Nýjasti kafbátur Kínverja sökk við bryggju Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 11:07 Þessi gervihnattarmynd var tekin þann 15. júní, við skipasmíðastöð nærri Wuhan í Kína. Hún sýnir þegar verið var að koma umræddum kafbáti upp af botni hafnarinnar. AP/Planet Labs PBC Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kína sökk við bryggju í vor. Um er að ræða nýja gerð kafbáta og er þetta fyrsti báturinn af þeirri gerð. Hann sökk við skipasmíðastöð nærri Wuhan í Kína. Ráðamenn í Kína hafa lagt mikla áherslu á uppbyggingu kínverska kafbátaflotans og var reynt að hylma yfir atvikið. Í frétt Wall Street Journal segir að kafbáturinn hafi sokkið í lok maí eða snemma í júní. Á þeim tíma var verið að útbúa kafbátinn fyrir fyrstu siglinguna. Gerð þessara kafbáta ber nafnið Zhou og er um að ræða nýja gerð árásarkafbáta sem eiga að geta beygt betur en aðrir kafbátar. Gervihnattamynd sem tekin var þann 15. júní sýndi kafbátinn sokkinn við bryggju og að verið var að reyna að ná honum af botni hafnarinnar. Aðrar myndir sem teknar voru í ágúst sýndu kafbát við bryggju á sama stað en ekki liggur fyrir hvort um sama bátinn sé að ræða. Sjá einnig: Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Ekki liggur heldur fyrir hvort búið var að koma fyrir kjarnorkueldsneyti um borð í kafbátnum þegar hann sökk en sérfræðingar segja WSJ að líklegt sé að það hafi verið búið. Þá er ekki vitað hvort búið var að kveikja á kjarnakljúfi hans. Engar fregnir hafa borist af geislavirkni á svæðinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Líklegt er að skipta þurfi um allan rafmagnsbúnað um borð í bátnum og þar á meðal mótora hans. Sérfræðingar telja að atvikið muni leiða til umtalsverðra tafa á framleiðslu þessara nýju kafbáta. Uppbygging til að einangra Taívan Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlaði í fyrra að Kínverjar ættu sex kjarnorkuknúna kafbáta sem hannaðir eru til að bera kjarnorkuvopn, sex kjarnorkuknúna árásarkafbáta og 48 dísilknúna kafbáta. Í skýrslu ráðuneytisins segir að uppbygging Kínverja á kafbátaflota þeirra sé ætlað að hjálpa Kínverjum að koma í veg fyrir að Bandaríkin og aðrir geti komið Taívan til aðstoðar, ákveði ráðamenn í Peking að gera innrás í eyríkið á komandi árum. Hernaðaruppbygging í Kína hefur að miklu leyti snúist að því að byggja vopn og þróa aðferðir til að eldflaugaárásir á herstöðvar Bandaríkjanna í vesturhluta Kyrrahafsins og granda flugmóðurskipum. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Kína Hernaður Taívan Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Í frétt Wall Street Journal segir að kafbáturinn hafi sokkið í lok maí eða snemma í júní. Á þeim tíma var verið að útbúa kafbátinn fyrir fyrstu siglinguna. Gerð þessara kafbáta ber nafnið Zhou og er um að ræða nýja gerð árásarkafbáta sem eiga að geta beygt betur en aðrir kafbátar. Gervihnattamynd sem tekin var þann 15. júní sýndi kafbátinn sokkinn við bryggju og að verið var að reyna að ná honum af botni hafnarinnar. Aðrar myndir sem teknar voru í ágúst sýndu kafbát við bryggju á sama stað en ekki liggur fyrir hvort um sama bátinn sé að ræða. Sjá einnig: Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Ekki liggur heldur fyrir hvort búið var að koma fyrir kjarnorkueldsneyti um borð í kafbátnum þegar hann sökk en sérfræðingar segja WSJ að líklegt sé að það hafi verið búið. Þá er ekki vitað hvort búið var að kveikja á kjarnakljúfi hans. Engar fregnir hafa borist af geislavirkni á svæðinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Líklegt er að skipta þurfi um allan rafmagnsbúnað um borð í bátnum og þar á meðal mótora hans. Sérfræðingar telja að atvikið muni leiða til umtalsverðra tafa á framleiðslu þessara nýju kafbáta. Uppbygging til að einangra Taívan Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlaði í fyrra að Kínverjar ættu sex kjarnorkuknúna kafbáta sem hannaðir eru til að bera kjarnorkuvopn, sex kjarnorkuknúna árásarkafbáta og 48 dísilknúna kafbáta. Í skýrslu ráðuneytisins segir að uppbygging Kínverja á kafbátaflota þeirra sé ætlað að hjálpa Kínverjum að koma í veg fyrir að Bandaríkin og aðrir geti komið Taívan til aðstoðar, ákveði ráðamenn í Peking að gera innrás í eyríkið á komandi árum. Hernaðaruppbygging í Kína hefur að miklu leyti snúist að því að byggja vopn og þróa aðferðir til að eldflaugaárásir á herstöðvar Bandaríkjanna í vesturhluta Kyrrahafsins og granda flugmóðurskipum. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði.
Kína Hernaður Taívan Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira