Geta veitt fyrirtækjum hagstæðari lán Árni Sæberg skrifar 25. september 2024 13:20 Frá vinstri til hægri: Marjut Falkstedt, forstjóri EIF, Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Clara Ganslandt, sendiherra ESB á Íslandi, sem undirrituðu samkomulagið í Arion banka í gær. Arion banki Evrópski fjárfestingasjóðurinn, EIF, og Arion banki hafa undirritað ábyrgðarsamning með það að markmiði að styðja við frumkvöðla hér á landi. Ábyrgð frá EIF, sem er studd af InvestEU áætlun Evrópusambandsins, gerir Arion banka kleift að lána allt að 15 milljarða króna til íslenskra fyrirtækja á hagstæðari kjörum en ella. Í tilkynningu þess efnis á vef Arion banka segir að stuðningi EIF sé ætlað að styðja við þrjú ólík svið hér á landi; fjárfestingar á sviði sjálfbærni, lánveitingar til nýsköpunar og stafvæðingar og menningu og skapandi greinar. „Það er einstaklega ánægjulegt að endurvekja samstarf okkar við Evrópska fjárfestingasjóðinn. Samstarf okkar fyrir um átta árum var grunnurinn að stuðningi Arion við fjölmörg nýsköpunarverkefni, til að mynda á sviði fiskeldis, gagnavera, umhverfisvænna orkugjafa og húðvara. Nú nær samstarfið til enn fleiri sviða með áherslu á nýsköpun og stafvæðingu samfélagsins, menningu og skapandi greinar og sjálfbærni- og umhverfismál. Samstarf okkar og fjárfestingarsjóðsins er mikilvægt og auðveldar okkur að lána til verkefna á þessum sviðum. Það gerir okkur kleift að fjármagna verkefni sem eru komin skemmra á veg en ella og á hagstæðari kjörum, uppfylli þau skilyrði samningsins,“ er haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka. Eykur aðgengi að fjármagni Þegar kemur að fjárfestingum á sviði sjálfbærni geri ábyrgð frá Evrópska fjárfestingasjóðnum Arion kleift að styðja frekar við grænar fjárfestingar, sem stuðli að umhverfisvænna efnahagslífi og fjárfestingar sem stuðli að inngildingu. Sá hluti ábyrgðanna sem sé ætlaður til stuðnings við nýsköpun og stafvæðingu muni auka aðgengi smárra og meðalstórra fyrirtækja, sem leggja stund á fjárfrekar rannsóknir, að fjármagni og stuðla almennt að stafvæðingu fyrirtækja hér á landi. Síðast en ekki síst geri samningurinn Arion banka kleift að auka aðgengi kvikmyndageirans hér á landi, sem hafi eflst verulega undanfarin ár, og tengdra greina að lánsfjármagni og þannig stuðla að frekari styrkingu þeirra og aukinni hæfni til að takast á við þær áskoranir sem fram undan eru. Unnu saman fyrst fyrir áratug „Þetta er annað verkefnið sem við komum að á Íslandi eftir að landið gerðist aðili að InvestEU áætluninni og við sjáum fram á að það muni hafa veruleg áhrif. Við unnum fyrst með Arion fyrir um áratug og það er ánægjulegt að geta nýtt áfram styrkleika bankans við að hrinda meginmarkmiði okkar í framkvæmd; að fjármagna þau smáu og meðalstóru fyrirtæki sem mest þurfa á fjármagni að halda. Við erum hluti af Evrópsku fjárfestingarbankasamstæðunni og standa loftlagsmál og sjálfbærni okkur – eins og Arion banka – nærri. Að auki, þá gleður það okkur að saman munum við beina sjónum okkar sérstaklega að íslenskum fyrirtækjum sem starfa á sviði nýsköpunar og stafvæðingar og menningar og skapandi lista,“ er haft eftir Marjut Falkstedt, forstjóra EIF. Íslensk fyrirtæki og stofnanir mikils metin Á sviði sjálfbærni muni Arion banki horfa til fjármögnunar fjölbreyttra verkefna eins og sjálfbærs landbúnaðar, endurnýjanlegra orkugjafa, skilvirkrar orkunýtingar, hreinna samgangna og mengunarvarna og fráveitustýringar. Þegar kemur að ábyrgðum á sviði stafvæðingar sé gert ráð fyrir að fyrst og fremst verði um að ræða lánveitingar til fyrirtækja í örum vexti og nýsköpunar þegar kemur að ferla- og vöruþróun á sviði fiskveiða og -eldis, raunvísinda og verkfræði og líftækni. „Í um þrjá áratugi hafa íslensk fyrirtæki, háskólar og rannsóknar- og menningarstofnanir tekið þátt í ýmsum áætlunum Evrópusambandsins. Þau hafa náð góðum árangri og eru mikils metin af alþjóðlegum samstarfsaðilum sínum. Ég hlakka til að fylgjast með hvernig ábyrgðarsamningur EIF og Arion banka sem undirritaður var hér í dag mun hjálpa smáum og meðalstórum á Íslandi sem starfa á sviði umhverfismála, tækni og menningar,“ er haft eftir Clöru Ganslandt, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Ábyrgðarsamningurinn nú sé annar ábyrgðarsamningurinn sem Arion banki og EIF gera. Sá fyrri hafi verið gerður árið 2016 og verið hluti af InnovFin ábyrgðum til smárra og meðalstórra fyrirtækja. Áhersla hafi verið á stuðning við nýsköpun lítilla fyrirtækja í formi lánveitinga, sem hafi numið alls rúmlega sextán milljörðum króna. Arion banki Evrópusambandið Fjármálafyrirtæki Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Arion banka segir að stuðningi EIF sé ætlað að styðja við þrjú ólík svið hér á landi; fjárfestingar á sviði sjálfbærni, lánveitingar til nýsköpunar og stafvæðingar og menningu og skapandi greinar. „Það er einstaklega ánægjulegt að endurvekja samstarf okkar við Evrópska fjárfestingasjóðinn. Samstarf okkar fyrir um átta árum var grunnurinn að stuðningi Arion við fjölmörg nýsköpunarverkefni, til að mynda á sviði fiskeldis, gagnavera, umhverfisvænna orkugjafa og húðvara. Nú nær samstarfið til enn fleiri sviða með áherslu á nýsköpun og stafvæðingu samfélagsins, menningu og skapandi greinar og sjálfbærni- og umhverfismál. Samstarf okkar og fjárfestingarsjóðsins er mikilvægt og auðveldar okkur að lána til verkefna á þessum sviðum. Það gerir okkur kleift að fjármagna verkefni sem eru komin skemmra á veg en ella og á hagstæðari kjörum, uppfylli þau skilyrði samningsins,“ er haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka. Eykur aðgengi að fjármagni Þegar kemur að fjárfestingum á sviði sjálfbærni geri ábyrgð frá Evrópska fjárfestingasjóðnum Arion kleift að styðja frekar við grænar fjárfestingar, sem stuðli að umhverfisvænna efnahagslífi og fjárfestingar sem stuðli að inngildingu. Sá hluti ábyrgðanna sem sé ætlaður til stuðnings við nýsköpun og stafvæðingu muni auka aðgengi smárra og meðalstórra fyrirtækja, sem leggja stund á fjárfrekar rannsóknir, að fjármagni og stuðla almennt að stafvæðingu fyrirtækja hér á landi. Síðast en ekki síst geri samningurinn Arion banka kleift að auka aðgengi kvikmyndageirans hér á landi, sem hafi eflst verulega undanfarin ár, og tengdra greina að lánsfjármagni og þannig stuðla að frekari styrkingu þeirra og aukinni hæfni til að takast á við þær áskoranir sem fram undan eru. Unnu saman fyrst fyrir áratug „Þetta er annað verkefnið sem við komum að á Íslandi eftir að landið gerðist aðili að InvestEU áætluninni og við sjáum fram á að það muni hafa veruleg áhrif. Við unnum fyrst með Arion fyrir um áratug og það er ánægjulegt að geta nýtt áfram styrkleika bankans við að hrinda meginmarkmiði okkar í framkvæmd; að fjármagna þau smáu og meðalstóru fyrirtæki sem mest þurfa á fjármagni að halda. Við erum hluti af Evrópsku fjárfestingarbankasamstæðunni og standa loftlagsmál og sjálfbærni okkur – eins og Arion banka – nærri. Að auki, þá gleður það okkur að saman munum við beina sjónum okkar sérstaklega að íslenskum fyrirtækjum sem starfa á sviði nýsköpunar og stafvæðingar og menningar og skapandi lista,“ er haft eftir Marjut Falkstedt, forstjóra EIF. Íslensk fyrirtæki og stofnanir mikils metin Á sviði sjálfbærni muni Arion banki horfa til fjármögnunar fjölbreyttra verkefna eins og sjálfbærs landbúnaðar, endurnýjanlegra orkugjafa, skilvirkrar orkunýtingar, hreinna samgangna og mengunarvarna og fráveitustýringar. Þegar kemur að ábyrgðum á sviði stafvæðingar sé gert ráð fyrir að fyrst og fremst verði um að ræða lánveitingar til fyrirtækja í örum vexti og nýsköpunar þegar kemur að ferla- og vöruþróun á sviði fiskveiða og -eldis, raunvísinda og verkfræði og líftækni. „Í um þrjá áratugi hafa íslensk fyrirtæki, háskólar og rannsóknar- og menningarstofnanir tekið þátt í ýmsum áætlunum Evrópusambandsins. Þau hafa náð góðum árangri og eru mikils metin af alþjóðlegum samstarfsaðilum sínum. Ég hlakka til að fylgjast með hvernig ábyrgðarsamningur EIF og Arion banka sem undirritaður var hér í dag mun hjálpa smáum og meðalstórum á Íslandi sem starfa á sviði umhverfismála, tækni og menningar,“ er haft eftir Clöru Ganslandt, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Ábyrgðarsamningurinn nú sé annar ábyrgðarsamningurinn sem Arion banki og EIF gera. Sá fyrri hafi verið gerður árið 2016 og verið hluti af InnovFin ábyrgðum til smárra og meðalstórra fyrirtækja. Áhersla hafi verið á stuðning við nýsköpun lítilla fyrirtækja í formi lánveitinga, sem hafi numið alls rúmlega sextán milljörðum króna.
Arion banki Evrópusambandið Fjármálafyrirtæki Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira