Fjárfesting í háskólum Magnús Karl Magnússon skrifar 22. september 2024 10:32 Það hefur verið á vitorði stjórnvalda í áratugi að við vanfjárfestum í háskólamenntun. Ísland veitir mun minna fjármagni í þennan málaflokk en önnur Norðurlönd og aðrar þjóðir sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Það hefur lengi verið á stefnuskrá stjórnvalda að breyta þessu, en lítið hefur þokast í þá átt. Á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 var samþykkt með þverpólitískri sátt að Ísland skyldi ná því takmarki árið 2016 að fjárfesta í háskólamenntun sömu fjárhæð og meðaltal OECD ríkjanna og að fyrir árið 2020 skyldi þessi fjármögnun ná meðaltali Norðurlandanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar sex árum síðar eða árið 2017 voru sömu markmið sett fram en nú miðað að því að ná OECD meðaltali árið 2020 og meðaltali Norðurlanda árið 2025. Sömu markmið má einnig finna í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2020-2022. Hvers vegna skiptir svo miklu máli að fjárfesta í háskólamenntun? Háskólar eru grundvallarstofnanir í samfélaginu og hafa tvíþætt meginhlutverk: Í fyrsta lagi að auka þekkingu okkar og skilning með rannsóknum. Rannsóknir eru grunnur fjölbreyttra verðmæta á sviðum vísinda, menningar og lista sem stuðla að félagslegu réttlæti, heilbrigðu mannlífi og öflugri menntun. Fyrir utan hin óefnislegu verðmæti sem slík þekking veitir okkur þá er hún ein meginforsenda efnahagslegrar hagsældar í nútímasamfélagi. Í öðru lagi eykur háskólamenntun skilning nemenda á eðli þekkingargrunnsins og eflir gagnrýna og skapandi hugsun. Háskólakennarinn hjálpar nemendum að lesa, skilja og túlka texta og nota tungumálið til tjá hugsun sína skýrt. Einstaklingar sem lokið hafa vandaðri háskólamenntun búa yfir fræða- og vísindalæsi og geta því veitt falsupplýsingum, sem nú víða ógna lýðræði og velsæld þjóða, viðnám. Þar sem best tekst til í háskólamenntun fáum við einstaklinga sem betur geta tekist á við að skapa gott samfélag, ekki einungis hvað velsæld varðar heldur einnig hvað varðar mannúð, menningu og skilning á eðli okkar og umhverfi. Til slíks þurfum við samtal, við þurfum að geta stutt nemendur til að takast á við að leysa flókin verkefni, útskýra mál sitt, hlusta á aðra og ræða saman. Menntun sem leggur rækt við þessa þætti skapar verðmæta og innihaldsríka háskólagráðu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfaldlega þegar til framtíðar er litið. Í sölum Alþingis er nú verið að ræða fjárlög fyrir árið 2025, árið sem við vildum verða jafnokar nágranna okkar á Norðurlöndunum. Hvar stöndum við í dag? Enn höfum við ekki náð meðaltali OECD en samkvæmt nýjustu tölum þyrftu heildarframlög til háskólakerfisins að aukast um 15-20% til að ná meðalatali OECD og yfir 40% til að ná meðaltali Norðurlandanna. Að mínu mati þurfum við, líkt og árið 2011, á þverpólitískri sátt að halda til að fjárfesta til framtíðar. Við þurfum að endurnýja heit okkar við komandi kynslóðir og fjárfesta í háskólamenntun og rannsóknum. Slík fjárfesting skilar sér margfalt til baka. Höfundur er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Magnús Karl Magnússon Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það hefur verið á vitorði stjórnvalda í áratugi að við vanfjárfestum í háskólamenntun. Ísland veitir mun minna fjármagni í þennan málaflokk en önnur Norðurlönd og aðrar þjóðir sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Það hefur lengi verið á stefnuskrá stjórnvalda að breyta þessu, en lítið hefur þokast í þá átt. Á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 var samþykkt með þverpólitískri sátt að Ísland skyldi ná því takmarki árið 2016 að fjárfesta í háskólamenntun sömu fjárhæð og meðaltal OECD ríkjanna og að fyrir árið 2020 skyldi þessi fjármögnun ná meðaltali Norðurlandanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar sex árum síðar eða árið 2017 voru sömu markmið sett fram en nú miðað að því að ná OECD meðaltali árið 2020 og meðaltali Norðurlanda árið 2025. Sömu markmið má einnig finna í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2020-2022. Hvers vegna skiptir svo miklu máli að fjárfesta í háskólamenntun? Háskólar eru grundvallarstofnanir í samfélaginu og hafa tvíþætt meginhlutverk: Í fyrsta lagi að auka þekkingu okkar og skilning með rannsóknum. Rannsóknir eru grunnur fjölbreyttra verðmæta á sviðum vísinda, menningar og lista sem stuðla að félagslegu réttlæti, heilbrigðu mannlífi og öflugri menntun. Fyrir utan hin óefnislegu verðmæti sem slík þekking veitir okkur þá er hún ein meginforsenda efnahagslegrar hagsældar í nútímasamfélagi. Í öðru lagi eykur háskólamenntun skilning nemenda á eðli þekkingargrunnsins og eflir gagnrýna og skapandi hugsun. Háskólakennarinn hjálpar nemendum að lesa, skilja og túlka texta og nota tungumálið til tjá hugsun sína skýrt. Einstaklingar sem lokið hafa vandaðri háskólamenntun búa yfir fræða- og vísindalæsi og geta því veitt falsupplýsingum, sem nú víða ógna lýðræði og velsæld þjóða, viðnám. Þar sem best tekst til í háskólamenntun fáum við einstaklinga sem betur geta tekist á við að skapa gott samfélag, ekki einungis hvað velsæld varðar heldur einnig hvað varðar mannúð, menningu og skilning á eðli okkar og umhverfi. Til slíks þurfum við samtal, við þurfum að geta stutt nemendur til að takast á við að leysa flókin verkefni, útskýra mál sitt, hlusta á aðra og ræða saman. Menntun sem leggur rækt við þessa þætti skapar verðmæta og innihaldsríka háskólagráðu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfaldlega þegar til framtíðar er litið. Í sölum Alþingis er nú verið að ræða fjárlög fyrir árið 2025, árið sem við vildum verða jafnokar nágranna okkar á Norðurlöndunum. Hvar stöndum við í dag? Enn höfum við ekki náð meðaltali OECD en samkvæmt nýjustu tölum þyrftu heildarframlög til háskólakerfisins að aukast um 15-20% til að ná meðalatali OECD og yfir 40% til að ná meðaltali Norðurlandanna. Að mínu mati þurfum við, líkt og árið 2011, á þverpólitískri sátt að halda til að fjárfesta til framtíðar. Við þurfum að endurnýja heit okkar við komandi kynslóðir og fjárfesta í háskólamenntun og rannsóknum. Slík fjárfesting skilar sér margfalt til baka. Höfundur er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun