Riddarar kærleikans Halla Tómasdóttir skrifar 27. september 2024 06:02 Óskiljanlegt ofbeldi hefur átt sér stað í samfélagi okkar undanfarna mánuði. Það eru eðlileg mannleg viðbrögð að finna til þegar hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum á sér stað. Eins og biskupinn okkar segir er það heilbrigðismerki, merki um samkennd. Öll viljum við búa í heilbrigðu samfélagi þar sem okkur líður vel og við teljum okkur örugg. Því er vel skiljanlegt að við finnum til vanmáttar yfir þessari ískyggilegu þróun og spyrjum okkur hvað sé til ráða. Hvað getum við gert? Mikilvægt er að hvert og eitt okkar velti slíkum spurningum fyrir sér. Gefum okkur tíma og næði til að ræða þessar tilfinningar og spurningar við ástvini og hikum ekki við að leita eftir faglegum stuðningi ef þarf. Þannig hefjast flestar samfélagsbreytingar, hjá okkur sjálfum og með samtali. Sjálf hef ég ekki öll svörin en ég vil leita þeirra og eiga þetta samtal við þjóðina. Fyrir nokkrum vikum kom góður hópur saman til að hefja slíkt samtal á Bessastöðum. Saman, þvert á kyn, kynslóðir og lífsreynslu, veltum við upp þeirri spurningu hvernig gera megi kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Við deildum einlæglega tilfinningum okkar og sýn á rætur vandans. Við vorum sammála um að á tímum sítengingar hefði orðið alvarlegt tengslarof í samfélagi okkar. Úr því þarf að bæta og það byrjar með hverju og einu okkar. Við sjálf – og hver við viljum vera – er lykilþáttur í lausninni. Við höfum öll val og nú er mikilvægt að við sem þjóð veljum vel hvernig brugðist er við. Það mun skipta sköpum um það hvers konar samfélag við búum börnum okkar til framtíðar. Við sem komum saman á Bessastöðum í byrjun september tókum í lok fundar þá sameiginlegu ákvörðun að gerast Riddarar kærleikans. Þannig viljum við mæta þessum erfiðu tímum í samfélagi okkar. Við trúum því að með samtakamætti getum við breytt samfélaginu til betri vegar og að fyrstu skrefin í þá átt felist í bættum tengslum, við okkur sjálf og við hvert annað. Við bjóðum þér að vera með og virkja sköpunarkraft þinn í þágu kærleikans. Við leggjum til einföld skref til að byrja með. Horfumst í augu! Tökum utan um hvert annað! Gerum kærleikann að eina vopninu! Þetta er ekki tímabundið átak. Þetta er ákvörðun. Leitum skapandi aðgerða til að mæta vaxandi ofbeldi, hatri og ótta með kærleika. Virkjum allt samfélagið til þátttöku og treystum á sköpunargáfu og samtakamátt þjóðarinnar á þeirri vegferð. Einmanaleiki og vanlíðan hefur aukist og það er staðreynd að við eigum heimsmet í notkun geðlyfja. Við verðum að ráðast að rótum þessa vanda og velja betur hver við erum og hvernig við högum okkur. Öll getum við haft jákvæð áhrif á eigin líðan, sem og á líðan annarra. Riddarar kærleikans er opin hreyfing þeirra sem eru ákveðin í að mæta fordæmalausum tímum með virku samtali um að velja kærleikann. Við hvetjum til þess að slíkt samtal eigi sér stað í skólum landsins, á vinnustöðum og á heimilum. Verið er að velta upp hugmyndum um hvernig fyrirtæki geti lagt kærleikanum lið og látið gott af sér leiða. Hvernig efla megi samstarf og samveru milli kynslóða. Hvernig lágmarka megi þann skaða sem snjallsímanotkun og samfélagsmiðlar eru að valda. Hvernig virkja megi skapandi greinar, finna tilfinningum okkar heilbrigðan farveg og bæta andlega og samfélagslega heilsu. Verkefnið er ærið, að velja í hvers konar samfélagi við viljum búa. Margt þarf að koma til. En byrjum heima fyrir. Byrjum á okkur sjálfum. Ef við veljum að taka þátt, gera gagn og láta gott af okkur leiða, þá eru í reynd okkar björtustu tímar fram undan. Höfundur er forseti Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Óskiljanlegt ofbeldi hefur átt sér stað í samfélagi okkar undanfarna mánuði. Það eru eðlileg mannleg viðbrögð að finna til þegar hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum á sér stað. Eins og biskupinn okkar segir er það heilbrigðismerki, merki um samkennd. Öll viljum við búa í heilbrigðu samfélagi þar sem okkur líður vel og við teljum okkur örugg. Því er vel skiljanlegt að við finnum til vanmáttar yfir þessari ískyggilegu þróun og spyrjum okkur hvað sé til ráða. Hvað getum við gert? Mikilvægt er að hvert og eitt okkar velti slíkum spurningum fyrir sér. Gefum okkur tíma og næði til að ræða þessar tilfinningar og spurningar við ástvini og hikum ekki við að leita eftir faglegum stuðningi ef þarf. Þannig hefjast flestar samfélagsbreytingar, hjá okkur sjálfum og með samtali. Sjálf hef ég ekki öll svörin en ég vil leita þeirra og eiga þetta samtal við þjóðina. Fyrir nokkrum vikum kom góður hópur saman til að hefja slíkt samtal á Bessastöðum. Saman, þvert á kyn, kynslóðir og lífsreynslu, veltum við upp þeirri spurningu hvernig gera megi kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Við deildum einlæglega tilfinningum okkar og sýn á rætur vandans. Við vorum sammála um að á tímum sítengingar hefði orðið alvarlegt tengslarof í samfélagi okkar. Úr því þarf að bæta og það byrjar með hverju og einu okkar. Við sjálf – og hver við viljum vera – er lykilþáttur í lausninni. Við höfum öll val og nú er mikilvægt að við sem þjóð veljum vel hvernig brugðist er við. Það mun skipta sköpum um það hvers konar samfélag við búum börnum okkar til framtíðar. Við sem komum saman á Bessastöðum í byrjun september tókum í lok fundar þá sameiginlegu ákvörðun að gerast Riddarar kærleikans. Þannig viljum við mæta þessum erfiðu tímum í samfélagi okkar. Við trúum því að með samtakamætti getum við breytt samfélaginu til betri vegar og að fyrstu skrefin í þá átt felist í bættum tengslum, við okkur sjálf og við hvert annað. Við bjóðum þér að vera með og virkja sköpunarkraft þinn í þágu kærleikans. Við leggjum til einföld skref til að byrja með. Horfumst í augu! Tökum utan um hvert annað! Gerum kærleikann að eina vopninu! Þetta er ekki tímabundið átak. Þetta er ákvörðun. Leitum skapandi aðgerða til að mæta vaxandi ofbeldi, hatri og ótta með kærleika. Virkjum allt samfélagið til þátttöku og treystum á sköpunargáfu og samtakamátt þjóðarinnar á þeirri vegferð. Einmanaleiki og vanlíðan hefur aukist og það er staðreynd að við eigum heimsmet í notkun geðlyfja. Við verðum að ráðast að rótum þessa vanda og velja betur hver við erum og hvernig við högum okkur. Öll getum við haft jákvæð áhrif á eigin líðan, sem og á líðan annarra. Riddarar kærleikans er opin hreyfing þeirra sem eru ákveðin í að mæta fordæmalausum tímum með virku samtali um að velja kærleikann. Við hvetjum til þess að slíkt samtal eigi sér stað í skólum landsins, á vinnustöðum og á heimilum. Verið er að velta upp hugmyndum um hvernig fyrirtæki geti lagt kærleikanum lið og látið gott af sér leiða. Hvernig efla megi samstarf og samveru milli kynslóða. Hvernig lágmarka megi þann skaða sem snjallsímanotkun og samfélagsmiðlar eru að valda. Hvernig virkja megi skapandi greinar, finna tilfinningum okkar heilbrigðan farveg og bæta andlega og samfélagslega heilsu. Verkefnið er ærið, að velja í hvers konar samfélagi við viljum búa. Margt þarf að koma til. En byrjum heima fyrir. Byrjum á okkur sjálfum. Ef við veljum að taka þátt, gera gagn og láta gott af okkur leiða, þá eru í reynd okkar björtustu tímar fram undan. Höfundur er forseti Íslands
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun