Vísbending um að jörðin gæti lifað áfram sem niflheimur Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 08:01 Teikning listamanns af frosinni bergreikistjörnu á braut um hvíta dvergstjörnu. Þetta gætu orðið örlög jarðarinnar og sólarinnar. W. M. Keck Observatory/Adam Makarenko Fyrsta bergreikistjarnan sem fundist hefur á braut um stjörnu sem líktist eitt sinn sólinni okkar er talinn gefa vísbendingar um afdrif jarðarinnar eftir milljarða ára. Fundurinn bendir einnig til að jörðin gæti lifað dauðateygjur sólarinnar en þá sem myrk ísveröld. Þegar líður á ævi svonefndra meginraðarstjarna eins og sólarinnar okkar og þær hafa brennt nær öllu vetni sínu þenjast þær út og verða að svonefndum rauðum risum. Talið hefur verið að þegar sólin okkar verður að rauðum risa eftir milljarða ára nái yfirborð hennar út fyrir braut jarðarinnar sem farist þá í vítislogum. Ekki eru þó allir stjörnufræðingar á einu máli um hvort að sólin gleypi jörðina í sig eða hvort hún tóri áfram utar í sólkerfinu eftir að aðeins heitur kjarni sólarinnar stendur eftir sem svonefndur hvítur dvergur. Það eru daufar stjörnur á stærð við reikistjörnu en með massa stjörnu. Reikistjarna sem fannst á braut um hvítan dverg í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð bendir til þess að það liggi ekki endilega fyrir jörðinni að fuðra upp í heitum faðmi sólarinnar. Vísindamennirnir sem fundu hana telja að móðurstjarna hennar hafi verið allt að tvöfalt stærri en sólin okkar og að reikistjarnan hafi gengið um hana í svipaðri fjarlægð og jörðin um sólina. Hvíti dvergurinn sem eftir stendur er með um helminginn af massa sólarinnar og reikistjarnan er meira en tvölfalt lengra frá henni en jörðin er frá sólinni, að því er kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Keck-sjónaukans sem var notaður við athuganirnar. Þegar stjörnur af þessari stærðargráðu verða að rauðum risum þrýstist braut fylgihnatta þeirra utar. Afdrif þessarar fjarlægu bergreikistjörnu benda þannig til að ef jörðin sleppur við að hverfa inn í rauða risasólina verði hún frosin auðn á sporbraut sem liggur utan við núverandi braut Mars eftir um átta milljarða ára, nokkurs konar Niflheimur úr norrænni goðafræði, í daufri birtu leifa sólarinnar. Enkeladus, tungl Satúrnusar, er íshnöttur í dag en í fjarlægri framtíð gæti hann verið vatnaveröld. Gætu prammar vaggandi um á fljótandi yfirborðinu orðið eftirsóttir bústaðir manna eftir milljarða ára?NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Gætu flutt til ístungla risanna Óháð því hvort að jörðin lifi hamfarirnar af verður allt líf löngu horfið af yfirborði hennar. Talið er að sólin byrji að þenjast út eftir um milljarð ára og þurrka upp höf jarðar. Mögulegt er þó að aðrir hnettir í sólkerfinu verði lífvænlegir, að minnsta kosti tímabundið, eftir því sem sólin þenst út. Sérstaklega gætu ístungl Júpíters og Satúrnusar eins og Evrópa, Ganýmedes og Enkeladus orðið álitlegir áfangastaðir fyrir landflótta mannkyn, ef það tórir þá svo lengi. „Eftir því sem sólin verður að rauðum risa færist lífbeltið út að braut Júpíters og Satúrnusar og mörg þessara tungla verða vatnaveraldir. Ég tel að mannkynið gæti flutt sig um set þangað ef því er að skipta,“ segir Keming Zhang, aðalhöfundur greinar um uppgötvunina sem birtist í vísindaritinu Nature Astronomy. Geimurinn Vísindi Sólin Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Þegar líður á ævi svonefndra meginraðarstjarna eins og sólarinnar okkar og þær hafa brennt nær öllu vetni sínu þenjast þær út og verða að svonefndum rauðum risum. Talið hefur verið að þegar sólin okkar verður að rauðum risa eftir milljarða ára nái yfirborð hennar út fyrir braut jarðarinnar sem farist þá í vítislogum. Ekki eru þó allir stjörnufræðingar á einu máli um hvort að sólin gleypi jörðina í sig eða hvort hún tóri áfram utar í sólkerfinu eftir að aðeins heitur kjarni sólarinnar stendur eftir sem svonefndur hvítur dvergur. Það eru daufar stjörnur á stærð við reikistjörnu en með massa stjörnu. Reikistjarna sem fannst á braut um hvítan dverg í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð bendir til þess að það liggi ekki endilega fyrir jörðinni að fuðra upp í heitum faðmi sólarinnar. Vísindamennirnir sem fundu hana telja að móðurstjarna hennar hafi verið allt að tvöfalt stærri en sólin okkar og að reikistjarnan hafi gengið um hana í svipaðri fjarlægð og jörðin um sólina. Hvíti dvergurinn sem eftir stendur er með um helminginn af massa sólarinnar og reikistjarnan er meira en tvölfalt lengra frá henni en jörðin er frá sólinni, að því er kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Keck-sjónaukans sem var notaður við athuganirnar. Þegar stjörnur af þessari stærðargráðu verða að rauðum risum þrýstist braut fylgihnatta þeirra utar. Afdrif þessarar fjarlægu bergreikistjörnu benda þannig til að ef jörðin sleppur við að hverfa inn í rauða risasólina verði hún frosin auðn á sporbraut sem liggur utan við núverandi braut Mars eftir um átta milljarða ára, nokkurs konar Niflheimur úr norrænni goðafræði, í daufri birtu leifa sólarinnar. Enkeladus, tungl Satúrnusar, er íshnöttur í dag en í fjarlægri framtíð gæti hann verið vatnaveröld. Gætu prammar vaggandi um á fljótandi yfirborðinu orðið eftirsóttir bústaðir manna eftir milljarða ára?NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Gætu flutt til ístungla risanna Óháð því hvort að jörðin lifi hamfarirnar af verður allt líf löngu horfið af yfirborði hennar. Talið er að sólin byrji að þenjast út eftir um milljarð ára og þurrka upp höf jarðar. Mögulegt er þó að aðrir hnettir í sólkerfinu verði lífvænlegir, að minnsta kosti tímabundið, eftir því sem sólin þenst út. Sérstaklega gætu ístungl Júpíters og Satúrnusar eins og Evrópa, Ganýmedes og Enkeladus orðið álitlegir áfangastaðir fyrir landflótta mannkyn, ef það tórir þá svo lengi. „Eftir því sem sólin verður að rauðum risa færist lífbeltið út að braut Júpíters og Satúrnusar og mörg þessara tungla verða vatnaveraldir. Ég tel að mannkynið gæti flutt sig um set þangað ef því er að skipta,“ segir Keming Zhang, aðalhöfundur greinar um uppgötvunina sem birtist í vísindaritinu Nature Astronomy.
Geimurinn Vísindi Sólin Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira