra sem mun stoppa mig úti á götu til að segja mér hvað hundarnir mínir eru sætir og hvort hún megi klappa þeim? Ég fór í vinnuna í kjölfarið í skólanum sem ég vinn í og fann svo mikinn létti að sjá alla mína nemendur á lífi. Ég var ákveðin í að njóta að vera með þeim, hafa gaman með þeim af því þau eru hér með mér. Mikið ótrúlega er ég þakklát fyrir að nemendur mínir eru á lífi. Þrjú börn hafa verið myrt á árinu. Tvö grunnskólabörn, eitt barn í menntaskóla. Mánuður er ekki liðinn frá því að ung stúlka var myrt á Menningarnótt þegar næsti harmleikur dynur á okkur og í þetta skiptið í mínu nærumhverfi. Ég fann fyrir ákveðnum kvíða eftir að hafa kvatt öll börnin í skólanum sem ég starfa við í gær, föstudag…munu þau öll koma í skólann á mánudag? Elsku þjóð, við verðum að gera betur. Öll sem eitt, ríkisstjórn, sveitarfélög, einstaklingar, við verðum að gera eitthvað. Þrjú börn á innan við ári í okkar litla þjóðfélagi. Þrír skólar. Þrír nemendur sem að standa fjölmargir ættingjar, vinir, skólasystkini, kennarar og starfsfólk skóla sem öllum þótti gríðarlega vænt um barnið. Þetta má ekki verða nýr veruleiki Íslendinga að vita aldrei hvenær eitthvert barn í þeirra lífi muni skyndilega mæta endalokum sínum svona, hvort sem það er fjölskyldumeðlimur, nemandi, nágranni eða skólasystkini barnanna ykkar. Ég vil ekki búa við þann veruleika að kennarar, kennaranemar og starfsfólk skóla þurfi að undirbúa sig fyrir þann möguleika að geta misst nemanda svona hvenær sem er. Jafnvel þó að barnið tengist okkur ekki beinum tengslum, þá er heimurinn lítill á Íslandi. Þau okkar sem ekki tengjast börnunum beint þekkjum samt mörg hver fólk sem eru aðstandendur barnanna. Við þurfum öll að hafa í huga að styðja fólkið okkar sem eru að syrgja börnin sem voru myrt. Elsku nágrannar í Rimahverfi, kennarar og starfsfólk Rimaskóla, ættingjar og aðstandendur Kolfinnu Eldeyjar og allra barnanna sem við misstum árinu, ég samhryggist ykkur svo innilega. Elsku þjóð, nú verðum við að vakna. Við megum ekki missa fleiri börn vegna ofbeldisverka. Höfundur er kennaranemi í MT í Kennslufræði yngri barna í grunnskóla við Háskóla Íslands, meðstjórnandi og hagsmunafulltrúi Stúdentafélagsins Kennó og fulltrúi nemenda í fagráði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um kennaramenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Enn eitt barnið hefur verið myrt. Lítil 10 ára stúlka úr hverfinu mínu. Ég fékk illt í hjartað þegar ég sá frétt um að barn hafi verið myrt af foreldri sínu. Það sem var mér efst í huga var að biðja til guðs að þessi litla stúlka hafi ekki upplifað angist og sársauka á síðustu augnablikum lífs síns. Það næsta var það sama og ég hef hugsað í hin tvö skiptin á undan þegar barn hefur verið myrt á árinu - að enginn sem ég þekki tengist þessu barni persónulega. Hversu hryllilegt áfall að missa barn í lífi sínu á svona skyndilegan og ofbeldisfullan hátt. Ég óska engum svoleiðis sársauka og sálarkvalir. Svo komu fréttir um hvaða skóla barnið gekk í. Ég fór að hágráta um leið og ég sá myndina af skólanum. Barnið sem var myrt var nemandi í mínum hverfisskóla, skólanum sem ég gekk sjálf í frá 1.-7. bekk. Eitt af börnunum í hverfinu mínu. Ég vissi um leið að fjöldi fólks í hverfinu mínu er að syrgja þetta barn. Vinir og nágrannar misstu nemandann sinn, börn í hverfinu misstu skólasystkini og vinkonu. Fjöldinn allur af fólki í húsunum í kringum mig er að upplifa ólýsanlegan sársauka vegna þessa atburðar núna. Ég er sjálf kennaranemi og vinn með börnum í 5. bekk í öðrum skóla. Hún er skelfileg, tilhugsunin um að kennarar og starfsfólk hverfisskólans míns, mínum gamla barnaskóla hafi kvatt 10 ára nemanda sinn á föstudegi, eflaust brosað og sagt eitthvað á borð við: „Ertu með allt? Muna eftir peysu, úlpu, húfu! Góða helgi, við sjáumst á mánudaginn!“ En á mánudaginn kemur lítil stelpa ekki í skólann. Á mánudegi fá kennarar ekki að heilsa Kolfinnu Eldey sinni, spyrja hvað hún gerði skemmtilegt um helgina, biðja hana um að taka upp pennaveskið og útskýra fyrir henni verkefni dagsins. Hún var myrt daginn áður og faðir hennar er í haldi lögreglu. Það er eins og skyggt hafi á rólega, friðsæla hverfið mitt. Að vita að eitt af börnunum úr hverfinu hafi mætt slíkum örlögum. Að sjá sársaukann í augum nágranna sinna, að labba inn í búðina í hverfinu, sjá að byrjað er stilla upp vörum fyrir Hrekkjavöku og vita að það verður einu barninu færra sem velur sér búning, fer í hrekkjavökugleði eða gengur um hverfið með vinum sínum og bankar upp á fyrir sælgæti. Að vita að það er einu barninu færra sem mun stoppa mig úti á götu til að segja mér hvað hundarnir mínir eru sætir og hvort hún megi klappa þeim? Ég fór í vinnuna í kjölfarið í skólanum sem ég vinn í og fann svo mikinn létti að sjá alla mína nemendur á lífi. Ég var ákveðin í að njóta að vera með þeim, hafa gaman með þeim af því þau eru hér með mér. Mikið ótrúlega er ég þakklát fyrir að nemendur mínir eru á lífi. Þrjú börn hafa verið myrt á árinu. Tvö grunnskólabörn, eitt barn í menntaskóla. Mánuður er ekki liðinn frá því að ung stúlka var myrt á Menningarnótt þegar næsti harmleikur dynur á okkur og í þetta skiptið í mínu nærumhverfi. Ég fann fyrir ákveðnum kvíða eftir að hafa kvatt öll börnin í skólanum sem ég starfa við í gær, föstudag…munu þau öll koma í skólann á mánudag? Elsku þjóð, við verðum að gera betur. Öll sem eitt, ríkisstjórn, sveitarfélög, einstaklingar, við verðum að gera eitthvað. Þrjú börn á innan við ári í okkar litla þjóðfélagi. Þrír skólar. Þrír nemendur sem að standa fjölmargir ættingjar, vinir, skólasystkini, kennarar og starfsfólk skóla sem öllum þótti gríðarlega vænt um barnið. Þetta má ekki verða nýr veruleiki Íslendinga að vita aldrei hvenær eitthvert barn í þeirra lífi muni skyndilega mæta endalokum sínum svona, hvort sem það er fjölskyldumeðlimur, nemandi, nágranni eða skólasystkini barnanna ykkar. Ég vil ekki búa við þann veruleika að kennarar, kennaranemar og starfsfólk skóla þurfi að undirbúa sig fyrir þann möguleika að geta misst nemanda svona hvenær sem er. Jafnvel þó að barnið tengist okkur ekki beinum tengslum, þá er heimurinn lítill á Íslandi. Þau okkar sem ekki tengjast börnunum beint þekkjum samt mörg hver fólk sem eru aðstandendur barnanna. Við þurfum öll að hafa í huga að styðja fólkið okkar sem eru að syrgja börnin sem voru myrt. Elsku nágrannar í Rimahverfi, kennarar og starfsfólk Rimaskóla, ættingjar og aðstandendur Kolfinnu Eldeyjar og allra barnanna sem við misstum árinu, ég samhryggist ykkur svo innilega. Elsku þjóð, nú verðum við að vakna. Við megum ekki missa fleiri börn vegna ofbeldisverka. Höfundur er kennaranemi í MT í Kennslufræði yngri barna í grunnskóla við Háskóla Íslands, meðstjórnandi og hagsmunafulltrúi Stúdentafélagsins Kennó og fulltrúi nemenda í fagráði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um kennaramenntun.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun