Vísbending um að jörðin gæti lifað áfram sem niflheimur Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 08:01 Teikning listamanns af frosinni bergreikistjörnu á braut um hvíta dvergstjörnu. Þetta gætu orðið örlög jarðarinnar og sólarinnar. W. M. Keck Observatory/Adam Makarenko Fyrsta bergreikistjarnan sem fundist hefur á braut um stjörnu sem líktist eitt sinn sólinni okkar er talinn gefa vísbendingar um afdrif jarðarinnar eftir milljarða ára. Fundurinn bendir einnig til að jörðin gæti lifað dauðateygjur sólarinnar en þá sem myrk ísveröld. Þegar líður á ævi svonefndra meginraðarstjarna eins og sólarinnar okkar og þær hafa brennt nær öllu vetni sínu þenjast þær út og verða að svonefndum rauðum risum. Talið hefur verið að þegar sólin okkar verður að rauðum risa eftir milljarða ára nái yfirborð hennar út fyrir braut jarðarinnar sem farist þá í vítislogum. Ekki eru þó allir stjörnufræðingar á einu máli um hvort að sólin gleypi jörðina í sig eða hvort hún tóri áfram utar í sólkerfinu eftir að aðeins heitur kjarni sólarinnar stendur eftir sem svonefndur hvítur dvergur. Það eru daufar stjörnur á stærð við reikistjörnu en með massa stjörnu. Reikistjarna sem fannst á braut um hvítan dverg í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð bendir til þess að það liggi ekki endilega fyrir jörðinni að fuðra upp í heitum faðmi sólarinnar. Vísindamennirnir sem fundu hana telja að móðurstjarna hennar hafi verið allt að tvöfalt stærri en sólin okkar og að reikistjarnan hafi gengið um hana í svipaðri fjarlægð og jörðin um sólina. Hvíti dvergurinn sem eftir stendur er með um helminginn af massa sólarinnar og reikistjarnan er meira en tvölfalt lengra frá henni en jörðin er frá sólinni, að því er kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Keck-sjónaukans sem var notaður við athuganirnar. Þegar stjörnur af þessari stærðargráðu verða að rauðum risum þrýstist braut fylgihnatta þeirra utar. Afdrif þessarar fjarlægu bergreikistjörnu benda þannig til að ef jörðin sleppur við að hverfa inn í rauða risasólina verði hún frosin auðn á sporbraut sem liggur utan við núverandi braut Mars eftir um átta milljarða ára, nokkurs konar Niflheimur úr norrænni goðafræði, í daufri birtu leifa sólarinnar. Enkeladus, tungl Satúrnusar, er íshnöttur í dag en í fjarlægri framtíð gæti hann verið vatnaveröld. Gætu prammar vaggandi um á fljótandi yfirborðinu orðið eftirsóttir bústaðir manna eftir milljarða ára?NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Gætu flutt til ístungla risanna Óháð því hvort að jörðin lifi hamfarirnar af verður allt líf löngu horfið af yfirborði hennar. Talið er að sólin byrji að þenjast út eftir um milljarð ára og þurrka upp höf jarðar. Mögulegt er þó að aðrir hnettir í sólkerfinu verði lífvænlegir, að minnsta kosti tímabundið, eftir því sem sólin þenst út. Sérstaklega gætu ístungl Júpíters og Satúrnusar eins og Evrópa, Ganýmedes og Enkeladus orðið álitlegir áfangastaðir fyrir landflótta mannkyn, ef það tórir þá svo lengi. „Eftir því sem sólin verður að rauðum risa færist lífbeltið út að braut Júpíters og Satúrnusar og mörg þessara tungla verða vatnaveraldir. Ég tel að mannkynið gæti flutt sig um set þangað ef því er að skipta,“ segir Keming Zhang, aðalhöfundur greinar um uppgötvunina sem birtist í vísindaritinu Nature Astronomy. Geimurinn Vísindi Sólin Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Þegar líður á ævi svonefndra meginraðarstjarna eins og sólarinnar okkar og þær hafa brennt nær öllu vetni sínu þenjast þær út og verða að svonefndum rauðum risum. Talið hefur verið að þegar sólin okkar verður að rauðum risa eftir milljarða ára nái yfirborð hennar út fyrir braut jarðarinnar sem farist þá í vítislogum. Ekki eru þó allir stjörnufræðingar á einu máli um hvort að sólin gleypi jörðina í sig eða hvort hún tóri áfram utar í sólkerfinu eftir að aðeins heitur kjarni sólarinnar stendur eftir sem svonefndur hvítur dvergur. Það eru daufar stjörnur á stærð við reikistjörnu en með massa stjörnu. Reikistjarna sem fannst á braut um hvítan dverg í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð bendir til þess að það liggi ekki endilega fyrir jörðinni að fuðra upp í heitum faðmi sólarinnar. Vísindamennirnir sem fundu hana telja að móðurstjarna hennar hafi verið allt að tvöfalt stærri en sólin okkar og að reikistjarnan hafi gengið um hana í svipaðri fjarlægð og jörðin um sólina. Hvíti dvergurinn sem eftir stendur er með um helminginn af massa sólarinnar og reikistjarnan er meira en tvölfalt lengra frá henni en jörðin er frá sólinni, að því er kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Keck-sjónaukans sem var notaður við athuganirnar. Þegar stjörnur af þessari stærðargráðu verða að rauðum risum þrýstist braut fylgihnatta þeirra utar. Afdrif þessarar fjarlægu bergreikistjörnu benda þannig til að ef jörðin sleppur við að hverfa inn í rauða risasólina verði hún frosin auðn á sporbraut sem liggur utan við núverandi braut Mars eftir um átta milljarða ára, nokkurs konar Niflheimur úr norrænni goðafræði, í daufri birtu leifa sólarinnar. Enkeladus, tungl Satúrnusar, er íshnöttur í dag en í fjarlægri framtíð gæti hann verið vatnaveröld. Gætu prammar vaggandi um á fljótandi yfirborðinu orðið eftirsóttir bústaðir manna eftir milljarða ára?NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Gætu flutt til ístungla risanna Óháð því hvort að jörðin lifi hamfarirnar af verður allt líf löngu horfið af yfirborði hennar. Talið er að sólin byrji að þenjast út eftir um milljarð ára og þurrka upp höf jarðar. Mögulegt er þó að aðrir hnettir í sólkerfinu verði lífvænlegir, að minnsta kosti tímabundið, eftir því sem sólin þenst út. Sérstaklega gætu ístungl Júpíters og Satúrnusar eins og Evrópa, Ganýmedes og Enkeladus orðið álitlegir áfangastaðir fyrir landflótta mannkyn, ef það tórir þá svo lengi. „Eftir því sem sólin verður að rauðum risa færist lífbeltið út að braut Júpíters og Satúrnusar og mörg þessara tungla verða vatnaveraldir. Ég tel að mannkynið gæti flutt sig um set þangað ef því er að skipta,“ segir Keming Zhang, aðalhöfundur greinar um uppgötvunina sem birtist í vísindaritinu Nature Astronomy.
Geimurinn Vísindi Sólin Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira