Er padda í vaskinum? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 26. september 2024 11:01 Íslenskt samfélag er stundum svo „öðruvísi“. Undanfarið hafa verið fluttar fréttir af skorti á eftirliti til dæmis á vinnusvæðum og nú síðast berast fréttir af hræðilegu vinnumansali. Hvernig má það vera? Þegar kemur að hvers konar eftirliti förum við ýmist í ökkla eða eyra. Nýlega heyrði ég viðtal við konu sem á breskan tengdason sem starfar við vinnueftirlit í Bretlandi. Hann hafði verið hér á ferð, litið við á nokkrum byggingavinnusvæðum og gekk svo langt að segja að í Bretlandi hefði mörgum þeirra verið lokað. Ekki þarf að rifja upp hér hversu mörg alvarleg slys hafa verið á slíkum svæðum undanfarin ár. Það er eitthvað brogað við vinnuverndarlöggjöfina og greinilegt að auka þar kröfur og í kjölfarið, eftirlit með þessum vinnusvæðum. Eigum við að nefna heilbrigðiskerfið sem er eitt það fjárfrekasta í íslensku samfélagi? Þar er nánast ekkert eftirlit haft með þeim fjármunum sem renna til hinna ýmsu stofnana. Reglulega fáum við líka fréttir af illri meðferð á dýrum. Þá hefur MAST stundum brugðist bogalistin við eftirlit af þeirra hálfu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um slæman aðbúnað dýra. Nýjasta dæmið er vinnumansalið. Kveikur tók nokkur dæmi um ömurlegar aðstæður og brot á erlendu vinnuafli. Upplýsingarnar sem komu fram í þættinum voru sláandi. Það sem slær mig núna er að verkalýðshreyfingin segist ekki hafa burði til að bregðast við. Hverjir eiga þá að gera það? Við borgum okkar stéttarfélagsgjöld hvort sem við viljum vera í félagi eða ekki. Þau hafa þann eina tilgang að gæta hagsmuna vinnandi fólks. Ekki bara þegar kemur að launum og vinnutíma. Þau sinna til dæmis erindum félagsmanna sem telja að brotið hafi verið á sér í formi eineltis og áreitis sem er vitaskuld mjög gott og mikilvægt að sé gert. Hvers vegan ekki í tilfelli þeirra brota sem við sáum dæmi um í Kveik? Ein er þó sú stofnun sem stendur sig þegar kemur að eftirliti en það er Heilbrigðiseftirlitið. Þar er fylgst með því hvort ekki séu vaskar út um allt og að ekki séu pöddur í vaskinum. Gott hjá þeim! Höfundur er áhugamaður um almenna velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stéttarfélög Mansal Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er stundum svo „öðruvísi“. Undanfarið hafa verið fluttar fréttir af skorti á eftirliti til dæmis á vinnusvæðum og nú síðast berast fréttir af hræðilegu vinnumansali. Hvernig má það vera? Þegar kemur að hvers konar eftirliti förum við ýmist í ökkla eða eyra. Nýlega heyrði ég viðtal við konu sem á breskan tengdason sem starfar við vinnueftirlit í Bretlandi. Hann hafði verið hér á ferð, litið við á nokkrum byggingavinnusvæðum og gekk svo langt að segja að í Bretlandi hefði mörgum þeirra verið lokað. Ekki þarf að rifja upp hér hversu mörg alvarleg slys hafa verið á slíkum svæðum undanfarin ár. Það er eitthvað brogað við vinnuverndarlöggjöfina og greinilegt að auka þar kröfur og í kjölfarið, eftirlit með þessum vinnusvæðum. Eigum við að nefna heilbrigðiskerfið sem er eitt það fjárfrekasta í íslensku samfélagi? Þar er nánast ekkert eftirlit haft með þeim fjármunum sem renna til hinna ýmsu stofnana. Reglulega fáum við líka fréttir af illri meðferð á dýrum. Þá hefur MAST stundum brugðist bogalistin við eftirlit af þeirra hálfu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um slæman aðbúnað dýra. Nýjasta dæmið er vinnumansalið. Kveikur tók nokkur dæmi um ömurlegar aðstæður og brot á erlendu vinnuafli. Upplýsingarnar sem komu fram í þættinum voru sláandi. Það sem slær mig núna er að verkalýðshreyfingin segist ekki hafa burði til að bregðast við. Hverjir eiga þá að gera það? Við borgum okkar stéttarfélagsgjöld hvort sem við viljum vera í félagi eða ekki. Þau hafa þann eina tilgang að gæta hagsmuna vinnandi fólks. Ekki bara þegar kemur að launum og vinnutíma. Þau sinna til dæmis erindum félagsmanna sem telja að brotið hafi verið á sér í formi eineltis og áreitis sem er vitaskuld mjög gott og mikilvægt að sé gert. Hvers vegan ekki í tilfelli þeirra brota sem við sáum dæmi um í Kveik? Ein er þó sú stofnun sem stendur sig þegar kemur að eftirliti en það er Heilbrigðiseftirlitið. Þar er fylgst með því hvort ekki séu vaskar út um allt og að ekki séu pöddur í vaskinum. Gott hjá þeim! Höfundur er áhugamaður um almenna velferð.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar