Brynjar ákærður fyrir að brjóta á fleiri stúlkum Lovísa Arnardóttir skrifar 26. september 2024 21:32 Brynjar var dæmdur í héraðsdómi árið 2022 og málið svo tekið fyrir í Landsrétti ári síðar. Hæstiréttur úrskurðaði svo um málið í janúar á þessu ári. Héraðssaksóknari hefur ákært Brynjar Joensen Creed fyrir kynferðislega áreitni gegn átta stúlkum. Stúlkurnar voru aldrinum 11 til 14 ára þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Brynjar afplánar nú sjö ára dóm fyrir nauðganir og önnur brot gegn fimm stúlkum. Fjallað var fyrst um ákæruna á vef RÚV í kvöld. Þar segir að héraðssaksóknari hafi ákært Brynjar fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlagabrot. Þá segir að hann hafi að mestu framið brotin í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Snapchat og viðhafa við þær þar kynferðislegt tal, senda þeim kynferðislegar myndir af kynfærum sínum og af karlmanni að fróa sér. Frétt RÚV. Þá kemur fram í frétt RÚV að hann hafi sömuleiðis beðið stúlkurnar um að senda sér kynferðislegar myndir af sér. Hann hafi hitt eina stúlkuna, gefið henni kynlífshjálpartæki og beðið hana að nota það til að senda sér myndefni. Samkvæmt frétt RÚV áttu brotin sér stað veturinn 2020 til 2021. Dæmdur fyrir nauðgun í héraði og Landsrétti Brynjar var dæmdur í héraðsdómi árið 2022 í sex ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum á grunnskólaaldri, sumum oftar en einu sinni, og beitt þær, auk fimmtu stúlkunnar, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreitni. Landsréttur þyngdi svo dóminn í mars í fyrra. Í frétt Vísis um það kom fram að Brynjar væri grunaður um að hafa brotið á þriðja tug stúlkna undir fimmtán ára aldri til viðbótar við þær sem hann hafði verið dæmdur fyrir að brjóta á. Kynferðisbrot ekki nauðgun Hæstiréttur tók svo málið fyrir og var niðurstaðan sú að kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvor öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit, teljist ekki til nauðgunar. Hæstiréttur var ósammála Landsrétti að þessu leyfi. Dómurinn var þrátt fyrir þetta staðfestur, og Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm, fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn börnum. Dómur Hæstaréttar var síðar ræddur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis en hávær umræða fór fram eftir dóminn um að breyta þyrfti lögunum til að vernda börn betur. Dómsmálaráðuneytið óskaði í kjölfarið eftir tillögum frá réttarfarsnefnd í tengslum við endurskoðun kafla almennra hegningarlaga þar sem fjallað er um kynferðisbrot. Sjá einnig: Óskar eftir því að dómur Hæstaréttar verði ræddur í nefnd Fyrst til lögreglu 2021 Málið rataði upphaflega til lögreglu árið 2021 eftir kæru stúlku til Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar. Stúlkan, sem var undir lögaldri, lýsti samskiptum við mann sem kallaði sig Sigga. Hún hafði hitt hann nokkrum sinnum, hann tekið af henni klámfengin myndbönd gegn greiðslu í formi peninga, fata, áfengis og veipvökva. Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Þar segir að héraðssaksóknari hafi ákært Brynjar fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlagabrot. Þá segir að hann hafi að mestu framið brotin í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Snapchat og viðhafa við þær þar kynferðislegt tal, senda þeim kynferðislegar myndir af kynfærum sínum og af karlmanni að fróa sér. Frétt RÚV. Þá kemur fram í frétt RÚV að hann hafi sömuleiðis beðið stúlkurnar um að senda sér kynferðislegar myndir af sér. Hann hafi hitt eina stúlkuna, gefið henni kynlífshjálpartæki og beðið hana að nota það til að senda sér myndefni. Samkvæmt frétt RÚV áttu brotin sér stað veturinn 2020 til 2021. Dæmdur fyrir nauðgun í héraði og Landsrétti Brynjar var dæmdur í héraðsdómi árið 2022 í sex ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum á grunnskólaaldri, sumum oftar en einu sinni, og beitt þær, auk fimmtu stúlkunnar, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreitni. Landsréttur þyngdi svo dóminn í mars í fyrra. Í frétt Vísis um það kom fram að Brynjar væri grunaður um að hafa brotið á þriðja tug stúlkna undir fimmtán ára aldri til viðbótar við þær sem hann hafði verið dæmdur fyrir að brjóta á. Kynferðisbrot ekki nauðgun Hæstiréttur tók svo málið fyrir og var niðurstaðan sú að kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvor öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit, teljist ekki til nauðgunar. Hæstiréttur var ósammála Landsrétti að þessu leyfi. Dómurinn var þrátt fyrir þetta staðfestur, og Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm, fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn börnum. Dómur Hæstaréttar var síðar ræddur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis en hávær umræða fór fram eftir dóminn um að breyta þyrfti lögunum til að vernda börn betur. Dómsmálaráðuneytið óskaði í kjölfarið eftir tillögum frá réttarfarsnefnd í tengslum við endurskoðun kafla almennra hegningarlaga þar sem fjallað er um kynferðisbrot. Sjá einnig: Óskar eftir því að dómur Hæstaréttar verði ræddur í nefnd Fyrst til lögreglu 2021 Málið rataði upphaflega til lögreglu árið 2021 eftir kæru stúlku til Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar. Stúlkan, sem var undir lögaldri, lýsti samskiptum við mann sem kallaði sig Sigga. Hún hafði hitt hann nokkrum sinnum, hann tekið af henni klámfengin myndbönd gegn greiðslu í formi peninga, fata, áfengis og veipvökva.
Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira