Innlent

Vetrar­færð á fjall­vegum norð­austan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Helst má reikna með vetrarfærð á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Fjarðarheiði, Öxi og jafnvel einnig Fagradal.
Helst má reikna með vetrarfærð á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Fjarðarheiði, Öxi og jafnvel einnig Fagradal. Getty

Það mun ganga í strekkings norðlæga átt í nótt og fer að snjóa á fjallvegum um norðaustanvert landið eftir hádegi á morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Þar segir að því megi búast við vetrarfærð á þeim slóðum, þá helst á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Fjarðarheiði, Öxi og jafnvel einnig Fagradal. 

Spáin gerir svo ráð fyrir að það muni stytta upp á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×